Deila magnaðist þegar spennistöðin hvarf Landeiganda í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu brá heldur í brún þegar heil spennistöð hvarf skyndilega af landi hennar fyrr í mánuðinum. Málið tengist langvarandi deilum um jörðina Stekkjarlæk en hún sakar nágranna sína á bænum Bergsstöðum um að eiga hlut að máli. Hún segist langþreytt á stöðunni og íhuga að krefjast nálgunarbanns. 28.7.2023 15:38
Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða króna á fyrri helmingi ársins og þar af um 6,1 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður eykst milli ára en hann nam 11,1 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2022. Bankastjóri segir rekstur bankans hafa gengið vel á ársfjórðungnum sem hafi einnig einkennst af stórum áskorunum í tengslum við sölu á hlutum ríkisins í bankanum. 27.7.2023 16:22
Búið að aflétta öllum takmörkunum á sölu íslenskra upprunaábyrgða Umhverfisstofnun Þýskalands (UBA) hefur aflétt banni við sölu upprunaábyrgða raforku frá Íslandi til Þýskalands. Bannið var sett á vegna gruns um að vinnsla grænnar orku væri tvítalin hér á landi en athugun stofnunarinnar hefur leitt í ljós að svo sé ekki. 27.7.2023 14:40
Lögbrotið kom í ljós þegar tveimur körlum var skipt út fyrir aðra Of margir karlmenn hafa setið í stjórn og varastjórn Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal nær sleitulaust í tíu ár. Framkvæmdastjóri segir stjórn hafa verið kjörna í góðri trú og stjórnendur talið ákvæði laga um hlutföll kynja í stjórnum vera uppfyllt. Til standi að laga hlutfallið sem fyrst. 27.7.2023 14:14
Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna á fyrri helmingi þessa árs. Þar af nam hagnaður 7,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 10,1 milljarða á sama tímabili í fyrra. Bankastjóri segir uppgjörið vera í takt við væntingar. 26.7.2023 17:00
Neytendastofa slær aftur á hendur Nýju vínbúðarinnar Neytendastofa hefur sektað Nýju vínbúðina um 750 þúsund krónur fyrir að brjóta gegn ákvörðun stofnunarinnar. Rekstraraðili verslunarinnar brást ekki við fyrri tilmælum um að gera breytingar á vefsíðu sinni sem Neytendastofa taldi veita villandi upplýsingar um verð og framboð. 26.7.2023 14:35
Vilji gera allt til að hefta útbreiðslu en þeir kærðu „ekki á þeim buxunum“ Bændur á Neðri-Núpi og Barkarstöðum í Miðfirði í Húnaþingi vestra hafa hundsað fyrirmæli um að afhenda fé sem var í snertingu við kind sem greindist með riðu, að sögn yfirdýralæknis. Álíka mál hafi ekki komið upp í áratugi og ekkert annað í stöðunni en að kæra bændurna tvo til lögreglu. 26.7.2023 12:07
Kæra tvo bændur fyrir að neita að afhenda kindur af bæ með riðusmit Matvælastofnun hefur kært tvo bændur á Norðurlandi vestra til lögreglu fyrir að hundsa fyrirmæli yfirdýralæknis. Bændurnir eru sakaðir um að neita að afhenda kindur sem þeir höfðu fengið frá nálægum bæ þar sem búið var að skera niður allt sauðfé vegna riðusmits. 26.7.2023 09:21
Þessi bjóða sig fram í stjórn Íslandsbanka Ellefu einstaklingar bjóða sig fram til setu í stjórn Íslandsbanka sem kjörin verður á hluthafafundi bankans föstudaginn 28. júlí. Fjögur bjóða sig fram til stjórnarsetu þrátt fyrir að vera ekki á lista tilnefningarnefndar yfir þá sem mælt er með að taki stjórnarsæti. 25.7.2023 14:35
Þórður nýr innri endurskoðandi Landsbankans Þórður Örlygsson hefur verið ráðinn innri endurskoðandi Landsbankans en hann hefur gegnt stöðu regluvarðar hjá bankanum. Þórður tekur við af Kristínu Baldursdóttur sem hefur verið innri endurskoðandi Landsbankans frá árinu 2009. 25.7.2023 13:48