Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fækka eftir­lits­aðilum veru­lega

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson og atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, kynntu í dag á sameiginlegum fundi ráðuneytanna áform um að gera leyfisveitingar og eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum einfaldara og skilvirkara auk þess að bæta þjónustu. Með breytingunum fækkar eftirlitsaðilum úr ellefu í tvo.

Vilja sam­ræmd próf og móttökudeildir fyrir inn­flytj­endur

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu um fimm aðgerðir í menntamálum. Þeir vilja að samræmd próf verði tekin upp, námsmat verði byggt á talnakvarðanum 1 upp í 10, símar verið bannaðir í skólum, móttökudeildum verði komið á fót fyrir innflytjendur og að sett verði skýrt markmið um betri árangur í PISA-könnunum.

„Hann er svo­lítið eins og Ragnar Reykás“

Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum gefur lítið fyrir orð fjármálaráðherra, sem sagði í dag að ekki væri hægt að kenna hækkun veiðigjalda um uppsagnir fimmtíu starfsmanna Vinnslustöðvarinnar. 

Ná­granni hafði betur og verk­stæðið verður ekki endur­byggt

Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að samþykkja umsókn um leyfi til að endurbyggja stálgrindarhús að Grettisgötu 87 hefur verið ógilt. Húsið hýsti um árabil réttingarverkstæði þangað til að það brann árið 2016 í kjölfar íkveikju.

Krafa um ís­lensku leiði til minni sam­keppni og hærra verðs

Félag atvinnurekenda telur boðaða reglugerðarsetningu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, um merkingar einnota plastvara munu leiða til minni samkeppni og hærra verðs á dagvörumarkaði. Þá gætu breytingar leitt til þess að lækkun svokallaðs bleiks skatts dragist til baka.

Á­kærður fyrir að bera sig í­trekað

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir blygðunarsemisbrot gegn þremur konum og kynferðislega áreitni gegn einni, með því að hafa ýmist sýnt konunum kynferðislegt myndefni, berað sig fyrir þeim eða bæði.

Sjá meira