Innlent

Utan­ríkis­ráð­herra Þýska­lands fundar með Þor­gerði

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Johann Wadephul kollegi hennar frá Þýskalandi hittast á Keflavíkurflugvelli á morgun.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Johann Wadephul kollegi hennar frá Þýskalandi hittast á Keflavíkurflugvelli á morgun. Vísir/AP

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tekur á móti Johann Wadephul, utanríkisráðherra Þýskalands, á Keflavíkurflugvelli á morgun. Hann stoppar stutt á flugvellinum á leið vestur um haf, þar sem hann á fund með Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

„Það er gríðarlega mikilvægt á þessum tímum að við séum í góðu sambandi við allar okkar vinaþjóðir. Þýskaland er einn mikilvægasti banamaður [okkar] og hefur í gegnum tíðina alltaf sýnt mikinn velvilja í okkar garð,“ er haft eftir Þorgerði Katrínu í frétt mbl.is um málið. 

Fundurinn verður eins og áður segir í Keflavík síðdegis á morgun, strax að loknum ríkisráðsfundi.

Ríkisráð kemur saman

Ríkisráð kemur saman á Bessastöðum klukkan þrjú á morgun þar sem til stendur að setja Ingu Sæland í embætti barna- og menntamálaráðherra og Ragnar Þór Ingólfsson í embætti félags- og húsnæðismálaráðherra. 

Tilkynnt var um uppstokkun í ráðherraliði Flokks fólksins á fimmtudagskvöld eftir að Guðmundur Ingi Kristinsson sagði af sér sem barna- og menntamálaráðherra vegna veikinda. Greint var svo frá því í gær að Inga taki við af honum og Ragnar Þór fari í gamla ráðuneytið hennar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×