Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Unnur Eggertsdóttir, leikkona, lífskúnstner og verkefnastjóri, tilkynnti nafn nýfæddrar dóttur sinnar með fallegri Instagram færslu í dag. 15.4.2025 14:41
Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Æðstu metorð, glæstar vonir og ótrúlegur harmur einkennir sögu Kennedy-fjölskyldunnar líkt og rakið er í lokaþætti í þríleik hlaðvarpsins Skuggavaldið um Kennedy-fjölskylduna. 15.4.2025 14:08
„Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ „Ég hugsaði fyrst og fremst um að njóta mín þarna. Mögulega er þetta í eina sinn sem ég mun gera þetta, maður veit auðvitað aldrei, og því vildi ég fara alla leið og það var engin auðmýkt í mér,“ segir leikkonan Aldís Amah kímin. Hún var tilnefnd til BAFTA verðlauna fyrir hlutverk sitt í tölvuleiknum Hell Blade 2 og skein skært á dreglinum um helgina. 14.4.2025 20:02
Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífskúnstnerinn Logi Þorvaldsson er búsettur í Los Angeles þar sem hann starfar í kvikmyndabransanum. Hann lét sig ekki vanta á tónlistarhátíðina Coachella í eyðimörkinni við Palm Springs um helgina þar sem hann dansaði við tryllta tóna tónlistarkonunnar Charli XCX. Við hlið hans var stjörnuparið Kylie Jenner og Timothée Chalamet í kossaflensi og Charli sjálf birti mynd af Loga á Instagram hjá sér. 14.4.2025 16:45
Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Á laugardaginn opnaði sýningin Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir á Listasafni Íslands með pomp og prakt. Halla Tómasdóttir forseti opnaði sýninguna og margt var um manninn. 14.4.2025 15:21
Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Breska leikkonan Aimee Lou Wood stal hjörtum margra áhorfenda í nýjustu seríunni um hvíta lótusblómið. Wood er 31 árs gömul og hefur verið að leika frá árinu 2016 en er fyrst núna að fá verðskuldaða athygli um allan heim. Lífið á Vísi setti saman smá nærmynd af þessari rísandi stjörnu. 9.4.2025 20:01
Gærurnar verða að hátísku Sýningin Þraut // Leiðin frá gæru til vöru var opnuð með pompi og prakt í síðustu viku í verslun Felds Verkstæðis að Snorrabraut 56, sem hluti af Hönnunarmars. Tískuunnendur flykktust að en sýningin verður opin almenningi til og með 3. ágúst næstkomandi. 9.4.2025 17:02
Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Leikkonan Katrín Halldóra hefur nú bæst við í leikarahóp á sýningunni Þetta er Laddi. Hún tekur við keflinu af Völu Kristínu sem er á leið í fæðingarorlof en hún á von á frumburði sínum með leikaranum Hilmi Snæ. 9.4.2025 13:02
Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Gestir flykktust að í Ásmundarsal síðastliðinn laugardag þegar fatahönnuðurinn Sóley Jóhannsdóttir frumsýndi sína fyrstu fatalínu, Sleepwalker. Yfir 200 manns mættu og viðbrögðin létu ekki á sér standa. 9.4.2025 07:01
Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Hin svokallaða gugguvakt sem næturklúbburinn Auto stendur fyrir hefur vakið mikla athygli í skemmtanalífinu frá því hún fór fyrst af stað fyrir ári síðan. Gugguvaktin var haldin í þriðja skipti síðastliðinn föstudag og var mikið líf og fjör á klúbbnum. 8.4.2025 12:32