Uppgjörið : FH - Valur 1-1 | Gylfi klúðraði víti og FH stal stigi í uppbótartíma Valur gerði 1-1 jafntefli við FH í Kaplakrika. Allt stefndi í þægilegan sigur Vals þar til í uppbótartíma, sem var í meira lagi fjörugur. FH jafnaði þökk sé sjálfsmarki, Gylfi Þór Sigurðsson fékk síðan tækifæri til að tryggja sigur en klikkaði úr vítaspyrnu. 19.10.2024 13:17
„Hann var eitthvað að tala og svo lét hann höggin tala“ „Það var margt sem olli tapinu. Við mættum ekki með einbeitingu í þennan leik, það vantaði mikið upp á ákefðina og maður minn, það var mikið talað inni á vellinum í dag,“ sagði Courvoisier McCauley, leikmaður Hattar, eftir 113-84 tap gegn Grindavík í kvöld. Ekki nóg með að lið hans hafi fengið stóran skell, þá var McCauley kýldur í hálfleik. 18.10.2024 00:02
„Hann kýldi mig“ Það er sjaldan lognmolla þegar DeAndre Kane stígur inn á körfuboltavöll. Hann lenti í áflogum við leikmann Hattar í hálfleik, kýldi frá sér og kveðst sjálfur hafa verið kýldur. Grindavík vann leikinn 113-84 og Kane ætlar að „flengja“ Hattar-menn aftur þegar liðin mætast næst. 17.10.2024 23:28
„Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, hafði helling að segja um DeAndre Kane, leikmann Grindavíkur, eftir 113-84 tap í Smáranum í kvöld. 17.10.2024 22:52
Uppgjörið: Grindavík - Höttur 113-84 | Grindavík enn með fullt hús stiga eftir stórsigur Grindavík vann stórsigur er liðið tók á móti Hetti í þriðju umferð Bónus deildar karla. Lokatölur 113-84 í Smáranum. Liðin höfðu bæði unnið fyrstu tvo leiki tímabilsins. 17.10.2024 19:31
„Við vorum bara niðurlægðir“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, upplifði sig niðurlægðan í Kaplakrika í kvöld þegar Gummersbach gjörsigraði heimamenn með nítján mörkum, 40-21. Hann telur tapið ekki marka heimsendi en segir unga leikmenn liðsins eiga mikla vinnu framundan. 15.10.2024 23:36
„Æðislegt að sjá svona marga Íslendinga sem halda með okkur“ „Við fengum tækifæri og nýttum það en ég held að þetta séu miklu stærri úrslit en hefðu þurft að vera, FH-ingar eru þó nokkuð betri en þeir sýndu í kvöld,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, umkringdur íslenskum Gummersbach aðdáendum eftir nítján marka stórsigur gegn FH. Lokatölur 21-40 í Kaplakrika. 15.10.2024 22:45
Uppgjörið: FH - Gummersbach 21-40 | Lærisveinar Guðjóns Vals sýndu enga miskunn FH beið algjört afhroð gegn þýska liðinu Gummersbach, lærisveinum Guðjóns Vals Sigurðssonar. Lokatölur 21-40 í Kaplakrika, í leik sem gestirnir áttu frá upphafi til enda. 15.10.2024 19:46
„Einstaklingsmistök að kosta okkur stigin og við þurfum að hætta því“ „Mjög stór mistök sem kosta okkur leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide rétt eftir að hann sussaði á Tyrki sem fögnuðu 4-2 sigri gegn Íslandi. 14.10.2024 21:34
„Við munum læra margt af þessu“ „Þið pressuðuð bara hærra,“ sagði Craig Bellamy, þjálfari Wales, aðspurður hverju íslenska liðið hefði breytt í hálfleik til að snúa leiknum sér í vil. Wales var tveimur mörkum yfir og hafði verið mun hættulegri aðilinn þegar flautað var til hálfleiks, en Ísland jafnaði leikinn og komst grátlega nálægt því að setja sigurmarkið undir lokin. 11.10.2024 21:37
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent