Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Aðsókn í endurvinnslustöðvar Sorpu eykst um sextíu prósent í kringum hátíðarnar og er engin undantekning þar á þessi jól. Upplýsingafulltrúi Sorpu biðlar til fólks að mæta vel undirbúið á stöðvarnar. 3.1.2026 13:31
Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna Bensínverð hefur lækkað um þriðjung frá áramótum eftir að kílómetragjaldið tók gildi. Formaður Neytendasamtakanna segir kvartanir hafa borist um að olíufélögin hafi haldið verði uppi í aðdragandanum. 2.1.2026 18:12
Banaslys á Hvolsvelli Kona á fertugsaldri lést þegar vörubíl var ekið yfir hana á bílaplani Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli að kvöldi 30. desember. Málið er rannsakað sem slys. 2.1.2026 11:25
Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Föður sem lenti í bílslysi í Suður-Afríku er enn haldið sofandi í öndunarvél og langur batavegur er fram undan. Vinur hans segir slysið hafa orðið á stórhættulegum vegarkafla. Efnt hefur verið til söfnunar fyrir hann. 29.12.2025 18:13
Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjálfvirkir lyfjaskammtarar, sem nýttir eru í heimaþjónustu um allt land, hafa reynst gríðarlega vel. Sviðsstjóri hjá heimaþjónustu borgarinnar segir skammtarana spara mikinn tíma hjá starfsmönnum og auka sjálfstæði notendanna svo um munar. 27.12.2025 16:30
Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Fylgi Miðflokksins heldur áfram að aukast og eykst um tæp tvö prósentustig milli mánaða, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Flokkurinn mælist nú með 19,2 prósent. 22.12.2025 18:30
Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði segir að færu kosningar eins og glæný könnun Maskínu væri glæný staða komin upp í íslenskum stjórnmálum. Við skoðum könnunina og fáum Ólaf til að rýna í hana með okkur í kvöldfréttum. 22.12.2025 18:06
„Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Viðbrögð við söfnun fyrir fjölskyldu íslensku stúlkunnar, sem lést í bílslysi í Suður-Afríku á miðvikudag, hafa verið góð. Skipuleggjandi söfnunarinnar segir harminn ólýsanlegan og hvetur fólk til að leggja hönd á plóg til að létta undir með móðurinni. 22.12.2025 11:21
Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur aftur lagt fram tillögu um stofnun hverfislögreglustöðvar í Breiðholti. Hann segir ákall íbúa eftir slíkri stöð verða sífellt háværari. 21.12.2025 18:51
Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Heilbrigðisráðherra hyggst skýra það hvenær heilbrigðisstarfsmenn eru undanþegnir þagnarskyldu. Helstu málsaðilar verða kallaðir á fund ráðherra og næstu skref metin. 21.12.2025 12:07