Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. 15.7.2025 23:04
Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að Hestskarðshnjúki á Norðurlandi síðdegis í kvöld til að aðstoða göngumann sem hafði komið sér í sjálfheldu. Maðurinn slapp ómeiddur. 15.7.2025 22:49
Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Landvörður telur utanvegaakstur daglegt brauð í Reykjanesfólkvangi og sökudólgana í flestum tilfellum Íslendinga. 15.7.2025 20:48
Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Lögreglu var tilkynnt um skipstjóra sem talinn var mögulega undir áhrifum vímuefna. Lögregla hitti á skipstjórann og það vaknaði fljótt grunur um að hann væri undir áhrifum. Skipstjórinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð í blóðsýnatöku. 15.7.2025 20:06
Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið norður þar sem hún var kölluð út til að leita göngumanns í sjálfheldu við Hestskarðshnjúk austur af Siglufirði. 15.7.2025 19:11
Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Orkunnar og Samkaupa. 15.7.2025 18:46
Pútín lætur sér fátt um finnast Vladimír Pútín Rússlandsforseti er sagður ætla að halda áfram stríðsrekstri Rússa í Úkraínu þar til Vesturlönd taka þátt í friðarviðræðum á hans forsendum. 15.7.2025 17:57
Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Stór skjálfti fannst á Akureyri í kvöld en hann mældist suðaustur við Grímsey klukkan 23.30. Hann var um 3,9 að stærð. 14.7.2025 23:53
Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hyggst ekki biðjast afsökunar á því að hafa spurt hvort stjórnarandstaðan vildi að á Íslandi ríkti þannig ástand að nýir valdhafar þyrftu að draga þá gömlu undir húsvegg og skjóta þá svo að valdaskipti væru tryggð. 14.7.2025 23:38
Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Af þeim 710 klukkustundum sem Alþingismenn sátu þingfund á nýju löggjafarþingi var tæpum fjórðungi varið í umræðu um veiðigjöld. 14.7.2025 23:15