Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Afkoma Arion banka síðustu þrjá mánuði fer langt fram úr vætningum og er 45 prósentum hærri en það sem spár gerðu ráð fyrir. 15.7.2025 23:26
Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. 15.7.2025 23:04
Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að Hestskarðshnjúki á Norðurlandi síðdegis í kvöld til að aðstoða göngumann sem hafði komið sér í sjálfheldu. Maðurinn slapp ómeiddur. 15.7.2025 22:49
Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Landvörður telur utanvegaakstur daglegt brauð í Reykjanesfólkvangi og sökudólgana í flestum tilfellum Íslendinga. 15.7.2025 20:48
Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Lögreglu var tilkynnt um skipstjóra sem talinn var mögulega undir áhrifum vímuefna. Lögregla hitti á skipstjórann og það vaknaði fljótt grunur um að hann væri undir áhrifum. Skipstjórinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð í blóðsýnatöku. 15.7.2025 20:06
Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið norður þar sem hún var kölluð út til að leita göngumanns í sjálfheldu við Hestskarðshnjúk austur af Siglufirði. 15.7.2025 19:11
Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Orkunnar og Samkaupa. 15.7.2025 18:46
Pútín lætur sér fátt um finnast Vladimír Pútín Rússlandsforseti er sagður ætla að halda áfram stríðsrekstri Rússa í Úkraínu þar til Vesturlönd taka þátt í friðarviðræðum á hans forsendum. 15.7.2025 17:57
Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Stór skjálfti fannst á Akureyri í kvöld en hann mældist suðaustur við Grímsey klukkan 23.30. Hann var um 3,9 að stærð. 14.7.2025 23:53
Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hyggst ekki biðjast afsökunar á því að hafa spurt hvort stjórnarandstaðan vildi að á Íslandi ríkti þannig ástand að nýir valdhafar þyrftu að draga þá gömlu undir húsvegg og skjóta þá svo að valdaskipti væru tryggð. 14.7.2025 23:38