Heimir Már Pétursson

Nýjustu greinar eftir höfund

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar greinum við frá stöðunni í kórónuveirufaraldrinum en mikill fjöldi fólks heldur áfram að greinast með veiruna. Við förum yfir framboðsmál fyrir komandi alþingiskosningar og fleira.

Út­víkka neyðar­ráð­stafanir í Tókýó

Stjórnvöld í Japan hafa ákveðið að útvíkka neyðarráðstafanir í Tókýó vegna kórónuveirufaraldursins til nágrannabyggðarlaga vegna mikillar fjölgunar smitaðra að undanförnu.

Forsætisráðherra segir marga möguleika til stjórnarmyndunar

Forsætisráðherra segir ýmsa möguleika til stjórnarmyndunar að loknum kosningum ef úrslitin yrðu eins og í könnun Maskínu fyrir fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Formaður Flokks fólksins er viss um að flokkurinn nái mönnum inn á þing þótt könnunin gefi það ekki til kynna.

Menntun og tekjur ráða miklu um stuðning við flokka

Tekjur, menntun, kyn og aldur ráða miklu um stuðning við einstaka stjórnmálaflokka. Samfylkingin hefur mest fylgi hjá þeim tekjulægstu en Sjálfstæðisflokkurinn hjá þeim tekjuhæstu. Þá styðja flestar konur Vinstri græn en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar mest til karla.

Inga Sæland krefst þess að Alþingi komi saman vegna faraldursins

Inga Sæland formaður Flokks fólksins krefst þess að Alþingi verði þegar kallað saman vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í kórónuveirufaraldrinum. Neyðarástand ríki í samfélaginu og styrkja þurfi sóttvarnaráðstafanir og heilbrigðiskerfið.

Sjálfstæðisflokkur vinsælastur hjá körlum en VG hjá konum

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur yfirburða fylgis meðal karla en Vinstri græn meðal kvenna samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis. Samfylkingin hefur mesta fylgið hjá yngstu kjósendunum en elstu kjósendurnir kjósa flestir Sjálfstæðisflokkinn.

Mengun frá skemmtiferðaskipum minnki um allt að helming

Faxaflóahafnir stefna á að ljúka uppbyggingu fyrir raftengingu farþegaskipa í höfnum allra hafna fyrirtækisins innan fimm ára. Þannig verður dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og loftgæði almennt bætt í borginni.

Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu

Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum verður farið vandlega yfir þær sóttvarnatakmarkanir sem kynntar verða að loknum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum í dag, að því gefnu að ríkisstjórnarfundur klárist í tæka tíð.

Sjá meira