Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Síðasta lægðin í bili gengur nú norður yfir landið og hefur snjóað eða rignt frá henni í flestum landshlutum í nótt. 2.4.2025 07:17
Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um tvo menn að stela í verslun í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Þegar starfsmenn verslunarinnar hafi haft afskipti af þeim réðust mennirnir á starfsmennina og höfðu í hótunum. 2.4.2025 07:12
Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund i dag til að fjalla um skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis fyrir árið 2024. 1.4.2025 08:57
Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Fjórir vel þekktir kvikmyndaleikarar hafa verið ráðnir til að túlka sjálfa Bítlana – þá Paul McCartney, John Lennon, George Harrison og Ringo Starr – í nýjum kvikmyndum bandaríska leikstjórans Sam Mendes sem áætlað er að verði sýnd 2028. 1.4.2025 08:54
Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi. 1.4.2025 07:03
Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan kalda eða stinningskalda og dálitlum skúrum eða éljum í dag, en þurru og björtu veðri á Norðaustur- og Austurlandi. 1.4.2025 06:53
Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur lýst yfir viku langri þjóðarsorg vegna jarðskálftanna sem riðu yfir í landinu í síðustu viku og nú í morgun var þögn í öllu landinu á sama tíma og skjálftinn reið yfir. 1.4.2025 06:39
Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi sem felur í sér að samþykki annarra eigenda eigna í fjölbýlishúsi verði ekki lengur skilyrði fyrir því að einstaklingur megi halda hund eða kött í fjölbýli – sama þó að íbúðir deili sameiginlegum stigagangi. 1.4.2025 06:17
Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um mann með hníf á hóteli í Reykjavík. Maðurinn hafði lent í útistöðum við annan mann þegar hann tók upp hníf og ógnaði með honum. Skömmu síðar var maðurinn handtekinn á vettvangi og fluttur í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. 1.4.2025 06:02
Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Skrifstofustjóri borgarstjórnar Reykjavíkur telur ekki ástæðu til að uppfæra eldra minnisblað varðandi hæfi Björns Gíslasonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, til að taka sæti í menningar- og íþróttaráði Reykavíkurborgar. Hann telst enn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu vegna stöðu sinnar innan íþróttafélagsins Fylkis. 31.3.2025 08:39