Fréttamaður

Elísabet Inga Sigurðardóttir

Elísabet Inga er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skjálftar í Kötlu­öskju sem hafa ekki sést síðan 2016

Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Veðurstofunni, segir að vegna þeirrar skjálftavirkni sem hafi verið í Kötlu í morgun sé starfsfólk Veðurstofunnar að setja sig í stellingar. Fylgst sé grannt með gangi mála.

Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu mögu­­leika

Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila.

„Getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil“

Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Formaður ADHD samtakanna kallar eftir því að öllum föngum sé hleypt í ADHD greiningarferli strax við upphaf afplánunar, enda séu fjölmargir með ógreindar raskanir í fangeslum. Hlúa þurfi mun betur að þessum hópi sem oft glími við afleiðingar þess að engin hjálp hafi staðið til boða í æsku.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, eftir að viðræður stéttarfélagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga sigldu í strand. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Dómari hefur fallist á kröfu Lögreglustjórans á Suðurlandi um gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem handteknir voru í tengslum við rannsókn lögreglu á andláti á Selfossi í fyrradag. Mennirnir verða í gæsluvarðhaldi til 5. maí á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Ein­angrun dragi ekki úr líkum á að fangar endur­taki brot sín

Afbrotafræðingur segir að ef koma eigi í veg fyrir að fangar fari hættulegri út í samfélagið að afplánun lokinni þá verði að huga að betrun og stuðningi í fangelsum. Einangrun sé versta úrræðið til að draga úr líkum á að fangar endurtaki brot sín.

Sjá meira