Cecilie tekur við af Auði Cecilie C. Ragnheiðardóttir Gaihede hefur verið ráðin nýr forstöðumaður Myndlistarmiðstöðvar til fimm ára frá 1. desember 2025. 29.10.2025 09:54
Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Skjálfti 3,2 að stærð varð í Mýrdalsjökli klukkan 00:41 í nótt. 29.10.2025 08:03
Þriðju kosningarnar á fjórum árum Hollendingar ganga að kjörborðinu í dag þar sem haldnar eru þriðju þingkosningarnar í landinu á fjórum árum. Þó að kannanir bendi til að Frelsisflokkur Geert Wilders verði stærstur eru taldar litlar líkur á að flokkurinn muni geta leitt ríkisstjórn að loknum kosningum. 29.10.2025 07:31
Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Talsverð snjókoma hefur verið á suðvesturhorni landsins og áfram er spáð mikilli snjókomu í dag. Svæðisbundin snjóflóðaspá hefur verið uppfærð í appelsínugulan, sem þýðir töluverð hætta á snjóflóðum. 28.10.2025 13:34
Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Advania hefur sameinað þjónustuupplifun og markaðsmál undir einn hatt og mun Anita Brá Ingvadóttir veita sviðinu forstöðu. Starfar hún á nýstofnuðu sviði fjármála, mannauðs og samskipta. 28.10.2025 10:06
Jónas Már til Réttar Lögmannsstofan Réttur hefur ráðið Jónas Má Torfason sem sérhæfðan ráðgjafa með áherslu á ráðgjöf á sviði banka-, fjármála- og fyrirtækjaréttar. 28.10.2025 09:08
Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Miklar tafir eru enn á stóru umferðaræðunum til Reykjavíkur vegna umferðaróhappa og ökutækja sem eru á sumardekkjum. Viðbragðsaðilar eru í mikilli hættu þegar þeir eru að reyna að aðstoða ökumenn sem eiga í erfiðleikum vegna þess að ökumenn aka ekki varlega í þessari færð. 28.10.2025 08:59
Játar að hafa myrt Shinzo Abe Fjörutíu og fimm ára karlmaður, Tetsuya Yamagami, hefur viðurkennt að hafa myrt Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, á útifundi árið 2022. Réttarhöld í máli Yamagami hófust í borginni Nara í vesturhluta Japans í morgun. 28.10.2025 07:41
Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Nokkuð er um að bílar hafi farið út af Reykjanesbraut í morgun, en snjó hefur kyngt niður á suðvesturhluta landsins í nótt. 28.10.2025 07:21
Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Ingunn Margrét Ágústsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. 27.10.2025 14:23