Marinó tekur við Mílu af Marion Marinó Örn Tryggvason, fyrrverandi forstjóri Kviku banka, hefur verið kjörinn stjórnarformaður Mílu. Hann tekur við hlutverkinu af Marion Calcine, sem sinnti hlutverkinu tímabundið en situr áfram í stjórn félagsins. 26.10.2023 09:10
Strokukóngur fær fjórtán ár fyrir strokutilraun Franskur maður sem fékk upphafleg dóm fyrir vopnað rán hefur verið dæmdur í annað sinn til fangelsisvistar fyrir að strjúka úr fangelsi. Fjórtán ár bætast nú við fangelsisvistina eftir að hann flúði fangelsi í París meðal annars með aðstoð þyrlu. 26.10.2023 08:55
Sólheimajökull skríður fram í fyrsta sinn í hálfan annan áratug Í fyrsta sinn í fjórtán ár hefur Sólheimajökull skriðið fram. Þetta kom í ljós þegar nemendur í sjöunda bekk í Hvolsskóla fóru í árlega mælingu á jöklinum síðastliðinn mánudag. 26.10.2023 08:32
Greip til aðgerða eftir að ábending barst um slæma aðstöðu hrossa Matvælastofnun segir ekki fyrirhugað að hross verði haldin á bæ á Vestfjörðum í vetur eftir að ábending um slæman aðbúnað barst stofnuninni. Eigandi hrossanna hafi brugðist við kröfum MAST um úrbætur án þess að kæmi til þvingunaraðgerða. 26.10.2023 08:13
Úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna andlátsins í Bátavogi Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Konan var handtekin 23. september síðastliðinn í tengslum við andlát karlmanns á sextugsaldri í Bátavogi sama dag. 25.10.2023 15:32
Afkoma Hafnarfjarðarbæjar betri en var vænst Afkoma Hafnarfjarðarbæjar á fyrri helmingi þessa árs var 208 milljónum króna betri en áætlanir geðru ráð fyrir. Eiginfjárhlutfall bæjarins og fyrirtækja í eigu hans nam 32,2 prósentum í lok júnímánaðar. 25.10.2023 14:53
Fimm látnir eftir skipaárekstur í Norðursjó Minnst fimm eru látnir eftir að tvö flutningaskip skullu saman í Norðursjó nærri strönd Þýskalands. Annað skipið sökk í kjölfar árekstursins. 25.10.2023 14:25
Fara fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á að gæsluvarðhald yfir konu, sem handtekin var í tengslum við andlát karlmanns í Bátavogi í lok september, verði lengt um fjórar vikur. Gæsluvarðhaldskröfuna er nú verið að taka fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. 25.10.2023 13:35
Hafnarfjarðarbær þurfti ekki að greiða matarkostnað einkaskólabarns í Covid Hafnarfjarðarbæ var heimilt að synja foreldrum grunnskólabarns um greiðslu matarkostnaðar barnsins þeirra á meðan samkomubann vegna Covid-19 varði. Foreldrarnir höfðu farið fram á að bærinn greiddi matarkostnað barnsins, sem var nemandi í einkareknum grunnskóla, eins og það gerði fyrir börn sem gengu í skóla rekna af sveitarfélaginu. 25.10.2023 12:58
Fylgjast vel með en óvíst hvort kvika færist nær yfirborðinu Tveir jarðskjálftar yfir þremur að stærð mældust rétt norður af Þorbirni í Grindavík í morgun. Meira en þúsund skjálftar hafa mælst við Þorbjörn og Fagradalsfjall síðan á miðnætti. Bæjarstjórinn í Grindavík segir óþægilegt að vakna aftur við þennan veruleika en íbúar séu orðnir vanir. 25.10.2023 12:28