Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að styðja þurfi frekar við stofnanir sem sjá um öryggis- og varnamál. Hvað við köllum það, til dæmis leyniþjónustu, sé ekki stóra málið enda vilji hún ekki fara í „orðaleiki“. 4.8.2025 23:53
Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Björgunarfélag Hornafjarðar kom ferðamönnum til aðstoðar við Hoffelsslón suður af Vatnajökli í dag, mánudag, þar sem einn hafði lenti í sjálfheldu í brattri fjallshlíð. Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum. 4.8.2025 22:57
Bolsonaro í stofufangelsi Hæstiréttur Brasilíu hefur skipað Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti landsins, í stofufangelsi en hann á yfir höfði sér ákæru vegna meintrar valdaránstilraunar. Alríkislögreglan hefur lagt hald á símann hans. 4.8.2025 22:25
Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Filippseysk kona í Reykjavík hefur stefnt fyrrverandi eiginmanni sínum til að fá það viðurkennt að hann sé ekki faðir drengs sem hún fæddi árið 2014, þegar þau voru gift. Heldur sé annar filippseyskur maður hinn raunverulegi faðir. Hjónin skildu árið 2018 vegna framhjáhalds af hálfu eiginmannsins. 4.8.2025 21:40
Calvin Harris orðinn faðir Skoski plötusnúðurinn Calvin Harris og fjölmiðlakonan Vick Hope eignuðust á dögunum sitt fyrsta barn. Sonurinn heitir hebreska nafninu Micah. 4.8.2025 20:24
Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Þyrluáhöfn Landhelgsisgæslunnar hefur sinnt umferðareftirliti í dag í samstarfi við lögregluna á Vesturlandi. Þrettán voru í dag sektaðir fyrir ölvunarakstur á Suðurlandi og um tvö hundruð stöðvaðir vegna hraðaksturs á Austurlandi. Umferðin um helgina hefur gengið stórslysalaust fyrir sig. 4.8.2025 19:39
Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Upp úr hádegi í dag féll gosóróinn frá eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni mjög snögglega niður og hefur verið mjög lítill síðan þá. 4.8.2025 18:42
Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sigurður Björnsson, tenór og einn þekktasti óperusöngvari landsins, er látinn níutíu og þriggja ára að aldri. 4.8.2025 18:18
Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Þingmenn Demókrata í Texas í Bandaríkjunum eru margir búnir að yfirgefa ríkið til að koma í veg fyrir að hægt sé að kalla saman þing til að samþykkja drög að nýrri kjördæmaskipan. 3.8.2025 23:30
Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Hamasliðar segja að þeir séu tilbúnir að vinna með Rauða krossinum til að flytja hjálpargögn til gíslanna sem þeir hafa í haldi sínu á Gasa að því gefnu að Ísraelsmenn uppfylli nokkur skilyrði. 3.8.2025 22:46