Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að nauðga tíu ára dreng í Hafnarfirði um miðjan september síðastliðinn. Héraðssóknari hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manninum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taldi ekki ástæðu til að krefjast varðhalds yfir honum þegar málið var á borði embættisins. 9.1.2026 18:46
Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Danól, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur hafið innköllun á NAN Expert Pro HA 1 og NAN Pro 1 þurrmjólk með lotunúmerunum 51690742F4, 51180346AC og 51250346AC. Áður hafði verið tilkynnt sérstaklega að ekki væri ástæða til þess að innkalla þurrmjólkina hér á landi en þá hafði það verið gert í Noregi. 9.1.2026 16:37
„Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Einhverjir hafa vafalítið rekið upp stór augu þegar þeir komu auga á nafn Natans Kolbeinssonar á lista yfir stuðningsmenn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur. Natan er enda formaður Viðreisnar í Reykjavík. Hann kannast ekkert við að hafa skráð sig á listann og telur að hrekkjusvín hafi verið þar á ferð. 9.1.2026 15:56
Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ Karlmaður hefur verið dæmdur til átta mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir brot í nánu sambandi gagnvart föður sínum, með ofbeldi og hótunum, og brot gegn brottvísun af heimili. „Ég stúta honum. Ef hann drullar sér ekki niður eftir og reddar restinni, þá ber ég hann. Ég stúta honum. Ég stúta þér sko,“ er meðal þess sem hann var dæmdur fyrir að segja. 9.1.2026 12:09
Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Eldur Ólafsson, forstjóri námafyrirtækisins Amaroq á Grænlandi, segir stjórnvöld í Bandaríkjunum íhuga fjárfestingu í starfsemi félagsins. Í fyrstu viðskiptum í morgun hækkaði gengi félagsins um 10,7 prósent. Á mörkuðum erlendis hækkaði gengið um 19 prósent í gær. 9.1.2026 10:10
Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Mál karlmanns á fimmtugsaldri, sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega gegn tíu ára dreng í Hafnarfirði um miðjan september síðastliðinn, er komið á borð Héraðssaksóknara. 8.1.2026 13:31
Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Ólafur Orri Ólafsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri samstæðu Samskipa og tekur við keflinu af Kari-Pekka Laaksonen, sem gengt hefur starfinu frá árinu 2019. Ólafur Orri er sonur hjónanna Ólafs Ólafssonar og Ingibjargar Kristjánsdóttur, sem eru langstærstu eigendur Samskipa. 8.1.2026 11:48
Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Freyr Friðriksson, stofnandi og eigandi Kapps ehf. hefur ákveðið að hætta sem forstjóri félagsins og verður stjórnarformaður þess. Ólafur Karl Sigurðarson, sem gegnt hefur stöðu aðstoðarforstjóra Kapps, síðastliðið rúmt ár, tekur við sem forstjóri. 7.1.2026 12:49
Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM BHM hefur ráðið Ingvar Frey Ingvarsson í stöðu hagfræðings BHM. Hann kemur til BHM frá Læknafélagi Íslands en þar áður starfaði hann sem hagfræðingur hjá Samorku og hjá Samtökum verslunar og þjónustu. 7.1.2026 11:05
Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Róbert Wessman kveðst spenntur og brattur yfir framtíð Alvotech en hann lætur senn af starfi forstjóra félagsins. Hann verður áfram stjórnarformaður félagsins í fullu starfi og segist munu slappa af síðar. Hann hafi samþykkt að taka stöðu forstjóra að sér árið 2023 með því skilyrði að ráðstöfunin yrði tímabundin. 6.1.2026 17:03