Sergei Lavrov mættur í Hörpu: Rússneski ráðherrann slær á létta strengi við fréttamenn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hittast á tvíhliða fundi í Hörpu núna innan stundar. Það verður fyrsti fundur háttsettra ráðamanna ríkjanna frá því Joe Biden tók við forsetaembættinu í Bandaríkjunum í janúar. 19.5.2021 18:48
Verðbólga yfir markmiði fram á mitt næsta ár Verðbólguhorfur hafa versnað og verðbólga verður ekki komin niður í markmið Seðlabankans fyrr en um mitt næsta ár samkvæmt spá bankans í dag. Meginvextir voru hækkaðir í dag um 0,25 prósentustig. 19.5.2021 11:54
Íslenskir ráðamenn þrýstu á Blinken um lausn fyrir botni Miðjarðarhafs Íslenskir ráðmenn þrýstu á Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum með honum í dag að gera allt sem í hans valdi stæði til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann er sammála stefnu íslenskra stjórnvalda um að tveggja ríkja lausn í samskiptum Ísraels og Palestínu sé besta skrefið varðandi framtíð ríkjanna. 18.5.2021 20:01
Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í borginni liðinn Hörð barátta verður um efstu fjögur sætin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer dagana annan til þriðja júní. Framboðsfrestur rann út síðdegis í dag en endanlegur framboðslisti verður ekki kunngerður fyrr en á sunnudag. 14.5.2021 18:55
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum kynnumst við aðgerðum á gosstöðvunum í Geldingadölum til að koma í veg fyrir að tjón verði á mannvirkjum vegna hraunflæðis. Við greinum frá stöðunni á Gasa en þar hafa yfir hundrað manns fallið í árásum Ísraelshers undanfarna daga. 14.5.2021 18:00
Sterkur sjávarútvegur geti aukið verðmætasköpun um hundruð milljarða Íslenskur sjávarútvegur hefur þróast mikið á undanförnum árum og stendur sterkt og getur aukið verðmætasköpun sína um hátt í þrjú hundruð milljarða á næstu tíu árum. Þetta er niðurstaða viðamikillar skýrslu sérfræðihóps til sjávarútvegsráðherra sem kynnt var í dag. 12.5.2021 20:30
Aðgerðum ef til vill breytt á landamærunum Mögulega verður dregið úr sóttvarnaaðgerðum á landamærum á næstunni gagnvart þeim sem eru annað hvort bólusettir eða hafa jafnað sig á covid 19 sjúkdómnum. Sóttvarnalæknir telur núgildandi aðgerðir duga gegn útbreiðslu indverska afbrigðis covid 19 hér á landi. 12.5.2021 19:15
Mikil samstaða í sóttvarnaaðgerðum í Skagafirði Vonir standa til að hægt verði að aflétta viðbótar samkomutakmörkunum í Skagafirði strax eftir helgi. Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær, þar af einn í sóttkví og var hann í Skagafirði. Forsætisráðherra var ein þeirra sem voru bólusettir í dag. 11.5.2021 18:52
Reiknað með að fjölmiðlafrumvarpið verði að lögum á vorþingi Formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis telur að samstaða náist um afgreiðslu fjölmiðlafrumvarps menntamálaráðherra sem tekið var af dagskrá þingfundar í gær. Hann reikni með að frumvarpið verði að lögum á yfirstandandi þingi en álitaefni séu um gildistíma þess. 11.5.2021 11:43
Staða flokka í kosningakerfinu í Víglínunni í dag Fjöldaflokkakerfi virðist komið til að vera í íslenskum stjórnmálum og útlit fyrir að átta flokkar nái fólki á þing í alþingiskosningunum hinn 25. september. Jöfnun þingsæta milli smærri og stærri flokka í samræmi við fylgi þeirra raskast hins vegar meira eftir því sem flokkarnir eru fleiri. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær þá Dr. Ólaf Þ. Harðarson stjórnmálafræði prófessor og Steingrím J. Sigfússon forseta Alþingis til sín í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 9.5.2021 16:30