Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Í aðgerðapakka stjórnvalda í þágu fjölmiðla felst tillaga að lagabreytingu um að fella brott kvöð um fjölda útvarpsstöðva sem Ríkissjónvarpið þarf að halda úti, það er að segja tveimur. Útvarpsstjóri segir ekki í farvatninu að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild til þess. 19.12.2025 17:04
Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Hæstiréttur mun kveða upp seinni tvo dómana í Vaxtamálinu svokallaða á mánudag. Rétturinn hefur frest til annars vegar gamlársdags og hins vegar 5. janúar til þess að kveða upp dóma í málunum tveimur. 19.12.2025 15:26
Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Birkir Ingibjartsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og arkitekt, sækist eftir þriðja til fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. 19.12.2025 15:18
Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Meðal boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar í þágu fjölmiðla er að hluti auglýsingatekna Ríkissjónvarpsins mun renna til einkarekinna fjölmiðla. Þá verður sett þak á auglýsingatekjur Rúv og allar tekjur umfram það renna til einkarekinna fjölmiðla. Þá verður stuðningur við fjölmiðla sem sinna skilgreindu almannaþjónustuhlutverki aukinn. 19.12.2025 14:22
Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Logi Einarsson, menningar,- nýsköpunar og háskólaráðherra, kynnir tillögur að aðgerðum í málefnum fjölmiðla á blaðamannafundi klukkan 14. Fylgjast má með kynningu hans í beinni útsendingu á Vísi. 19.12.2025 13:13
Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sérsveit Ríkislögreglustjóra er að störfum á Selfossi að beiðni Lögreglunnar á Suðurlandi. 19.12.2025 13:10
Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Kristjáns Markúsar Sívarssonar, um að rétturinn tæki fyrir líkamsárásarmál hans. Hann vildi meina að Landsréttur hefði dæmt hann að ósekju fyrir að kasta óþekktum hlut í höfuð konu, með þeim afleiðingum að hún hlaut höfuðkúpubrot. 19.12.2025 10:42
Breyta nafni Ölgerðarinnar Stjórn Ölgerðarinnar tók ákvörðun á fundi þann 18. desember 2025 að hefja undirbúning að breyttu skipulagi samstæðu Ölgerðarinnar. Nýtt dótturfélag með sama nafni verður stofnað um þá starfsemi Ölgerðarinnar sem snýr að drykkjarvöruhluta fyrirtækisins. Samhliða því verður nafni móðurfélags samstæðunnar, sem verður áfram skráð í kauphöllinni, breytt í Bera. 18.12.2025 17:22
Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Stefnir, sem rekur sex sjóði fyrir verktaka sem bjóða upp á svokallað sameignarform í fasteignaviðskiptum, hefur gjörbreytt forminu í kjölfar breytinga sem Seðlabankinn gerði nýverið á lánþegaskilyrðum. Breytingarnar fela í sér að leiga fyrir eignarhlut verktakans verður greidd mánaðarlega í stað þess að safnast upp. 17.12.2025 16:19
Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Gunnar Jónsson lögfræðingur hefur hafið störf hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS. Hann kemur til samtakanna frá lögmannsstofunni Logos. 17.12.2025 15:48