„Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ „Þetta er vonandi tímabundið ástand í Bandaríkjunum og við þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg. Og það er gömul saga og ný hvernig á að umgangast slíka. Alltaf er viss hætta á því að meðvirkni láti á sér kræla og allir fari að tipla á tánum í kringum hann.“ 26.1.2026 00:47
Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Eldur kviknaði í fjölbýlishúsi við Vatnsholt í Reykjanesbæ í kvöld. Einn var í húsinu þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang og var fluttur með sjúkrabíl til Reykavíkur. Fimmtán aðrir íbúar komust út og er búið að slökkva eldinn. 25.1.2026 23:57
Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Stífla í ánni Melsá í Ytri-Hraundal var fjarlægð í desember á síðasta ári í því augnamiði að endurheimta vatnasvæði árinnar fyrir fugla og fiska. Einnig á aðgerðin að gera sjóbirtingi kleift að ferðast upp ána. 25.1.2026 23:19
Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Farið var með ungmenni á kjörstað eftir vísindaferð í gær á vegum Vilhjálms Árnasonar, ritara Sjálfstæðisflokksins og frambjóðanda í Reykjanesbæ, þar sem boðið var upp á áfengi. Skipuleggjandi segir fólk hafa verið með lögaldur „eftir [sinni] bestu vitund.“ 25.1.2026 20:57
Loðna fundist á stóru svæði Loðna hefur fundist á stóru svæði í mælingu Hafrannsóknastofnunar sem er langt komin. Stefnt er að því að birta veiðiráðgjöf í seinni hluta þessarar viku en einungis á eftir að fara yfir takmarkað svæði út af Vestfjörðum. 25.1.2026 19:44
Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Eigendur veitingastaðarins BK Kjúklings og verslunarinnar Istanbul Market hafa átt í harðvítugum deilum um bílastæði en fyrirtækin eru staðsett sitt hvorum megin við Grensásveg í Reykjavík. Leitað hefur verið til lögfræðinga og saka eigendurnir hvorn annan ýmist um að reyna að keyra á sig eða fara ófögrum orðum um fjölskyldumeðlimi. Einnig greinir þá á um hvernig deilurnar hófust. 24.1.2026 01:10
Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og oddvitaefni Samfylkingarinnar í Reykjavík, gengst við því að hafa sent skilaboð á kjósanda þar sem hún sagði mótframbjóðanda sinn frægan karl með enga reynslu. Hún biður Pétur Marteinsson afsökunar en fyrr í dag sagðist hún ekki muna eftir því að hafa sent umrædda orðsendingu. 23.1.2026 22:36
Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin og kærasta hans Erna María Björnsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, hafa sett íbúð sína í Grafarvogi í Reykjavík á sölu. 23.1.2026 19:23
Eldur í sendibíl á Miklubraut Eldur logaði í litlum sendiferðabíl á Miklubraut í Reykjavík nú síðdegis og var dælubíll og sjúkrabíll sendur á staðinn. Búið er að slökkva eldinn og voru engin slys á fólki, að sögn slökkviliðs. 23.1.2026 17:26
Kom ekki á teppið Bandarísk yfirvöld hafa ekki brugðist við ákúrum utanríkisráðherra eftir að sendiherraefni þeirra gantaðist með að Bandaríkin gætu tekið yfir Ísland og gert hann að ríkisstjóra landsins. 22.1.2026 22:24