Hopp óttast ekki samkeppni við Uber Það kann að hljóma eins og aprílgabb, en Hopp, sem flestir tengja við rafhlaupahjól, hefur hafið innreið sína á leigubílamarkað í krafti nýrrar löggjafar sem tók gildi í dag. Framkvæmdastjórinn er spenntur fyrir komandi tímum. 1.4.2023 19:20
Svona var Söngkeppni framhaldsskólanna 2023 Samband íslenskra framhaldsskóla heldur í Söngkeppni framhaldsskólanna í 33. sinn í kvöld í Hinu Húsinu, miðstöð ungs fólks. 1.4.2023 18:40
Aflétta öllum rýmingum á Stöðvarfirði og Eskifirði Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóða á Stöðvarfirði og Eskifirði og aflétta öllum rýmingum á svæðinu. Fyrr í dag var öllum rýmingum aflétt í Neskaupstað og tilkynnt um afléttingar á vissum svæðum á Seyðisfirði. 1.4.2023 18:16
Kallað til lögreglu og barnaverndar vegna heiftugra bílastæðadeilna í Kauptúni Tveir einstaklingar misstu stjórn á skapi sínu vegna deilna um bílastæði í Kauptúni í Garðabæ um miðjan dag. Annar þeirra er sakaður um líkamsárás og hinn um eignaspjöll. 1.4.2023 17:48
Foreldrar krafist úrbóta áður en myglan greindist en talað fyrir daufum eyrum Unnið er að leiðum til að bregðast við myglu í Melaskóla og framkvæmdir gætu hafist í vor. Deildarstjóri viðhalds hjá Reykjavíkurborg segir bestu leiðina vera að endurnýja innra og ytra byrði hússins en til þess þurfi að aflétta friðunarákvæði. Formaður foreldrafélags skólans segir félagið lengi hafa kallað eftir því að brugðist verði við slæmu ástandi hússins en talað fyrir daufum eyrum. 2.3.2023 23:51
Landsmenn andi rólega þrátt fyrir opinberun meintra ósiða Enginn þarf að missa svefn þó að útlendingum þyki einkennilegt að Íslendingar sjúgi upp í nefið og tali á innsoginu í tíma og ótíma, að mati Alberts Eiríkssonar, matarbloggara og siðameistara. Kurteisisvenjur litist af uppeldi og menningu hverrar þjóðar fyrir sig og sumir siðir geti talist áhugaverð þjóðareinkenni. 2.3.2023 22:35
Enga menningu að finna í boxum Pósthús eru menning á undanhaldi að sögn rithöfundar sem harmar breytta póstþjónustu. Pósthúsum hefur víða verið lokað og segir hún að reka þurfi áróður fyrir bréfaskriftum. 2.3.2023 19:48
Leiga og verðbólga lækkaði hagnað Nova Heildartekjur fjarskiptafélagsins Nova jukust um 4,6% á árinu 2022 og fóru úr 12.083 í 12.641 milljónir króna milli ára. Þar af var 10% vöxtur í þjónustutekjum sem námu 9.110 milljónum króna á síðasta ári. Vöxturinn er sagður einkum tilkominn vegna fjölgunar viðskiptavina á árinu. 2.3.2023 17:37
Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. 28.1.2023 14:12
Bein útsending: Hvað er hugsun? Hvað er hugsun? er heitið á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar þar sem fjórir fyrirlesarar velta fyrir sér hvernig hugsun fæðist og hvaða þýðingu fyrirbærið hugsun hefur fyrir alla okkar tilveru. 28.1.2023 13:12