Fréttamaður

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Auður Ösp er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ís­lensk kona stefnir Boston borg: „Hún óttast stöðugt að vera sett í fangelsi“

Íslensk kona sem búsett er í Boston hefur höfðað skaðabótamál á hendur borginni, borgarstjóra og fleiri aðilum fyrir óréttmæta lögsókn sem höfðuð var á hendur henni vegna þjófnaðarbrots á seinasta ári. Heldur konan því fram að brotið hafi verið á stjórnarskrárbundnum réttindum hennar á margvíslegan hátt og fer hún fram á þrjár og hálfa milljón dollara í bætur.

Komu tómhent heim af fæðingardeildinni

„Eitt af því sem yfirlæknirinn á vökudeildinni sagði við okkur á sínum tíma var að það væri bara tvennt í stöðunni hjá okkur: annað hvort myndi þetta verða of erfitt fyrir okkur og við myndum hætta saman eða við ættum eftir að koma sterkari saman út úr þessu,“ segir Friðrik Svavarsson en hann og sambýliskona hans Steinunn Erla Davíðsdóttir hafa undanfarið ár gengið í gegnum langt og erfitt sorgarferli.

Svona leit Kefla­víkur­flug­völlur út árið 1982

Flugstöð Leifs Eiríkssonar var vígð árið 1987 og urðu þá tímamót í flugsögu Íslendinga. Fram að því þjónaði Keflavíkurflugvöllur allri farþegaumferð, og þar voru aðstæðurnar öllu frumstæðari en við þekkjum í dag.

Svona leit Reykjavík út árið 1970

Í upphafi áttunda áratugarins var miðborg Reykjavíkur töluvert öðruvísi en í dag. Þar sem nú er verslunarhúsnæði var áður Morgunblaðshúsið. Þar sem nú er veitingastaðurinn Hjá Jóni var áður Landsíminn og þar sem nú er veitingastaðurinn Apótekið var áður raunverulegt apótek.

Fór frá því að vera heimilis­laus fíkill yfir í að vera há­skóla­nemi og móðir

Fyrir sjö árum síðan var Ásdís Birna Bjarkadóttir í harði neyslu fíkniefna og bjó á götunni. Í dag hefur hún lokið fyrsta ári í sálfræði, starfar hjá Velferðferðarsviði og Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og er orðin móðir. Hún er ein af þeim sem nýtt hafa skaðaminnkandi úrræði á vegum Frú Ragnheiðar og segir þjónustuna hafa skipt sköpum.

Smáhýsin í Laugardal standa enn auð

Smáhýsi fyrir heimilislaust fólk í Laugardal, sem reist voru í lok febrúar standa enn auð. Ragnar Erling Hannesson, sem hefur beitt sér í málefnum heimilislausra segir ástandið í málaflokknum grafalvarlegt.

Hjólaslys í Laugardal

Lögregla og sjúkrabílar voru kölluð til í Laugardal nú fyrir stundu vegna einstaklings sem fallið hafði af rafmagnshlaupahjóli.

Þurfa að fara í „veiði­­ferð“ til að nálgast metan

„Við erum að kljást við það lúxusvandamál að það hefur aldrei verið selt meira af metan heldur en um þessar mundir. Eftirspurnin hefur vaxið umfram það sem við höfum getað framleitt,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson upplýsingafulltrúi Sorpu.

Nicola Sturgeon handtekin í tengslum við fjármálamisferli

Nicola Sturgeon, fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands var handtekin nú í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn sem stendur yfir á fjármögnun og fjármálum Skoska þjóðarflokksins. Grunur leikur á að flokkurinn hafi misfarið með kosningaframlög uppá 600 þúsund pund.

Sjá meira