Íslendingur dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás á Jótlandi Dómstóll í Hjørring á Jótlandi hefur dæmt 46 ára Íslending í þriggja ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás og fíkniefnavörslu. Þá er honum vísað úr landi. 23.3.2023 15:21
„Ég þykist vita að Heimildin sé komin í ákveðna klemmu" „Ég mun ekki gefa upp nákvæmlega hvernig ég fékk þessar upplýsingar staðfestar eða hverja ég talaði við en ég get sagt að ég hefði aldrei komið fram með þessar ásakanir ef ég hefði ekki verið búinn að fá þetta allt saman hundrað prósent staðfest,“ segir Frosti Logason fjölmiðlamaður í samtali við Vísi. 23.3.2023 12:38
Kötturinn Gosi komst í leitirnar eftir þrjár vikur í frosti og kulda „Augnablikið þegar ég kom með Gosa upp í bústað og lagði hann í fangið á drengnum mínum, það var algjörlega stórkostlegt. Ég verð að viðurkenna að það kom alveg smá ryk í augað á manni,“ segir Valgeir Ólason, eigandi kattarins Gosa. 22.3.2023 13:57
Reykjanesbær skrifar undir samstarfssamning við Samtökin 78 Reykjanesbær hefur skrifað undir samstarfssamning við Samtökin 78 um hinsegin fræðslu, ráðgjöf og stuðning til handa nemendum og starfsfólki sveitarfélagsins sem starfa með börnum og ungmennum í sínu daglega skóla- íþrótta- og tómstundastarfi. 21.3.2023 23:37
„Líklegast er síðasta barnið með Downs heilkenni þegar fætt á Íslandi“ „Ég held í vonina. Að með því að opna á lífið með Ídu okkar sjái fleiri að börn eru allskonar. Og að þó svo að við kunnum að skima er ennþá frjálst val að eyða,“ segir Katrín Árnadóttir móðir sjö ára stúlku með Downs heilkenni. 21.3.2023 22:55
Hellisheiði og Þrengslum lokað Veginum um Hellisheiði og Þrengsli hefur verið lokað vegna veðurs. Þá hefur hringveginum verið lokað á á milli Skóga og Víkur og milli Lómagnúps og Jökulsárlóns. Hálkublettir eru víða. 21.3.2023 20:36
1157 börn á biðlista fyrir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð Þeim börnum sem bíða eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna hefur fjölgað töluvert frá því umboðsmaður barna kallaði fyrst eftir upplýsingum um bið barna eftir þjónustu í desember 2021. Þá biðu 738 börn en þau voru 830 í september 2022. Í febrúar 2023 voru þetta 1157 börn sem öll höfðu beðið lengur en þrjá mánuði. Það eru því 419 fleiri börn sem bíða nú eftir greiningu borið saman við desember 2021. 21.3.2023 19:21
Fjórir hljóta viðurkenningar Íslenska sjávarklasans Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis, -orku og loftslagsráðherra veitti í dag, þriðjudaginn 21. mars, fjórar viðurkenningar til fólks eða fyrirtækja sem eflt hefur samstarf og nýsköpun innan Sjávarklasans. Viðurkenningarnar voru veittar í Húsi sjávarklasans. 21.3.2023 19:14
Samstarfssamningur ríkislögreglustjóra og Samtakanna ´78 undirritaður Ríkislögreglustjóri og Samtökin ´78 hafa gert með sér samstarfssamning um áframhaldandi hinsegin fræðslu, ráðgjöf við rannsóknir og þróun á verklagi og nýju fræðsluefni fyrir lögreglu. 21.3.2023 17:25
Umdeilt uppátæki íslenskra tvíburasystra vekur heimsathygli Meðfylgjandi myndskeið hefur vakið talsverða athygli eftir að tvíburasysturnar Hrönn og Hrefna Ósk Jónsdætur birtu það á TikTok síðu sinni nú á dögunum. Systurnar voru staddar í Leifsstöð á leið til Bandaríkjanna í síðasta mánuði þegar þær ákváðu að prófa að skiptast á vegabréfum og sjá hvort landamæraverðir myndu taka eftir muninum. 20.3.2023 20:40