Heldur ekki áfram með Leicester Leicester City hefur gert samkomulag við Ruud van Nistelrooy og hann lætur af störfum sem þjálfari liðsins eftir að hafa mistekist að stýra því frá falli úr ensku úrvalsdeildinni. 27.6.2025 17:03
Uppgjörið: Serbía - Ísland 1-3 | Allt klappað og klárt fyrir EM Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu fara á góðum nótum upp í flugvélina til Sviss, með 3-1 sigur í æfingaleik gegn Serbíu að baki. Þær bundu þar með enda á langa sigurlausa hrinu og mæta Finnum fullar sjálfstrausts í fyrsta leik á EM. Tveggja marka forysta var tekin á innan við fimm mínútum ogSveindís Jane skoraði svo stórbrotið mark í seinni hálfleik eftir sprett upp allan völlinn. 27.6.2025 16:17
Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Daniel Obbekjær hefur yfirgefið herbúðir Breiðabliks og heldur nú aftur til Færeyja, þaðan sem hann kom fyrir ári síðan. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segir leikstíl liðsins ekki hafa hentað honum og Daniel sé of góður miðvörður til að sitja bara á bekknum. 27.6.2025 14:52
Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ísland varð að sætta sig við svekkjandi 38-35 tap í úrslitaleik gegn Serbíu um Forsetabikarinn, sautjánda sætið, á heimsmeistaramóti undir 21 árs landsliða í handbolta karla í dag. 27.6.2025 14:00
Liðsfélagi hjá AGF sannfærði Mikael um að semja við Djurgården Mikael Neville Anderson var sannfærður um að semja við sænska félagið Djurgården af liðsfélaga sínum hjá AGF, Svíanum Felix Beijmo. Yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu segir íslenska landsliðsmanninn hafa valið Djurgården fram yfir lið á meginlandi Evrópu. 27.6.2025 13:32
Pogba og Fati mættir til Mónakó Paul Pogba og Ansu Fati eru báðir mættir til Mónakó og munu gangast undir læknisskoðun í dag áður en þeir sem við félagið þar í bæ sem leikur í frönsku úrvalsdeildinni. 27.6.2025 11:02
Mikael orðinn leikmaður Djurgården Landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson hefur verið seldur frá danska félaginu AGF til Djurgården í Svíþjóð. 27.6.2025 08:55
Alexander Máni seldur til Midtjylland Hinn sextán ára ungi og efnilegi Alexander Máni Guðjónsson hefur verið seldur frá Stjörnunni til danska félagsins Midtyjlland. 27.6.2025 08:28
Byrjar meðferð vegna brjóstakrabbameins Camilla Herrem, landsliðskona Noregs síðustu átján ár og ein sigursælasta handboltakona allra tíma, mun hefja læknismeðferð í dag vegna brjóstakrabbameins sem hún greindist með. 27.6.2025 08:13
„Menn fundu aftur hvernig það er að vera í góðu liði“ Þjálfarinn Pep Guardiola var manna sáttastur með frammistöðu Manchester City í 5-2 sigri gegn Juventus í lokaleik riðlakeppninnar á heimsmeistaramóti félagsliða. Hann segir liðið ekki hafa spilað svona vel í mjög langan tíma. 27.6.2025 08:00