Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Stjórn Íslandsbanka hefur óskað eftir því við stjórn Kviku banka að hafnar verði samrunaviðræður milli félaganna tveggj.a Stjórn Arion banka óskaði eftir því í gær við stjórn Kviku að hafnar yrðu samrunaviðræður milli Arion og Kviku. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja fer yfir málið í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. 28.5.2025 18:30
Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Forsætisráðherra segir Atlantshafsbandalagið þurfa að beina sjónum sínum í auknum mæli til Norðurslóða, þangað sem alþjóðleg spenna er að færast. Ísland þurfi að byggja upp innviði, á borð við flugvelli og hafnir, til að leggja sitt af mörkum til bandalagsins. 28.5.2025 12:16
Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Það er mikilægt að fagna litlu sigrunum og því var sett upp áfangabjalla á Barnaspítala Hringsins. Deildarstjóri segir bjölluna eitthvað fyrir krakkana til að hlakka til. 27.5.2025 21:02
Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Verkalýðsforingi á Húsavík segir fyrirhugaða lokun kísilversins á Bakka reiðarslag fyrir samfélagið. Það sé með ólíkindum að íslenskir framleiðendur velji frekar ódýran kínverskan kísilmálm. 27.5.2025 20:02
Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Formaður Framsýnar á Húsavík segir fyrirhugaða lokun kísilversins á Bakka reiðarslag fyrir samfélagið. Hann segir með ólíkindum að íslenskir framleiðendur skuli kaupa ódýran kínverskan kísil í stað íslenskrar framleiðslu. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27.5.2025 18:10
Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, kemur til Íslands á fimmtudag í stutta vinnuheimsókn ásamt sendinefnd. Hann mun funda með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. 27.5.2025 13:09
Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Áttatíu missa vinnuna í kísilverinu á Bakka ef verður af tímabundinni rekstrarstöðvun, sem tilkynnt var í gær. Forseti sveitarstjórnar heldur í vonina að lausn finnist en til þess þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða gegn ódýrum innfluttum kínverskum kísilmálmi. 27.5.2025 12:02
Ásthildur Lóa í beinni og Sósíalistar á rangri braut Helga Vala Helgadóttir, lögmaður hins sautján ára gamla Oscars Bocanegra, sem á að vísa úr landi í byrjun júní, segir fullyrðingar Útlendingastofnunar um að hann hafi hlotið efnislega meðferð rangar. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. 26.5.2025 18:13
Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Forsætisráðherrar Norðurlandanna, auk leiðtoga Álandseyja, Færeyja Grænlands, komu saman í Finnlandi i dag. Þar var farið yfir öryggis- og varnarmál á Norðurlöndum, málefni Grænlands og ásælni forseta Bandaríkjanna í eyjuna, efnahagsmál auk ýmissa annarra mála. 26.5.2025 14:28
Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Ræstingafólk, sem þrífur starfsstöðvar ríkisstofnana, fær ekki greitt fyrir alla þá vinnu sem það innir af hendi. Formaður Eflingar segir ræstingafyrirtæki úthluta fólkinu of litlum tíma fyrir hvert verk og ekki greiða meira ef verkið tekur lengri tíma. 23.5.2025 21:41