Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Verð­bólgan hjaðnar þvert á spár

Verðbólga hjaðnaði úr fjögur prósent í 3,8 prósent milli mánaða þvert á spár viðskiptabanka, sem höfðu spáð óbreyttri verðbólgu. 

Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálf­stæðan rekstur en heldur eftirlaununum

Helgi Magnús Gunnarsson, sem lét nýlega af embætti vararíkissaksóknara, hefur fengið lögmannsréttindin sín afhent á ný eftir að þau höfðu legið inni í 24 ár. Hann stefnir á sjálfstæðan rekstur sem lögmaður en mögulegar tekjur sem hann hefur af honum munu engin áhrif hafa á eftirlaun hans hjá ríkinu. Níu ár eru í að hann nái eftirlaunaaldri.

Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina ör­laga­ríku

Maður sem er bæði grunaður um stuld á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku og í Hamraborgarmálinu svokallaða gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað við aðalmeðferð Gufunesmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hann sagði að honum hefði verið boðið með til Þorlákshafnar kvöldið fyrir nóttina örlagaríku þegar atburðir málsins áttu sér stað.

Móðirin á­fram í haldi og hús­leit á Ír­landi

Gæsluvarðhald yfir frönsku konunni, sem grunuð er um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana, hefur verið framlengt um fjórar vikur. Að þeim tíma liðnum mun hún hafa mátt dúsa í gæsluvarðhaldi lengur en lög gera almennt ráð fyrir.

Til skoðunar að flytja Sjálf­stæðis­flokkinn úr Val­höll

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins samþykkti í gærkvöldi tillögu Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns flokksins, um að skipa þriggja manna húsnæðisnefnd til þess að skoða framtíðartilhögun húsnæðismála flokksins. Heimildir Vísis herma að til skoðunar sé að flytja höfuðstöðvar flokksins úr Valhöll.

Vilja halda leiðbeinandanum á­fram bak við lás og slá

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir manni sem grunaður er um kynferðisbrot í starfi sínu sem leiðbeinandi á leikskólanum Múlaborg. Lögregla rannsakar nú ábendingar um brot gegn fleiri börnum á leikskólanum og segir rannsókn miða vel.

„Á­fengið þarf að vera er­lendis þegar þú pantar það“

Sviðsstjóri ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ekki hefði verið ákært fyrir netverslun með áfengi nema lögregla væri fullviss um að salan væri ólögmæt. Engu máli skipti þótt áfengi sé í eigu erlends fyrirtæki ef það er ekki erlendis þegar það er selt.

Her­mann tekur við söluarmi Sam­herja

Hermann Stefánsson tók við sem framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood ehf. í júní þegar Gústaf Baldvinsson lét af störfum eftir að hafa st‎ýrt félaginu frá stofnun, árið 2007. Ice Fresh Seafood er sölu- og markaðsfyrirtæki Samherja.

Sjá meira