Tal um óánægju „jafnvægislist“ nú þegar styttist í kosningar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. ágúst 2023 12:32 Eiríkur Bergmann segir töluverða gremju komna upp milli ríkisstjórnarflokkanna. Vísir/Vilhelm Ummæli áhrifamanna innan stjórnarflokkanna um óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið lýsir mikilli gremju en er líka tilraun til að senda skilaboð til sinna kjósenda þar sem hnykkt er á eigin sérstöðu. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði. Nokkuð hefur verið fjallað um titring innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna sem virðist einungis hafa ágerst í sumar. Áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa stigið fram og lýst yfir óánægju með stjórnarsamstarfið og málamiðlanir í ríkisstjórninni. Ákveðin jafnvægislist Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir slíkt tal vafalaust hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. „Það er komin upp töluvert mikil gremja milli stjórnarflokkanna og að mörgu leyti alvarlegur ágreiningur inni í ríkisstjórninni en á sama tíma eru flokkarnir líka að senda skilaboð til sinna kjósenda og hnykkja á eigin sérstöðu og benda á að þau standi ekki fyrir allt sem ríkisstjórnin geri og hafi aðra sýn á hlutina. Þannig að sumu leyti er þetta einhvers konar jafnvægislist þegar kjörtímabilið er hálfnað og menn komnir með annað augað á komandi kosningar.“ Varaformaður Samfylkingarinnar sagði í samtali við Vísi í gær það vera Samfylkingunni að kenna að ríkisstjórnin hangi saman þar sem ríkisstjórnarflokkarnir væru óttaslegnir yfir því að bíða afhroð í kosningum. Aðspurður hvort Eiríkur sé sammála þessu segist hann ekki vilja taka svona til orða þó Samfylkingin hafi vissulega grætt mjög á fylgisfalli stjórnmálaflokkanna. „Auðvitað er það þannig að stjórnarflokkar eru kannski ekki mjög áþjáðir í að boða til kosninga þegar fylgið hefur fallið svona mikið af þeim. Það er ekki endilega mjög vænlegur kostur að efna til kosninga við slíkar aðstæður en ég myndi kannski ekki orða það með sama hætti.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Tengdar fréttir „Þurfum greinilega að gera betur“ „Ég þarf engar ráðleggingar frá Sigmundi Davíð þó það sé alltaf gaman að hlusta á hann. Hann er svolítill spéfugl og hefur gaman af því að tala.“ Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins innt eftir viðbrögðum við ummælum formanns Miðflokksins, sem segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að „umbúðaflokki“. 30. júlí 2023 20:48 Fýlupúkafélag Sjálfstæðisflokksins snúið aftur Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að umbúðaflokki og að hann þurfi að huga aftur að sínum gömlu gildum. Hann segir nýlegar kvartanir þingmanna aðeins sýndarmennsku og telur það ekki nægja til að þagga raunverulega óánægju í flokknum. 30. júlí 2023 19:33 Segir nauðsynlegt að binda um sárin í stjórnarsamstarfinu Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir samstarfið sterkt þrátt fyrir miklar óánægjuraddir. Hann segir flokkinn staðráðinn að klára kjörtímabilið. 30. júlí 2023 12:00 Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48 Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Nokkuð hefur verið fjallað um titring innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna sem virðist einungis hafa ágerst í sumar. Áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa stigið fram og lýst yfir óánægju með stjórnarsamstarfið og málamiðlanir í ríkisstjórninni. Ákveðin jafnvægislist Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir slíkt tal vafalaust hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. „Það er komin upp töluvert mikil gremja milli stjórnarflokkanna og að mörgu leyti alvarlegur ágreiningur inni í ríkisstjórninni en á sama tíma eru flokkarnir líka að senda skilaboð til sinna kjósenda og hnykkja á eigin sérstöðu og benda á að þau standi ekki fyrir allt sem ríkisstjórnin geri og hafi aðra sýn á hlutina. Þannig að sumu leyti er þetta einhvers konar jafnvægislist þegar kjörtímabilið er hálfnað og menn komnir með annað augað á komandi kosningar.“ Varaformaður Samfylkingarinnar sagði í samtali við Vísi í gær það vera Samfylkingunni að kenna að ríkisstjórnin hangi saman þar sem ríkisstjórnarflokkarnir væru óttaslegnir yfir því að bíða afhroð í kosningum. Aðspurður hvort Eiríkur sé sammála þessu segist hann ekki vilja taka svona til orða þó Samfylkingin hafi vissulega grætt mjög á fylgisfalli stjórnmálaflokkanna. „Auðvitað er það þannig að stjórnarflokkar eru kannski ekki mjög áþjáðir í að boða til kosninga þegar fylgið hefur fallið svona mikið af þeim. Það er ekki endilega mjög vænlegur kostur að efna til kosninga við slíkar aðstæður en ég myndi kannski ekki orða það með sama hætti.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Tengdar fréttir „Þurfum greinilega að gera betur“ „Ég þarf engar ráðleggingar frá Sigmundi Davíð þó það sé alltaf gaman að hlusta á hann. Hann er svolítill spéfugl og hefur gaman af því að tala.“ Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins innt eftir viðbrögðum við ummælum formanns Miðflokksins, sem segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að „umbúðaflokki“. 30. júlí 2023 20:48 Fýlupúkafélag Sjálfstæðisflokksins snúið aftur Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að umbúðaflokki og að hann þurfi að huga aftur að sínum gömlu gildum. Hann segir nýlegar kvartanir þingmanna aðeins sýndarmennsku og telur það ekki nægja til að þagga raunverulega óánægju í flokknum. 30. júlí 2023 19:33 Segir nauðsynlegt að binda um sárin í stjórnarsamstarfinu Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir samstarfið sterkt þrátt fyrir miklar óánægjuraddir. Hann segir flokkinn staðráðinn að klára kjörtímabilið. 30. júlí 2023 12:00 Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48 Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
„Þurfum greinilega að gera betur“ „Ég þarf engar ráðleggingar frá Sigmundi Davíð þó það sé alltaf gaman að hlusta á hann. Hann er svolítill spéfugl og hefur gaman af því að tala.“ Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins innt eftir viðbrögðum við ummælum formanns Miðflokksins, sem segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að „umbúðaflokki“. 30. júlí 2023 20:48
Fýlupúkafélag Sjálfstæðisflokksins snúið aftur Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að umbúðaflokki og að hann þurfi að huga aftur að sínum gömlu gildum. Hann segir nýlegar kvartanir þingmanna aðeins sýndarmennsku og telur það ekki nægja til að þagga raunverulega óánægju í flokknum. 30. júlí 2023 19:33
Segir nauðsynlegt að binda um sárin í stjórnarsamstarfinu Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir samstarfið sterkt þrátt fyrir miklar óánægjuraddir. Hann segir flokkinn staðráðinn að klára kjörtímabilið. 30. júlí 2023 12:00
Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48
Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49