Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Hefði ekki getað óskað mér fal­legri dags“

„Ég hafði sjúklega miklar áhyggjur af veðrinu því að athöfnin okkar var úti, ég fékk smá þráhyggju fyrir því svo ég fór að rannsaka íslenska veðurgaldra og rúnir. Ég er ekki að djóka, ég risti niður nokkrar rúnir í dagbókina mína og kvað vísu sem ChatGPT bjó til handa mér og við fengum einn fallegasta daginn,“ segir hin nýgifta Alexandra Sif sem hélt glæsilegt sveitabrúðkaup á dögunum.

Skemmti­legasti partur dagsins að klæða sig upp

„Ég elska að klæða mig upp. Það er einn skemmtilegasti hluti dagsins og er mín leið til að vera skapandi og prófa eitthvað nýtt,“ segir tískudrottningin Daníella Saga Jónsdóttir sem kemur sömuleiðis úr mikilli hátískufjölskyldu. Hún ræddi við blaðamann um fataskápinn og persónulegan stíl.

Skot­held og skemmti­leg hlauparáð

Útihlaup eru gríðarlega vinsæl og eru sífellt fleiri farnir að stunda hlaup af miklu kappi. Eflaust eru ófáir að stefna á Reykjavíkurmaraþonið sem er haldið eftir mánuð en við undirbúning er margt sem er mikilvægt að hafa í huga. Lífið á Vísi ræddi við Björn Þór Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Bjöddi, sem lumar á ýmsum góðum ráðum í undirbúningnum fyrir hlaup.

Samfélagsmiðlar sýna ekki ein­mana­leikann

„Kveikjan að öllu þessu var í raun og veru mín eigin líðan,“ segir Sara Líf Guðjónsdóttir, laganemi og flugfreyja, um færslu sem hún birti á Facebook hópinn Mæðratips og hlaut mikla athygli. Þar bauð Sara mæðrum sem hafa einangrast eða finna fyrir einmanaleika að vera með í opnum mömmuhóp og áður en hún vissi af höfðu yfir hundrað konur sent henni skilaboð.

Tuttugu ára aldurs­munur og ástin blómstrar

Ástralska tónlistarkonan Sia virðist vera komin með nýjan kærasta. Sá heppni heitir Harry Jowsey og er 28 ára gamall en hann er hvað þekktastur fyrir þátttöku í raunveruleikaseríunni Too Hot Too Handle. 

Ein heitasta söng­kona landsins á lausu

Tónlistarkonan Þórunn Antonía er nýlega orðin einhleyp samkvæmt heimildum Vísis. Þórunn, sem er fædd árið 1983, hefur komið víða við í heimi tónlistarinnar bæði erlendis og hérlendis.

Gaf eistum kærastans gælu­nafn

Stjörnuparið Jojo Siwa og Chris Hughes hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarna mánuði. Parið kynntist í byrjun árs þegar þau voru bæði í raunveruleikaseríunni Celebrity Big Brother UK, urðu strax nánir vinir og síðar þróaðist vináttan í ástarsamband.

Ástin sveif yfir ítölskum vötnum

„Þetta er annað hjónaband okkar beggja og okkur langaði að gera eitthvað öðruvísi en þetta hefðbundna. Það að ganga að eiga manninn minn með börnunum okkar fimm, það er bara ekki hægt að lýsa því augnabliki,“ segir hin nýgifta María Björg Sigurðardóttir, hönnuður og matgæðingur. 

„Fata­skápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“

„Eftir því sem maður eldist þá lærir maður betur hvað klæðir mann og pikkar út það sem hentar manni,“ segir Gerður G. Árnadóttir, miðbæjarmeyja með sveitahjarta. Hún hefur alla tíð haft brennandi áhuga á tísku og er einstakur fagurkeri en Gerður ræddi við blaðamann um persónulegan stíl og fataskápinn.

Heims­fræg lesbía á leið til landsins

Leikkonan Fortune Feimster er á leið til landsins með uppistandssýningu í tengslum við Hinsegin hátíðina í ágúst. Feimster, sem er nýskilin, er full tilhlökkunar að kynnast landinu og drekka í sig íslenska menningu. 

Sjá meira