Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Úr­skurður um tæmingu Ár­bæjar­lóns fall­ein­kunn fyrir borgina

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um tæmingu Árbæjarlóns vera falleinkunn fyrir borgina og Orkuveitu Reykjavíkur. Það sé til háborinnar skammar að borgin hafi ekki stöðvað tæminguna á sínum tíma. 

Skæð fuglaflensa gengur enn

Skæð fuglaflensa gengur og greinist enn í villtum fuglum hér á landi. Meira en hálft ár er liðið síðan flensan fór að greinast í villtum fuglum hér á Íslandi en Matvælastofnun telur ekki tímabært að aflétta sóttvarnaaðgerðum sem eru í gildi vegna flensunnar.

Tæplega tvö hundruð sluppu ómeidd úr flugslysi

Tæplega tvö hundruð sluppu ómeidd eftir að flugvél sem þau voru um borð í brotlenti á flugvelli á Filippseyjum. Flugstjórarnir höfðu gert tvær tilraunir til að lenda vélinni áður en það loks tókst en þá lenti vélin út af flugbrautinni og skemmdist.

Gæti átt 140 ár í fangelsi í vændum

Kvikmyndaframleiðandinn og Hollywood mógúllinn Harvey Weinstein er enn og aftur mættur fyrir dómara í Bandaríkjunum sakaður um kynferðisofbeldi. Weinstein gæti átt yfir höfði sér allt að 140 ára dóm en hann afplánar nú 23 ára fangelsisdóm fyrir kynferðisofbeldi og nauðgun. 

Skotum hleypt af milli Norður- og Suður-Kóreu

Suðurkóreski herinn skaut viðvörunarskotum í átt að norðurkóresku skipi í nótt eftir að það sigldi inn á svæði sem ríkin tvö deila um. Norður-Kórea svaraði í sömu mynt en spenna hefur aukist gífurlega milli ríkjanna undanfarin misseri.

Köstuðu kartöflumús á málverk Monet

Franski listmálarinn Claude Monet er orðinn nýjasta viðfangsefni loftslagsaðgerðasinna en þýskir aktívistar köstuðu kartöflumús á verk eftir málarann á Potsdam safninu í Berlín í gær. Þetta er annað klassíska málverkið sem verður fyrir barðinu á matvælamótmælum á stuttum tíma.

Tveir sextán ára skemmdu tólf bíla

Tveir sextán ára gamlir drengir voru handteknir klukkan tuttugu mínútur í eitt í nótt grunaðir um að hafa skemmt tólf bíla Breiðholti. Barnavernd var kölluð til og skýrsla tekin af þeim á lögreglustöð vegna skemmdarverkanna.

Telur Ís­land geta orðið leiðandi í matar­sjálf­bærni

Um 53 prósent allrar matvöru sem neytt er á Íslandi er framleidd hérlendis. Sérfræðingur í sjálfbærni segir nauðsynlegt að Íslendingar líti í eigin matarkistu og telur landið geta orðið leiðandi í sjálfbærri matvælaframleiðslu.

Telur ein­eltis­mál ekki van­rækt af kerfinu

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir sér hafa verið brugðið þegar tólf ára stúlka steig fram og lýsti hrottalegu einelti í gær. Hann telur þrátt fyrir þetta ekki að eineltismál séu vanrækt af kerfinu. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída.

Sjá meira