Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Hugsa fal­lega til stelpunnar sem ég var þá“

„Ég held sérstaklega mikið upp á skósafnið mitt. Þetta eru skór sem ég hef keypt á nytjamörkuðum víða um heiminn og aðrir skór frá merkjum sem ég held upp á,“ segir hin 21 árs gamla Aníta Ósk, fyrirsæta, sporðdreki og tískudrottning. Aníta hætti í viðskiptafræði og ákvað að elta drauminn en hún flytur til Mílanó í október og hefur nám í skartgripahönnun við listaháskólann IED.

Fjarsambandinu loksins lokið

„Við höfum ekki verið feimnir við að feta ótroðnar slóðir í gegnum tíðina,“ segja þeir Daníel Óskar og Kolbeinn Sveinsson sem saman mynda drengjakórinn Sprite Zero Klan. Strákarnir hafa verið í smá dvala undanfarin misseri en Daníel elti ástina til Slóvakíu á meðan Kolbeinn hefur verið að sinna leiklistinni í Listaháskólanum.

Nældi sér í einn um­deildan

Nýjasta stjörnupar Hollywood vekur furðu meðal margra en bomban og ofurstjarnan Sydney Sweeney virðist hafa fallið fyrir umboðsmanninum og athafnamanninum Scooter Braun.

Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag

Í samfélaginu ríkir ákveðið þjóðbúningaæði og segja sumir tískuspekingar að slík flík sé ómissandi í fataskápinn fyrir þau sem kjósa að kalla sig alvöru skvísur. Þjóðbúningadagurinn verður haldinn hátíðlegur á Þjóðminjasafninu laugardaginn 6. september og blaðamaður tók í tilefni af því púlsinn á Kristínu Völu formanni Heimilisiðnaðarfélags Íslands.

Búið að krýna nýjan arf­taka Vogue-veldisins

Tískuheimurinn logaði þegar ritstjórinn Anna Wintour tilkynnti fyrr í sumar að hún hefði sagt upp starfi sínu hjá tímaritinu Vogue en blaðið er jafnan kallað tískubiblían. Aðdáendur tímaritsins hafa beðið í ofvæni eftir að arftaki Wintour verði kynntur til sögunnar og hafa jafnvel lagt töluverðar fjárhæðir í veðmál um það.

Sylvía Hall og Viddi Sig trú­lofuð

Ástin svífur yfir vötnum í Vesturbænum en 107 drottningin Sylvía Hall, lögfræðingur hjá Logos og fyrrum fjölmiðlakona, sagði já við Viðar Þór Sigurðsson, sérfræðing á fjármálasviði hjá Norðurál, þegar hann bað um hönd hennar á dögunum.

Erfitt að geta ekki rætt með­gönguna við móður sína

„Mig langaði oft að hætta við þegar að ég skall á vegg. En ég er mjög þakklát að hafa haldið áfram og haft trú á minni sýn,“ segir hin 29 ára gamla Emilía Heenen sem var að gefa út bókina Frá bumbu til fæðingar. Emilía, sem starfar sem lögfræðingur, á tvö börn og þótti erfitt að geta ekki rætt um meðgönguna við móður sína sem lést fjórum árum áður.

Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit

Það var mikið líf og fjör á menningarviðburðinum RVK X sem haldinn var í Grósku á Menningarnótt og spannaði marga klukkutíma og hina ýmsu listmiðla. Kvöldið endaði á alvöru partýi í bílakjallara þar sem plötusnúðar og rapparar á borð við Aron Can stigu á stokk.

Sagði nei takk við Durex en já við Netflix

„Fyrir tíu árum hefði ég sagði að það væru engar líkur á því að ég væri hér í dag,“ segir fyrrum fótboltakappinn, leikarinn og IceGuys stjarnan Rúrik Gíslason en líf hans hefur þróast í ófyrirsjáanlegar áttir eftir að hann lagði fótboltaskóna á hilluna 32 ára gamall.

Klæddist brúðarkjólnum dag­lega í stúdents­prófunum

„Mér finnst það eigi ekki að vera nein bönn þegar það kemur að klæðaburði, allir eiga rétt á að klæða sig eins og þeir vilja,“ segir Nína Rajani Tryggvadóttir Davidsson sem fer eigin leiðir í klæðaburði. Hún ræddi við blaðamann um persónulegan stíl, fataskápinn og ógleymanleg stúdentspróf úr MR.

Sjá meira