Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hitamet féll á Egils­stöðum í ágúst

Hiti mældist hæstur á landinu 29,8 stig við Egilstaðaflugvöll þann 16. ágúst og er það mesti hiti sem mælst hefur í ágústmánuði á Íslandi. Eldra met var 29,4 stig á Hallormsstað í lok ágúst 2021. Þetta er jafnframt mesti hiti sem mælst hefur á sjálfvirkri veðurstöð á Íslandi og hæsti hiti sem skráður hefur verið í landinu frá árinu 1946, þegar hitinn fór í 30,0 stig á Hallormsstað.

„Það skiptir máli að vera í réttu banda­lagi“

Það þarf að finna nýjar leiðir til að fá Bandaríkjamenn að borðinu hvað varðar friðarumleitanir í Úkraínu að sögn forsætisráðherra. Einnig hvað snýr að viðskiptaþvingunum. Rússar skutu yfir fimm hundruð drónum og tuttugu skotflaugum að Úkraínu í nótt en Volódimír Selenskí Úkraínuforseti segir ekki hægt að trúa öðru en að Pútín vilji halda stríði sínu áfram.

„Þeir sem eru haldnir for­dómum eiga ekki að koma ná­lægt opin­berri stefnu­mótun“

Borgarstjórnarflokkur Framsóknar hyggst leggja til að borgarstjórn samþykki ályktun á fundi sínum í dag þar sem borgin harmi ummæli sem Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, lét falla í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gær. Oddviti flokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir fólk sem hafi uppi slík ummæli og viðhorf eigi ekkert erindi í stjórnmál.

Nýr matsferill „stór­kost­legar fréttir“ að mati for­manns

Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og formaður skóla- og frístundasviðs, segir að nýr matsferill muni gjörbylta grunnskólum borgarinnar. Þá segir hún að biðlistar eftir leikskólaplássi séu á réttri leið, nánast sé búið að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og umtalsvert færri börn séu á biðlista eftir plássi en áður.

Ívar leiðir frekari upp­byggingu Húseigendafélagsins

Ívar Halldórsson lögfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins. Ívar starfaði áður í rúm ellefu ár hjá Neytendasamtökunum, bæði sem lögfræðingur og stjórnandi ECC á Íslandi.  

Róbert sá þriðji til að að­stoða Heiðu á rúmu hálfu ári

Róbert Marshall, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. Róbert hefur komið víða við á sínum starfsferli og hefur meðal annars verið aðstoðarmaður ríkisstjórnar, fjallaleiðsögumaður og starfað við fjölmiðla. Róbert er þriðji aðstoðarmaður Heiðu Bjargar síðan hún tók við embætti borgarstjóra í febrúar. Róbert hefur störf í dag.

Sjá meira