Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur

Félagarnir Hlynur Snær Stefánsson og Zakarías Friðriksson hættu að nenna að standa í því að selja notaðar íþróttavörur á Facebook og hafa því boðað opnun Sportbássins. Þangað getur fólk komið með íþróttavörur sem safna ryki og þeir sjá um að koma þeim í verð.

Játaði gróft of­beldi gegn eigin for­eldrum og að hafa ekið á mann

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir mikinn fjölda brota, sem beindust meðal annars að foreldrum hans. Auk þess að beita þá líkamlegu ofbeldi kallaði hann móður sína hóru og ógeð og sagðist vona að faðir hans létist sem fyrst. Hann játaði sök í öllum ákæruliðum.

Sérsveitin hand­tók mann í Garða­bæ

Sérsveit ríkislögreglustjóra handtók karlmann í Urriðaholti í Garðabæ um klukkan 12:40 í dag. Hann er grunaður um eignaspjöll í miðbæ Reykjavíkur.

Tekjur jukust um helming milli ára

Tekjur Arctic Truck International námu 1,47 milljarði króna árið 2024 og jukust um 46 prósent frá fyrra ári. Hagnaður ársins nam 105,7 milljónum króna, samanborið við 82,9 milljónir árið áður. Eigið fé samstæðunnar í árslok var 444,6 milljónir króna, þar af 89,3 milljónir í hlutafé.

Gosmóðan fýkur á brott

Gosmóðan sem hefur gert íbúum suðvesturhornsins lífið leitt síðustu daga fýkur að öllum líkindum á brott í norðaustur með vaxandi suðvestanátt í fyrramálið. Hennar verður þó enn vart á Suðurnesjum.

Brottfararstöð dóms­mála­ráð­herra komin í samráðsgátt

Dómsmálaráðherra hefur kynnt í samráðsgátt stjórnvalda áform um frumvarp til laga um brottfararstöð. Frumvarpið kveður á um heimildir og skilyrði fyrir vistun útlendings á brottfararstöð vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar.

Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bíl­stjóra

Auður Jónsdóttir rithöfundur segist forviða eftir atvik sem hún lenti í við Ingólfstorg í síðustu viku. Þar hafi lítill hópur fólks reynt að koma í veg fyrir það að hún settist upp í leigubíl sem afrískur maður ók. Hún hafi látið varnaðarorð fólksins sem vind um eyru þjóta og átt ánægjulega ferð með manninum. 

Róðurinn þungur en hefur ekki á­hyggjur af Play

Flugfélagið Play sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær og gerir ráð fyrir tveggja milljarða króna tapi á öðrum ársfjórðungi. Gengi hlutabréfa félagins er í lægstu lægðum en greinandi hefur ekki áhyggjur af félaginu.

Sjá meira