Heimir Már Pétursson

Nýjustu greinar eftir höfund

Trudeau fordæmir huglausa morðárás á múslimska fjölskyldu

Forsætisráðherra Kanada segir morðárás á þrjár kynslóðir í sömu fjölskyldu í London-Ontario á sunnudag hafa verið grófa og huglausa. Grípa verði til aðgerða til að koma í veg fyrir að hatursglæpur sem þessi endurtaki sig.

Síðustu dagar kjörtímabilsins að renna upp á Alþingi

Síðustu dagar þingstarfa á yfirstandandi kjörtímabili eru framundan í vikunni og setja svip sinn á Víglínuna á Stöð 2 í dag. Eldhúsdagsumræður fara fram á morgun og samkvæmt starfsáæltun á þingstörfum á vorþingi að ljúka næst komandi fimmtudag hinn 10. júní.

Sigmundur Davíð vill feta flóttamannaleið Dana

Formaður Miðflokksins hvetur íslensk stjórnvöld að fara sömu leið og Danir, sem samþykktu lög í dag sem heimila að hælisleitendur verði vistaðir í öðru landi á meðan þeir bíða niðurstöðu vegna umsókna sinna. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandið hafa áhyggjur af stefnu Dana.

Sérfræðingar hafa helst áhyggjur af súrnun sjávar

Horfur á ástandi sjávar í kringum Ísland eru almennt góðar næstu áratugina samkvæmt nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Súrnun sjávar er þó áhyggjuefni sem sérfræðingar segja að auka þurfi þekkinguna á.

Afborganir húsnæðislána gætu snarhækkað með vaxtahækkunum

Afborganir af húsnæðislánum með breytilega vexti gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði og rúma milljón á ári ef Seðlabankinn dregur allar vaxtalækkanir sínar undanfarin tvö ár til baka og viðskiptabankarnir fylgja þeim hækkunum. Neytendasamtökin segja forsendur vaxtahækkana bankanna óskýrar og ósanngjarnar og undirbúa prófmál.

For­maður Neyt­enda­sam­takanna óttast vaxta­hækkana­ferli

Formaður Neytendasamtakanna segir enga leið fyrr neytendur að átta sig á hvort vaxtahækkanir bankanna á húsnæðislánum í gær séu réttmætar. Þær undirstriki mikilvægi þess að fólk taki þátt í hópmálsókn samtakanna gegn bönkunum en nú þegar hafa um þúsund manns skráð sig á málaferlin.

Söguleg tímamót á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík

Söguleg tímamót urðu á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík í dag þegar gefin var út sameiginleg yfirlýsing og aðgerðaráætlun í fyrsta skipti í tuttugu og fimm ára sögu ráðsins. Rússar tóku við forystu í ráðinu til næstu tveggja ára úr höndum Íslendinga á fundinum og segjast vilja standa vörð um frið og sjálfbærni á Norðurskautinu.

Mikil spenna milli Rússa og Bandaríkjamanna í Hörpu

Mikil spenna ríkti milli Bandaríkjamanna og Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík. Rússar gagnrýna NATO ríkin harðlega fyrir hernaðaruppbyggingu við landamæri Rússlands og vilja að yfirmenn herafla Norðurskautsráðsins taki á ný upp reglulega fundi.

Hækkun vaxta nú gæti verið byrjunin á vaxtahækkunarferli

Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti meira dugi vaxtahækkun hans í dag ekki til að draga úr verðbólgu sem er langt yfir markmiði bankans. Ekki er reiknað með að verðbólgan fari niður að markmiðinu fyrr en um mitt næsta ár.

Sjá meira