Hætta áætlunarflugi á milli Íslands og New York Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur tekið úr sölu allar flugferðir á milli Keflavíkur og Newark flugvallar í New York. 31.1.2023 18:55
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Víðtækar aðgerðir sem Efling boðaði til í dag munu lama starfsemi flestra stærstu hótela borgarinnar, dreifingu eldsneytis um landið og hafa mikil áhrif á dreifingu Samskipa á vörum. Félagsdómur tók fyrir í dag stefnu Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu vegna boðunar verkfalla sem eiga að hefjast á þriðjudag. 31.1.2023 17:46
„Það kom tiltölulega fljótt í ljós að það var enginn hjartsláttur“ „Sorg, allvega eins og ég upplifi hana, fer svo mikið í að hugsa um hvað hefði orðið. Hvað tækifæri við áttum varðandi framtíðina. Og þó við hefðum aldrei fengið að halda á honum lifandi, þá vorum við byrjuð að plana, við vorum búin að sjá fyrir okkur í höfðinu hvernig lífið yrði. Alls konar væntingar og vonir, sem urðu svo ekki,“ segir Jón Þór Sturluson. 31.1.2023 17:44
Hafa samþykkt verkfallsboðun Starfsmenn Íslandshótela hafa samþykkt boðun um verkfallsaðgerðir. Rafræn atkvæðagreiðsla sem hófst á hádegi síðastliðinn þriðjudag lauk nú fyrir stuttu. Verkfall hefst í næstu viku, hafi samningar ekki náðst. 30.1.2023 22:04
Mega ekki skíra barnið sitt Kisu Xavier, Æja, Klaría og Hyrrokkin eru á meðal þeirra eiginnafna sem samþykkt voru á fundi mannanafnanefndar fyrr í mánuðinum. 30.1.2023 21:22
Stígamót alfarið á móti því að afnema klámbann Stígamót taka undir það að kominn sé tími til að endurskoða löggjöfina um klám enda nær hún illa utan um þann stafræna veruleika sem við búum við í dag. Samtökin eru hinsvegar alfarið á móti því að bann við klámi verði afnumið. Heldur þurfi að horfast í augu við það að klám er í raun stór ógn við lýðheilsu og jafnrétti og grípa til viðeigandi aðgerða. 30.1.2023 19:35
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Efling krefst þess að miðlunartillaga ríkissáttasemjara verði felld úr gildi og hefur lagt fram stjórnsýslukæru vegna tillögunnar til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. 30.1.2023 17:33
Kristrún farin í fæðingarorlof Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar er farin í fæðingarorlof og hefur kallað inn varaþingmann á Alþingi. 30.1.2023 17:18
„Mér fannst þetta einhvern veginn breyta í mér erfðaefninu“ „Mér fannst einhver veginn eins og við kæmust aldrei í gengum þessa nótt. Fyrstu mínúturnar og klukkutímana þá er maður er bara einhvern veginn að reyna að lifa af,“ segir Freyr Eyjólfsson. Freyr og Hólmfríður Anna Baldursdóttir eiginkona hans upplifðu gífurlegt áfall þegar sonur þeirra Eldar fæddist andvana, á 34. viku meðgöngu. 28.1.2023 08:00
Dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir smygl á amfetamínbasa Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fimmtuga pólska konu í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Konan var sakfelld fyrir að hafa í ágúst síðastliðnum staðið að innflutningi á samtals 3800 ml af amfetamínbasa hingað til lands frá Varsjá í Póllandi. Framburður konunnar fyrir dómi þótti fjarstæðukenndur. 26.1.2023 16:02