Heimir Már Pétursson

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við vandlega yfir tíðindi dagsinis varðandi væntanlega aðgerðir vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar undanfarnar vikur, sem sóttvarnalæknir segir í veldisvexti.

Vinir Tomma Tomm léttir í lundu í nýjum lundi

Samstarfsfélagar og vinir Tomma Tomm fyrrverandi bassaleikara Stuðmanna, Þursaflokksins og fleiri hljómsveita minntust hans í dag með vígslu Tómasarlundar í Húsdýragarðinum. Lundurinn á að boða gleði eins og lund Tomma hafi alla tíð gert.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar greinum við frá ákalli æ fleiri sérfræðinga í heilbrigðismálum um að gripið verði til aðgerða til að hefta vaxandi útbreiðslu kórónuveirunnar innanlands. Smituðum fjölgar í veldisvexti og eru lang flestir þeirra full bólusettir og ungir að árum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar förum við ítarlega yfir aukna útbreiðslu kórónuveirunnar um allt land en sóttvarnalæknir segir nýja bylgju hafna og hún sé í veldisvexti. 

Þjóðhátíðarstemning á Ráðhústorginu

Það er sannkölluð þjóðhátíðarstemming á Ráðhústorginu og á Strikinu í miðborg Kaupmannahafnar eftir 2-1 sigur Dana á Tékkum á EM í knattspyrnu í Aserbaídsjan fyrr í dag. Þúsundir manna eru saman komnar í miðborginni og syngja lag landsliðsins, þeyta þokulúðra og skreyta sig með dönsku fánalitunum.

Alþingi hefur komist að samkomulagi um þinglok

Þingheimur hefur komist að samkomulagi þess efnis að Alþingi ljúki störfum á morgun. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að Alþingi verði að störfum langt fram á næstu nótt.

Frakkland býður fullbólusetta ferðamenn velkomna

Fullbólusettir ferðamenn geta ferðast til Frakklands frá og með deginum í dag og veitingastaðir geta nú leyft gestum að vera innanhúss. Fólki frá sextán ríkjum þar sem staða kórónuveirufaraldursins er slæm eru þó enn meinað að koma til Frakklands.

Mladic verður aldrei sleppt úr fangelsi

Áfrýjunardómstóll Sameinuðu þjóðanna staðfesti í dag ævilangan fangelsisdóm yfir Ratko Mladic fyrir þjóðarmorð og aðra stríðsglæpi í stríðinu í Bosníu á árunum 1992 til 1995.

Sjá meira