Viðskipti innlent

Kol­finna ráðin markaðs­stjóri hjá Drift EA

Atli Ísleifsson skrifar
Kolfinna María Níelsdóttir.
Kolfinna María Níelsdóttir. Sindri Swan

Kolfinna María Níelsdóttir hefur verið ráðin leiðtogi markaðs- og viðburðamála hjá Drift EA.

Í tilkynningu segir að Kolfinna bætist þar með í kjarnateymi Driftar EA sem hafi það að markmiði að efla frumkvöðla- og nýsköpunarumhverfi á Norðurlandi.

„Kolfinna er með BA-gráðu í félagsvísindum frá Háskólanum á Akureyri og stundaði meistaranám í ferðamálafræði og samfélagsgreiningum við Álaborgarháskólann í Kaupmannahöfn. Hún býr yfir víðtækri reynslu af markaðs- og nýsköpunarstarfi, en áður starfaði hún m.a. sem verkefnastjóri kynningarmála hjá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og hefur síðustu fjögur ár leitt markaðs- og nýsköpunarstarf hjá Eimi, félags um bætta nýtingu auðlinda á Norðurlandi,“ segir í tilkynningunni. 

Þá segir að Kolfinna hafi gegnt lykilhlutverki í verkefnum á borð við nýsköpunarverkefnið Norðanátt og meðal annars haft umsjón með skipulagi Fjárfestahátíðar á Siglufirði. „Hún hefur víðtæka reynslu af stefnumótun og miðlun, meðal annars á sviði samfélagsmiðla, vefsíðugerðar og markaðsefnis, kynningarstarfi í alþjóðlegum samstarfsverkefnum og skipulagningu viðburða af ýmsum toga,“ segir í tilkynningunni. 

Drift EA var stofnað í lok 2024 með það að markmiði að styðja við frumkvöðla, nýsköpun og atvinnulífið á Akureyri og í Eyjafirði með aðstöðu, faglegri ráðgjöf, fjármagni, tengslaneti og viðburðum sem efla nýsköpun og verðmætasköpun í heimabyggð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×