Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hreint hjá Vallý

Vallý Helgadóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri þjónustusviðs hjá ræstingafyrirtækinu Hreint. Hlutverk hennar verður að halda utan um rekstur og þróun sviðsins, móta og efla þjónustu Hreint til viðskiptavina og styðja við starfsfólk sem sinnir þjónustunni.

Fólki bjargað á landi sem sjó

Skúta komst í hann krappann á Suðurlandi, lítill fiskibátur á Patreksfirði sömuleiðis og ferðamenn á Mývatnsheiði festu bíla sína. Björgunarsveitarfólk hefur haft í nægu að snúast síðan í nótt.

Sorg í Nes­kaup­stað vegna and­láts barns

Fullt var út úr dyrum á minningarstund sem haldin var í Norðfjarðarkirkju í gær eftir að tæplega tveggja ára gamalt barn lést í byrjun vikunnar á sjúkrahús í Svíþjóð. Austurfrétt greinir frá og segir andlátið hafa orðið eftir bráð veikindi.

Veðurgæðunum mis­skipt hjá les­endum Vísis

Snjókoma norðan heiða hefur vakið athygli í ljósi þess að í dag er 5. júní en ekki 5. janúar. Lesendur Vísis hafa sent myndir úr sinni sveit. Segja má að veðurgæðunum sé misskipt.

Einn gígur virkur og kvikusöfnun heldur á­fram

Nýleg gögn benda til þess að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi líkt og áður. Gígurinn sem ennþá er virkur er staðsettur rétt við þann gíg sem gaus lengst úr í eldgosinu sem hófst 16. mars og endaði 9. maí. Land heldur áfram að síga ólíkt því sem hefur áður sést í eldgosunum á Sundhnúksgígaröðinni.

Opna í há­deginu vegna skorts á sumarstarfsfólki

Ráðningar í sumarstörf í íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð hafa ekki gengið sem skyldi og þarf að grípa til breytinga á opnunartíma þar sem ekki hefur tekist að manna allar stöður. Á virkum dögum verður sundlaugin ekki opnuð fyrr en klukkan tólf.

Icelandair hefur flug til Hali­fax á nýjan leik

Icelandair hóf flug til Halifax á ný 31. maí síðastliðinn. Fluginu var fagnað bæði á Keflavíkurflugvelli og við komuna til Halifax. Flogið verður til borgarinnar þrisvar í viku fram til fjórtánda október. Icelandair hefur áður flogið til borgarinnar en síðast var flogið þangað árið 2018.

Trúðar mót­mæla við Al­þingi

Félagar í samtökunum Ísland - Palestína standa fyrir mótmælum við Alþingishúsið. Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 15.

TikTok mynd­bönd Höllu T sem náðu til unga fólksins

Afgerandi sigur Höllu Tómasdóttur í forsetakosningunum má meðal annars þakka því hve vel hún náði til yngri hóps kjósenda. Kosningateymi Höllu nýtti samfélagsmiðilinn TikTok mjög vel til að ná til unga fólksins.

Sjá meira