Telja sig vita hvernig maðurinn lést Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi, á andláti manns sem fannst illa leikinn í Gufunesi í Reykjavík í mars og lést í kjölfarið, er á lokametrunum og gert er ráð fyrir því að Héraðssaksóknari taki við málinu á allra næstu dögum. 15.5.2025 15:44
Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Hæstiréttur hefur veitt Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins áfrýjunarleyfi í máli áfengisinnflytjandans Distu á hendur stofnuninni vegna áfenga koffíndrykksins Shaker. Landsréttur taldi ÁTVR ekki stætt á því að neita að taka drykkinn í sölu til reynslu á grundvelli lýðheilsusjónarmiða. 15.5.2025 15:05
Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Gjaldið sem Reykjavíkurborg ætlaði að rukka Landssamband hestamannafélaga fyrir Miðbæjarreiðina svokölluðu var 477,5 þúsund krónur. Hestamennirnir létu ekki bjóða sér það og hættu við reiðina. Ráða hefði þurft níu starfsmenn til að loka götum fyrir reiðina og útvega dælubíl. 15.5.2025 12:30
Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Miðbæjarreið Landssambands hestamannafélaga mun að óbreyttu ekki fara fram í ár. Ástæðan er sögð viðburðargjald sem Reykjavíkurborg hyggist innheimta fyrir viðburðinn. 15.5.2025 10:40
Landsbankinn við Austurstræti falur Landsbankinn hefur auglýst hús bankans við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14 í Reykjavík til sölu. Óskað er eftir tilboðum í húsin sem verða aðeins seld í einu lagi. 15.5.2025 09:58
Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ekki tekið ákvörðun um að stækka útboðið í Íslandsbanka. Áskriftir bárust samdægurs í tuttugu prósenta hlut sem boðinn var út í fyrradag og í heild hefur margföld umframáskrift borist í hlutinn. Heimild til að stækka útboðið kann að verða nýtt í ljósi þessa. 15.5.2025 09:28
„Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veðurfræðingur segir dýrlegt veður verða á öllu landinu verða næstu daga. Fólk skuli fara varlega með eld og vökva þær plöntur sem það vill að lifi þurrkatíðina af. 14.5.2025 21:32
Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Isavia um áfrýjunarleyfi í máli flugumferðarstjóra á hendur félaginu. Landsréttur taldi Isavia ekki hafa mátt segja manninum upp af þeim sökum einum að hann væri orðinn 63 ára. 14.5.2025 20:22
Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Fjölskylda í Hafnarfirði, sem svaf úti í garði um tíma og flutti svo úr húsi sínu vegna myglu, fær ekki krónu úr hendi seljenda. Kröfur þeirra voru ekki settar fram fyrr en tæpum fjórtán árum eftir kaupin og því var réttur þeirra til að bera ætlaða vanefnd fyrir sig talinn „löngu niður fallinn.“ 14.5.2025 18:15
Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Hæstiréttur hefur neitað beiðni Landsbankans um áfrýjunarleyfi í Borgunarmálinu svokallaða. Landsréttur sýknaði kaupendur Borgunar af öllum kröfum bankans, sem vildi fá skaðabætur vegna upplýsinga sem bankinn taldi kaupendur hafa búið yfir fyrir kaupin en ekki bankinn. 14.5.2025 15:49