Ákvörðun um tveggja metra reglu gæti legið fyrir á næstu dögum Landlæknir segist reikna með því að sóttvarnalæknir sendi ráðherra minnisblað sitt sem inniheldur tillögur um aðgerðir vegna kórónuveirunnar í kvöld og að ákvörðun heilbrigðisráðherra geti legið fyrir á næstu dögum. 29.7.2020 17:56
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar greinum við frá áformum sóttvarnaryfirvalda um að herða á ný reglur um samkomur, heimsóknir á sjúkrahús og hjúkrunarheimili og jafnvel hertari reglur um flæði fólks til landsins vegna aukins fjölda fólks sem hefur greinst smitað af kórónuveirunni undanfarna daga. 29.7.2020 17:48
Sagði mótmælendur vera að ráðast gegn ríkisstjórninni Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr varði veru alríkislögreglumanna í borgum Bandaríkjanna í vitnisburði sínum fram fyrir þingnefnd í dag. Sagði hann mótmælendur í Portland vera að fremja árás gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna. 28.7.2020 23:49
Hljóti að vera fleiri smitaðir í samfélaginu „Það leiðir mann að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera einstaklingar milli þessara aðila þannig að fleiri úti í samfélaginu séu sýktir af þessari veiru,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag. 28.7.2020 22:49
Gáfu jákvæðar umsagnir um áfengissölu og styrktartónleika um verslunarmannahelgi Vestmannaeyjabær veitti í dag jákvæðar umsagnir við fimm umsóknum sem komu fyrir bæjarráð Vestmannaeyjabæjar í dag. 28.7.2020 21:47
Í sjálfheldu í Óshyrnuhlíðum Björgunarsveitir voru kallaðar til á sjöunda tímanum í kvöld eftir að göngukona hafði kallað eftir aðstoð en hún var í sjálfheldu í hlíðum fjallsins Óshyrnu sem stendur við Bolungarvík. 28.7.2020 20:18
Sjálfsmynd eftir Rembrandt keypt á 2,5 milljarða króna Sjálfsmynd máluð af hollenska málarameistaranum Rembrandt var í dag seld fyrir 14,5 milljónir punda, andvirði 2,5 milljarða króna, á stafrænu uppboði uppboðshaldarans Sotheby‘s. 28.7.2020 18:37
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar greinum við frá því að til greina kemur að herða á sóttvarnaraðgerðum vegna fjölgunar fólks sem smitast hefur af kórónuveirunni innanlands. 28.7.2020 17:30
Fyrstu kappræðurnar fara fram í Cleveland Fyrstu kappræðurnar, sem haldnar verða fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, munu fara fram í borginni Cleveland í Ohio 29. september næstkomandi. 27.7.2020 23:43
Yfir 650 þúsund látist af völdum veirunnar Heildarfjöldi greindra tilfella kórónuveirunnar á heimsvísu er nú orðinn meiri en sextán milljónir og hafa yfir 650 þúsund látist vegna veirunnar. 27.7.2020 22:23