Umdeilt uppátæki íslenskra tvíburasystra vekur heimsathygli Meðfylgjandi myndskeið hefur vakið talsverða athygli eftir að tvíburasysturnar Hrönn og Hrefna Ósk Jónsdætur birtu það á TikTok síðu sinni nú á dögunum. Systurnar voru staddar í Leifsstöð á leið til Bandaríkjanna í síðasta mánuði þegar þær ákváðu að prófa að skiptast á vegabréfum og sjá hvort landamæraverðir myndu taka eftir muninum. 20.3.2023 20:40
Skora á Íslandspóst að halda áfram rekstri póstafgreiðslu í Mjóddinni Borgarstjórn Reykjavíkur skorar á Íslandspóst ohf. að halda áfram rekstri póstafgreiðslu í Mjóddinni í Breiðholti. Í tillögu sem tekin verður fyrir á fundi borgarstjórnar á morgun kemur meðal annars fram að þrátt fyrir fyrirhugaðar breytingar sé ljóst að rekstur pósthúsa verður áfram veigamikill hluti af starfsemi fyrirtækisins. Þá séu fyrirhugaðar breytingar slæmar fyrir flesta þá sem eiga erindi í póstafgreiðslu og hyggjast nota almenningssamgöngur til þess. 20.3.2023 18:23
Segir fimm milljónir króna fyrir sjónmissi hlægilegar bætur Darius Osirus Kazlan varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Kaffibarnum í febrúar 2018 sem leiddi til þess að hann missti sjón á vinstra auga. Fimm ár liðu þar til hann fékk bótagreiðslu frá ríkissjóði. Þar spilaði inn í að ofbeldismaðurinn flúði fyrst land og lést svo eftir að dómur var kveðinn upp. Darius telur bótagreiðsluna allt of lága fyrir sjónmissi. 19.3.2023 09:04
„Ljóst að það er sýklalyfjaskortur í heiminum“ „Við höfum verið að bregðast við með að veita afslætti á skráningarferlum, og vera með hvata til að koma lyfjum úr undanþágukerfinu í markaðsetta hlutann hjá okkur. Það veitir okkur aukið öryggi í sambandi við birgðir og fleira,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar í samtali við Vísi. 18.3.2023 17:00
Þarf að gera sér ferð til Íslands til að endurnýja rafræn skilríki Íslendingar sem enda með týnd eða útrunnin rafræn skilríki erlendis geta ekki látið virkja þau á ný nema mæta á skráningarstöð á Íslandi. 18.3.2023 15:00
Landsréttur þyngir dóm vegna kynferðisbrots gegn þroskaskertum manni Landsréttur hefur þyngt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni sem dæmdur var í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart þroskahömluðum manni. Maðurinn var sóttur til saka fyrir að hafa í tvö skipti haft kynferðismök við manninn en nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart manninum, sem er með þroskahömlun og gat ekki skilið þýðingu verknaðarins. 17.3.2023 23:05
Framlengja gæsluvarðhald yfir byssumanninum Gæsluvarðhald yfir karlmanni um þrítugt var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur framlengt til miðvikudagsins 22. mars. 17.3.2023 15:49
Gina Tricot opnar á Íslandi í dag Sænska tískufatakeðjan Gina Tricot opnar í dag nýja netverslun á Íslandi, ginatricot.is. 17.3.2023 11:33
Kári lagði Persónuvernd Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun Persónuverndar um að Íslensk erfðagreining hefði brotið persónuverndarlög í þremur málum sem sneru að notkun blóðsýna sjúklinga með Covid-19. 16.3.2023 17:11
Íslensk vegabréf í 21. sæti Íslenskir ríkisborgarar geta ferðast til 147 landa án þess að þurfa til þess fyrirframfengna vegabréfsáritun („visa“). Þá geta handhafar íslenskra vegabréfa ferðast til 28 landa án þess að framvísa vegabréfi. 16.3.2023 15:26