TM hafnar með öllu forsíðufrétt Fréttablaðsins um viðræður um sameiningu Tryggingamiðstöðin hefur hafnað því að viðræður séu hafnar um mögulega sameiningu TM og Kviku banka líkt og greint er frá í forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgun. 1.7.2020 09:16
Baldur í togi og væntanlegur í höfn með kvöldinu „Staðan er góð, hann er kominn í tog. Hringur SH153 er að draga hann og eru að vinna upp hraða. Þetta er að ganga vel miðað við allt,“ segir Gunnlaugur Grettisson hjá Sæferðum spurður um stöðuna á Breiðafjarðarferjunni Baldri sem bilaði við Flatey í gærkvöldi. 30.6.2020 16:21
Ekki ljóst hve langan tíma mun taka að gera við Baldur Bilun kom upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri í gær sem varð þess valdandi að fjöldi fólks sat fast út í Flatey. 30.6.2020 14:12
Segir nánast allt að sem við kemur malbikun „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur Bítisins á Bylgjunni í þættinum í morgun. 30.6.2020 13:06
Fundu metamfetamín vafið fast um maga manns Karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að tæp 300 grömm af metamfetamíni og 1600 stykki af lyfseðilsskyldum lyfjum í fórum sínum við komuna til landsins fyrr í mánuðinum. 30.6.2020 12:08
Efnislega sammála um afglæpavæðingu en „vanda þyrfti mjög til verks“ Tillaga Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna, sem felld var á síðasta þingfundi sumarsins í nótt, hefði mátt vera í meira samhengi við aðrar aðgerðir og segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að tillagan hefði þurft að koma innan úr stjórnkerfinu þar sem málið hafi verið betur undirbúið. 30.6.2020 11:03
Gefa lítið fyrir handtökuskipunina Hvorki Interpol né Bandaríkjastjórn gefa mikið fyrir handtökutilskipun sem írönsk stjórnvöld gáfu út á hendur Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og 35 öðrum vegna dauða hershöfðingjans Qasem Soleimani í byrjun árs. 29.6.2020 23:38
Golden State morðinginn játaði á sig 13 morð Hinn 74 ára gamli Joseph DeAngelo játaði á sig 13 morð, fjölda nauðgana, innbrot og fleiri glæpi fyrir dómi í Sacramento í dag. 29.6.2020 22:34
Þrjú hlutu dóm fyrir innflutning fíkniefna Þrjú voru í dag dæmd til fangelsisvistar fyrir innflutning og skipulagningu innflutnings á kannabis og kókaíni til landsins frá Alicante um miðjan mars 2018. 29.6.2020 21:58
Sex mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið 217 tóbakskartonum Karlmaður var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar fyrir stórfelldan þjófnað úr Fríhafnarversluninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt þremur öðrum mönnum. 29.6.2020 20:20