Þúsundir leita skjóls í Kabúl en enda á götunni Þúsundir manna hafa flúið heimili sín víðs vegar um Afganistan undan stórsókn Talibana til höfuðborgarinnar Kabúl. 12.8.2021 06:47
Lok og læs á Nýja-Sjálandi út árið Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands tilkynnti í gær að landamæri ríkisins verði lokuð út þetta ár vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar. Það væri besta leiðin til að halda veirunni í skefjum og efnahagslífinu gangandi. 12.8.2021 06:38
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Forsætisráðherra segir stjórnvöld verða að fara yfir markmið sín í loftlagsmálum. Núgildandi markmið dugi ekki eftir svarta skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna. Við heyrum í Katrínu Jakobsdóttur í hádegisfréttum. 11.8.2021 11:44
Kanadamaður dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir njósnir í Kína Kínverskur dómstóll dæmdi í gær Michael Spavor frá Kanada í ellefu ára fangelsi fyrir njósnir. Hann og samlandi hans Michael Kovrig hafa verið í gæsluvarðaldi í tvö ár. Dómur hefur enn ekki verið kveðinn upp yfir Kovrig. 11.8.2021 07:38
Facebook lokar áróðurssíðum gegn vestrænum bóluefnum Stjórnendur Facebook segja að hundruð reikinga eða notenda með tengsl við Rússlandi hafi verið fjarlægðir vegna herferðar þeirra gegn tilteknum bóluefnum og falsfrétta um þau. 11.8.2021 06:45
Biden segir Afgana þurfa að berjast fyrir landinu sínu Joe Biden forseti Bandaríkjanna segist ekki sjá eftir að hafa kallað herlið Bandaríkjamanna í Afganistan heim þótt Talibanar hafi að undanförnu náð hverri héraðshöfuðborg landsins á sitt vald. 11.8.2021 06:39
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum greinum við frá nýjustu tölum í kórónuveirufaraldrinum. Við heyrum einnig í Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra sem gagnrýnir stjórnendur í heilbrigðiskerfinu fyrir hvernig spilað hafi verið úr auknum framlögum til heilbrigðismála á undanförnum árum. 10.8.2021 11:24
Langtíma sóttvarnaaðgerðir ekki kynntar í dag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki reiknað með að í dag verði kynntar sóttvarnaaðgerðir til lengri tíma. En ríkisstjórnin kemur saman til reglulegs fundar á Suðurnesjum í dag og fundar einnig með sveitarstjórnarfólki þar. 10.8.2021 08:36
Biðst afsökunar á því að gróðureldarnir geisi enn Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, hefur beðist afsökunar á að ekki hafi tekist að ráða niðurlögum skógarelda í landinu. Jafnvel þótt allt hafi verið gert sem í mannlegu valdi standi til að kæfa eldana hafi það oft á tíðum ekki reynst nóg. 10.8.2021 07:13
Kínverskur áfrýjunardómstóll staðfestir dauðadóm yfir Kanadamanni Áfrýjunardómstóll í Kína hefur staðfest þyngingu á dómi yfir Kanadamanni úr fimmtán ára fangelsi í dauðadóm fyrir að hafa reynt að smygla tæplega 230 kílóum af metaamfetamíni frá Kína til Ástralíu árið 2014. 10.8.2021 06:42