Samfylkingin vill að Alþingi verði kallað saman fyrir áramót Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir að Alþingi komi saman þann 29. desember þar sem fram fari sérstök umræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ að því er segir í tilkynningu frá Samfylkingunni. 27.12.2020 15:51
Minnst tíu látnir eftir snjóflóð í Alborz-fjöllum Minnst tíu fjallaklifrarar eru látnir eftir að hafa lent í snjóflóði í Alborz-fjöllum í Íran. Fregnir herma að minnst sjö til viðbótar sé enn saknað eftir að snjóflóð féllu í kjölfar snjóstorms í Albroz-fjöllum norður af Tehran, höfuðborg Írans. 27.12.2020 15:41
Þóra segist ekki bera ábyrgð á fölskum TikTok-aðgangi „Jæja, nú les ég á hinum ýmsu miðlum að ég sé komin með reikning á Tik Tok. Ég geri ráð fyrir að þeir sem mig þekkja viti að það er ekki rétt,“ skrifar Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benedikssonar fjármála- og efnahagsráðherra í færslu á Facebook í dag. 26.12.2020 16:40
Bjóða verðlaunafé til handa þeim sem geta gefið upplýsingar um sprenginguna Fyrirtæki og sjónvarpsstjörnur hafa boðið allt að þrjú hundruð þúsund dollara, eða sem nemur um 38,5 milljónum króna, í verðlaunafé fyrir vísbendingar um þann sem ber ábyrgð á mikilli sprengingu sem varð í Nashville í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26.12.2020 16:22
Alræmdi njósnarinn George Blake er látinn George Blake, fyrrum njósnari bresku leyniþjónustunnar MI6 og einn alræmdasti „tvöfaldi útsendarinn“ á tímum Kalda stríðsins er látinn, 98 ára að aldri. Á yfir níu ára tímabili starfaði Blake sem njósnari fyrir Sovétríkin en hann afhenti upplýsingar sem leiddu til þess að upp komst um að minnsta kosti fjörutíu útsendara MI6 í Austur Evrópu. 26.12.2020 15:49
Alvarlega særðir eftir skotárás í Berlín Fjórir eru alvarlega særðir eftir skotárás í Kreuzberg-hverfi í Berlín í Þýskalandi í dag. Þungvopnaðir sérsveitarmenn hafa verið kallaðir út vegna málsins. Þeir sem særðust eru karlar á aldursbilinu 30 til 42 ára og hafa þeir allir verið fluttir á sjúkrahús. 26.12.2020 15:11
Neyddust til að lenda Boeing 737-8 MAX vegna bilunar í vélarbúnaði Óvænt þurfti að lenda Boeing 737-8 MAX vél Air Canada, eftir að flugmenn vélarinnar neyddust til að slökkva á öðrum hreyfli þotunnar. Engir farþegar voru í vélinni heldur aðeins þriggja manna áhöfn. 26.12.2020 14:08
Fundu örplast í fylgju ófæddra barna Í fyrsta sinn hefur örplast hefur fundist í fylgju ófæddra barna sem vísindamenn segja vera „gríðarlegt áhyggjuefni.“ Ekki liggur þó fyrir á þessu stigi hverjar heilsufarslegar afleiðingar af völdum örplasts í fylgju kunna að vera að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um málið. 26.12.2020 13:12
Bóluefnið kom í lögreglufylgd til Danmerkur: „Til hamingju við öll“ Klukkan 05:58 í morgun komu fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn covid-19 í hús til dönsku sóttvarnastofnunarinnar Statens Serum Institut (SSI) á Amager í Kaupmannahöfn. Eftir að hafa verið flutt yfir landamærin til Danmerkur í lögreglufylgd verður bóluefninu nú dreift milli landshluta. Stefnt er að því að bólusetning hefjist í fyrramálið klukkan níu. 26.12.2020 11:37
„Sólin gerir lítið sem ekkert gagn“ Búist er við norðan hvassviðri eða stormi með snjókomu og rigningu á morgun og taka gular veðurviðvaranir gildi um land allt í kring um miðnætti í kvöld. Hressileg suðvestanátt sem blés á landinu í gær er nú að ganga niður og tekið að draga úr éljum að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. 26.12.2020 10:30