Mjög áhyggjufull yfir tilfærslu ráðuneytisins Fjármögnun vegna fyrirhugaðar uppbyggingar fjögurra verkmenntaskóla á landsbyggðinni hefur verið hliðrað til næsta árs. Bæjarstjóri gagnrýnir að hafa fengið að vita af ákvörðuninni í gegnum fjölmiðla, og segir hana koma sveitarfélaginu í opnu skjöldu. Formaður fjárlaganefndar segir tilfærsluna ósköp eðlilega. 9.6.2025 12:18
„Kraftmiklar og afgerandi aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi“ Frumvarp dómsmálaráðherra um farþegalista flaug í gegn á þinginu í dag. Ráðherra segir lögin mikilvægan lið í að taka fastar á skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi. 6.6.2025 22:10
Sjávarútvegurinn standi höllum fæti Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir höggin dynja á sjávarútvegi þessa dagana. Samdráttur í ráðgjöf til veiða á þorski kosti þjóðina milljarða króna. 6.6.2025 18:55
Launahækkunin mun fara í gegn en kerfið endurskoðað í haust Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að launahækkun æðstu ráðamanna muni ganga í gegn um næstu mánaðamót. Hún kveðst skilja gremju fólks vegna mikilla launahækkana en vill frekar ráðast í gagngera endurskoðun á kerfinu, frekar en að leita í tímabundna lausn rétt fyrir lok þings. 6.6.2025 12:07
Strandveiðisjómenn vilji aftur fá kvóta sem þeir hafi selt frá sér Dæmi eru um að strandveiðisjómenn séu aftur komnir með kvóta í hendurnar sem þeir höfðu selt dýrum dómum til útgerða. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins óttast að hlutirnir þróist þannig að strandveiðipotturinn stækki enn frekar. 5.6.2025 23:15
Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Frumvarp um kílómetragjald hefur tekið fjölmörgum breytingum í efnahags- og viðskiptanefnd. Formaður nefndarinnar vonast til þess að meiri sátt muni ríkja um frumvarpið, en lagt er til að gildistökunni, sem átti að gerast 1. júlí næstkomandi, verði frestað. 5.6.2025 12:18
„Beið eftir því að eitthvað stórslys myndi gerast“ Fimmtán manns þurftu að leita á bráðamóttökuna eftir tónleika í Laugardalshöll í gær. Gestir eru margir afar ósáttir með skipulagningu viðburðarins og hafa krafist endurgreiðslu. 1.6.2025 20:47
Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. 1.6.2025 12:39
„Við erum engir rasistar“ Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. 31.5.2025 19:14
„Mæta á næstu Palestínumótmæli og berja þetta lið“ Tvenn mótmæli, önnur sögð gegn stefnu sjórnvalda í málum hælisleitenda og hin gegn rasisma, fara fram á sama tíma í miðbæ Reykjavíkur í dag. Á samfélagsmiðlum hefur verið rætt að mótmælin verði ekki friðsamleg. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að ofbeldi verði beitt á mótmælunum. 31.5.2025 11:34