Það séu vonbrigði ef fyrirtæki hækki verð úr hófi Eiður Þór Árnason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 2. ágúst 2024 15:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Framsóknarflokkurinn mælist með 7,2 prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og hækkar úr 6,6 prósent milli mánaða. Mælist flokkurinn með innan við helming af þeim 17,3 prósentum atkvæða sem hann fékk í síðustu alþingiskosningum. Fjármálaráðherra segir áherslu verða lagða á að ná niður verðbólgu og vöxtum á komandi þingvetri. „Það er aldrei gaman að mælast með minna fylgi en manni finnst vera sanngjarnt en þetta er auðvitað bara mæling á þessum tímapunkti og ég hef alveg skilning á henni,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Fylgi allra stjórnarflokkanna hefur farið lækkandi á yfirstandandi kjörtímabili. „Það er jú mjög hátt vaxtastig í landinu og verðbólga enn að trufla okkur. Svo höfum við bara séð í öllum nálægum ríkjum okkar að þar er svona undirliggjandi pirringur gagnvart stjórnvöldum. Ég hef þá kenningu að stríðsástand sé ekki heppilegt til að búa til öryggi og óöryggi leiðir af sér svolítið pirring og jafnvel reiði og hún beinist eðlilega að stjórnvöldum á hverjum tíma og hverjum stað.“ Á sama tíma njóti flokkar í stjórnarandstöðu bæði hér og erlendis góðs af þessu ástandi. Samfylkingin mælist með 27,6% prósent fylgi í nýjustu könnun Gallup, meira en allir þrír ríkisstjórnarflokkarnir til samans. „En ég hef líka væntingar um að þegar líður á kjörtímabilið, sem mun styttast, þá munum við geta sýnt fram á hvað við munum gera og þetta verði ekki endilega niðurstaðan úr kosningum,“ segir Sigurður Ingi. Efnahagsmálin verði í öndvegi Fyrsti fundur ríkisstjórnarinnar eftir sumarleyfi fór fram í dag og fer nú í hönd síðasta ár kjörtímabilsins. Sigurður Ingi segir að helsta áherslumálið á komandi þingvetri verði áfram að reyna að ná niður verðbólgu og vöxtum. Tölur sýni að verðbólgan gangi nú aðeins fram og til baka en stóra myndin sé sú að hún sé almennt á niðurleið og sömuleiðis verðbólguvæntingar. „Það mun þýða að lokum að vextirnir fara niður. Það mun auðvitað hjálpa mjög mikið fólkinu í landinu og fyrirtækjunum og ég hef væntingar til þess að þegar að kosningum kemur sé það eitt af því sem kjósendur munu horfa til.“ Vonbrigði ef fyrirtæki hækki óhóflega verð á vörum Ríkisstjórnin lagði fram stuðningsaðgerðir samhliða undirritun kjarasamninga í vor. Sigurður segist ekki sammála því að markmið kjarasamninganna og aðgerðanna hafi ekki gengið eftir og segir barnabætur, tímabundnar vaxtabætur og húsnæðisbætur hafa komið tekjuminnstu heimilunum til góða. „Án þeirra held ég að þetta hefði verið erfitt. Með langtímakjarasamninga síðan í farteskinu þá getum við horft nokkuð björtum augum til næstu ára, að því gefnu að allir, og ég ítreka allir, aðilar taki þátt í því að ná niður verðbólgunni.“ „Þess vegna eru það auðvitað vonbrigði ef það eru enn aðilar þarna úti sem telja sig geta hækkað sína vöru og þjónustu umfram það sem við öll hin erum að reyna að vinna að,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Verðlag Tengdar fréttir Telur stöðu heimsmála hafa áhrif á fylgið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna (VG) hefur áhyggjur af litlu fylgi flokksins. Hann segist ekki svartsýnn en telji að staðan í alþjóðamálum hafi áhrif á stuðning við stjórnarflokkana. Guðmundur hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns á komandi landsþingi. 2. ágúst 2024 11:56 Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33 VG mælist með 3,5 prósent Vinstri græn mælast enn utan þings, samkvæmt nýjum þjóðarpúsli Gallúp. Fleiri myndu kjósa Sósíalistaflokkinn. 1. ágúst 2024 20:11 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
„Það er aldrei gaman að mælast með minna fylgi en manni finnst vera sanngjarnt en þetta er auðvitað bara mæling á þessum tímapunkti og ég hef alveg skilning á henni,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Fylgi allra stjórnarflokkanna hefur farið lækkandi á yfirstandandi kjörtímabili. „Það er jú mjög hátt vaxtastig í landinu og verðbólga enn að trufla okkur. Svo höfum við bara séð í öllum nálægum ríkjum okkar að þar er svona undirliggjandi pirringur gagnvart stjórnvöldum. Ég hef þá kenningu að stríðsástand sé ekki heppilegt til að búa til öryggi og óöryggi leiðir af sér svolítið pirring og jafnvel reiði og hún beinist eðlilega að stjórnvöldum á hverjum tíma og hverjum stað.“ Á sama tíma njóti flokkar í stjórnarandstöðu bæði hér og erlendis góðs af þessu ástandi. Samfylkingin mælist með 27,6% prósent fylgi í nýjustu könnun Gallup, meira en allir þrír ríkisstjórnarflokkarnir til samans. „En ég hef líka væntingar um að þegar líður á kjörtímabilið, sem mun styttast, þá munum við geta sýnt fram á hvað við munum gera og þetta verði ekki endilega niðurstaðan úr kosningum,“ segir Sigurður Ingi. Efnahagsmálin verði í öndvegi Fyrsti fundur ríkisstjórnarinnar eftir sumarleyfi fór fram í dag og fer nú í hönd síðasta ár kjörtímabilsins. Sigurður Ingi segir að helsta áherslumálið á komandi þingvetri verði áfram að reyna að ná niður verðbólgu og vöxtum. Tölur sýni að verðbólgan gangi nú aðeins fram og til baka en stóra myndin sé sú að hún sé almennt á niðurleið og sömuleiðis verðbólguvæntingar. „Það mun þýða að lokum að vextirnir fara niður. Það mun auðvitað hjálpa mjög mikið fólkinu í landinu og fyrirtækjunum og ég hef væntingar til þess að þegar að kosningum kemur sé það eitt af því sem kjósendur munu horfa til.“ Vonbrigði ef fyrirtæki hækki óhóflega verð á vörum Ríkisstjórnin lagði fram stuðningsaðgerðir samhliða undirritun kjarasamninga í vor. Sigurður segist ekki sammála því að markmið kjarasamninganna og aðgerðanna hafi ekki gengið eftir og segir barnabætur, tímabundnar vaxtabætur og húsnæðisbætur hafa komið tekjuminnstu heimilunum til góða. „Án þeirra held ég að þetta hefði verið erfitt. Með langtímakjarasamninga síðan í farteskinu þá getum við horft nokkuð björtum augum til næstu ára, að því gefnu að allir, og ég ítreka allir, aðilar taki þátt í því að ná niður verðbólgunni.“ „Þess vegna eru það auðvitað vonbrigði ef það eru enn aðilar þarna úti sem telja sig geta hækkað sína vöru og þjónustu umfram það sem við öll hin erum að reyna að vinna að,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Verðlag Tengdar fréttir Telur stöðu heimsmála hafa áhrif á fylgið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna (VG) hefur áhyggjur af litlu fylgi flokksins. Hann segist ekki svartsýnn en telji að staðan í alþjóðamálum hafi áhrif á stuðning við stjórnarflokkana. Guðmundur hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns á komandi landsþingi. 2. ágúst 2024 11:56 Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33 VG mælist með 3,5 prósent Vinstri græn mælast enn utan þings, samkvæmt nýjum þjóðarpúsli Gallúp. Fleiri myndu kjósa Sósíalistaflokkinn. 1. ágúst 2024 20:11 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Telur stöðu heimsmála hafa áhrif á fylgið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna (VG) hefur áhyggjur af litlu fylgi flokksins. Hann segist ekki svartsýnn en telji að staðan í alþjóðamálum hafi áhrif á stuðning við stjórnarflokkana. Guðmundur hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns á komandi landsþingi. 2. ágúst 2024 11:56
Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33
VG mælist með 3,5 prósent Vinstri græn mælast enn utan þings, samkvæmt nýjum þjóðarpúsli Gallúp. Fleiri myndu kjósa Sósíalistaflokkinn. 1. ágúst 2024 20:11