EastJet flýgur til Basel og Lyon Breska flugfélagið easyJet bætti í dag við Basel Mulhouse í Sviss og Lyon í Frakklandi sem áfangastöðum frá Keflavíkurflugvelli á áætlun félagsins fyrir sumarið 2025. Sala miða er þegar hafin. 19.12.2024 12:26
Margrét áfram rektor á Bifröst Stjórn Háskólans á Bifröst hefur boðið Dr. Margréti Jónsdóttur Njarðvík rektor að framlengja ráðningu hennar um fimm ár eða frá 1. ágúst 2025 til 1. júlí 2030. 19.12.2024 12:24
Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Borgaryfirvöld í serbnesku höfuðborginni Belgrad hafa ákveðið að gera notkun almenningssamgangna í borginni gjaldfrjálsa frá og með áramótum. Er þetta liður í því að reyna að létta á umferð í borginni og draga úr töfum. 19.12.2024 07:53
Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Lægð nálgast nú landið úr vestri og fylgir henni ákveðin suðaustanátt seinnipartinn og snjókoma með köflum á Suður- og Vesturlandi, en slydda eða rigning við ströndina. 19.12.2024 06:58
Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Veltan á fasteignamarkaði hefur verið töluverð ef miðað er við árstíma, þrátt fyrir að hafa dregist nokkuð saman frá því í vor. Mest hefur dregið úr veltu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eftir því sem Grindavíkuráhrif hafa fjarað út. Tómar íbúðir á landinu eru fleiri en 10 þúsund eða um 6,5 prósent allra fullbúinna íbúða. 19.12.2024 06:27
Ráðist á ferðamann í borginni Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til eftir að ferðamaður hafði orðið fyrir líkamsárás í Reykjavík í gær. 19.12.2024 06:17
Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Skjálfti 3,2 að stærð varð við Grjótarvatn, um 26 kílómetrum norður af Borgarnesi, klukkan 22:50 í gærkvöldi. 19.12.2024 06:07
Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa ekið bíl undir áhrifum áfengis og svefnleysis og á tvo gangandi vegfarendur sem slösuðust. Þá hafi hann hvorki komið hinum slösuðu til aðstoðar eða tilkynnt málið til lögreglu, en þess í stað flutt þau sem slösuðust af vettvangi. 18.12.2024 14:51
Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Hæstiréttur Frakklands staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm fyrir forsetanum fyrrverandi, Nicolas Sarkozy. Tvö ár skulu vera skilorðsbundin en hann mun geta afplánað það þriðja með því að bera ökklaband. 18.12.2024 14:20
Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Reykjavíkurborg hefur gert þjónustusamning við Sporið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiðinni og á Rauðavatni í vetur. 18.12.2024 13:33