fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Átta­tíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar á­kvörðun Seðla­bankans

Framkvæmdastjóri sjóðsstýringarfyrirtækisins Stefnis, fagnar því að fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hafi ákveðið að herða lánþegaskilyrði vegna nýrra sameignasamninga á fasteignamarkaði. Um áttatíu manns hafa sótt um slíka samninga. Stefnir rekur sex sjóði fyrir byggingafyrirtæki sem bjóða upp á formið. Sameignarformið felur í sér að kaupandi semur í raun við Stefni, byggingafyrirtæki og nýja fjárfestingarfyrirtækið Aparta.

Yfir 120 stór­felld fíkni­efna­mál hjá tollinum

Tollgæslan hefur kært hátt í þrjú hundruð mál vegna innflutnings á fíkniefnum- og lyfjum á þessu ári. Tæplega helmingur málanna flokkast sem stórfelld brot. Hvert Íslandsmetið á fætur öðru hefur fallið í ár þegar kemur að haldlagningu á efnum á landamærum.

Földu stór­fellt magn fíkni­efna í alls konar leyni­hólfum

Fjórir erlendir ríkisborgarar hafa verið handteknir vegna stórfellds fíkniefnainnflutnings í tveimur aðskildum málum í tengslum við komu Norrænu til Seyðisfjarðar. Það tók tollgæslu marga klukkutíma að finna efnin sem voru kyrfilega falin í bílum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að samfélagið verði að staldra við og spyrja sig af hverju eftirspurnin eftir fíkniefnum sé svona mikil.

„Mikil­vægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“

Fjármálastofnanir þurfa nú við útreikning á greiðslubyrði að líta til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við kaup á íbúðarhúsnæði, jafnvel þó þeim sé frestað. Fjármálastöðuleikanefnd er með þessu að bregðast við útspili margra verktakafyrirtækja sem bjóða nú upp á nýja fjármögnunarleið. Hún er áhættusamari en almenn íbúðakaup að mati Seðlabankastjóra.

Stór­felld fjölgun fíkni­efna­mála tengd Nor­rænu

Stórfelld fíkniefnamál í tengslum við komu Norrænu á Seyðisfirði eru orðin jafn mörg og samanlagður málafjöldi síðustu fimm árin þar á undan. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir öll málin talin tengjast skipulagðri brotastarfsemi. Þróunin sé áhyggjuefni.

Stór­hættu­leg eitur­lyf flæða til landsins í sögu­legu magni

Aldrei hefur verið lagt hald á eins mikið magn örvandi fíkniefna á Keflavíkurflugvelli og í ár. Þá hafa stórfelld eiturlyfjamál á flugvellinum aldrei verið fleiri. Neysla á nýju afar hættulegu efni virðist vera að færast í aukanna. Yfirlögfræðingur Lögreglunnar á Suðurnesjum segir þetta benda til gríðarlegs framboðs og eftirspurnar. 

Enn ein út­tektin sýnir al­var­lega stöðu fatlaðra: „Sláandi"

Ríflega helmingur allra sveitarfélaga á landinu hefur enga stefnu í málefnum fatlaðs fólks samkvæmt nýrri úttekt. Þetta er fjórða opinbera rannsóknin á þessu ári sem sýnir alvarlega stöðu í málaflokknum. Formaður Öryrkjabandalagsins segir brýnt að yfirvöld bregðist við sláandi stöðu fatlaðra.

Við­brögð bankanna eftir vaxta­málið von­brigði

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir það vonbrigði að bankar skáki í skjóli dómsins og hækki vexti sína og þrengi lánaskilmála. Hann segir ekkert í dómi hæstaréttar sem segi til um að bankarnir þurfi þess.

Gera ráð fyrir svipuðum hag­vexti og í Covid

Lánskjör heimilanna hafa versnað verulega vegna vaxtamálsins svokallaða að sögn Seðlabankastjóra. Peningastefnunefnd hafi því ákveðið að lækka stýrivexti þrátt fyrir þráláta verðbólgu. Áhrif áfalla sem dunið hafa á hagkerfinu undanfarið eigi hins vegar eftir að koma í ljós. Hagvaxtarspá fyrir næsta ár hafi versnað verulega og sé svipuð og í Covid.

Sjá meira