Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Hlé hefur verið gert í kjarasamningsviðræðum kennara við ríki og sveitarfélög. Náist ekki samningar fyrir 1. febrúar hefjast verkföll að nýju. 11.1.2025 11:48
Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Á allra vörum hrindir af stað nýju þjóðarátaki í mars eftir sex ára hlé. Ein forsvarskvenna átaksins segir aukið ofbeldi gegn konum og börnum hafa vakið þær til lífsins - nú þurfi að klára að byggja nýtt Kvennaathvarf. 10.1.2025 13:02
Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins Ekkja manns sem fékk ígræddan plastbarka og lést þrjátíu mánuðum síðar hefur stefnt íslenska ríkinu. Starsmenn Landspítala hafi átt þátt í dauða mannsins. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 7.1.2025 18:11
Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur lagði línurnar fyrir fyrstu mánuðum þessa kjörtímabils á ríkisstjórnarfundi í morgun. Orkumál eru þar ofarlega á lista og hyggst orkumálaráðherra leggja fram tillögu að rammaáætlun. 7.1.2025 12:42
Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Áhrifa fellibyljarins Helene, sem reið yfir Norður-Ameríku í september, gætir enn meðal bænda en uppskerubrestur varð vegna veðurofsans. Bændur óttast að þeir nái ekki að framleiða eins og þeir þurfa á næsta ári. 29.12.2024 21:32
Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Í kvöldfréttum ræðum við, við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur nýjan utanríkisráðherra um ákvörðun NATO að auka viðveru á Eystrasaltinu vegna bilunar á sæstreng milli Eistlands og Finnlands. Olíuflutningaskipt, sem sagt er vera hluti af rússneskum skuggaflota, er talið hafa unnið skemmdarverk á strengnum. 27.12.2024 18:16
Þýska sambandsþingið leyst upp Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, hefur leyst upp sambandsþingið og boðað til þingkosninga á nýju ári. Þetta gerir hann í kjölfar þess að Olaf Scholz, kanslari, fór fram á þingrof eftir að vantraust á hendur honum var samþykkt í þinginu. 27.12.2024 10:48
Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum eftir mikið fannfergi síðustu daga og er vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaður. Við ræðum við sérfræðing á sviði snjóflóða hjá Veðurstofunni en nokkur slík féllu í nótt. 26.12.2024 18:16
Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Minningarathafnir voru haldnar víða í Suður-Asíu í dag til að minnast þeirra sem fórust þegar skjálftaflóðbylgjur gengu á land þennan dag árið 2004. Þetta eru mannskæðustu náttúruhamfarir þessarar aldar en tæplega 230 þúsund fórust. 26.12.2024 17:30
Sex voru fluttir með þyrlunni Sex voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir að tveir bílar rákust á í nágrenni Fagurhólsmýrar í Öræfum. 26.12.2024 16:30