Heimir Már Pétursson

Nýjustu greinar eftir höfund

Nýjar landamærareglur á Íslandi einsdæmi í Evrópu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til að gefið verði út samevrópskt rafrænt grænt vottorð fyrir alla íbúa evrópska efnahagssvæðisins sem staðfesti stöðu þeirra gagnvart COVID-19. Nýjar reglur varðandi vottorð ferðamanna utan Schengens sem taka gildi á morgun eru einsdæmi innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Eftirlit tekið upp á innri landamærum Íslands

Eftirlit verður tekið upp á innri landamærum Íslands eftir að fólki utan Schengen svæðisins sem hefur verið bólusett gegn Covid 19 verður leyft að koma til landsins. Yfirlögregluþjónn segir þetta auðvelda eftirlit með þeim sem koma til Íslands og frávísun þeirra sem ekki megi koma hingað.

Krafði ríkisstjórnina um kröftugri aðgerðir fyrir atvinnulausa

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnvöld þurfa að hreyfa sig hraðar og koma þeim sem hefðu verið atvinnulausir lengi til mun meiri aðstoðar en hingað til. Félagsmálaráðherra segir allar aðgerðir stjórnvalda miða við þetta og sú nýjasta sé sú viðamesta til sköpunar starfa.

Laun minna menntaðra hækkað meira en menntaðra

Munur á launum þeirra sem einungis eru með grunnmenntun annars vegar og þeirra sem eru annað hvort með starfs- eða framhaldsmenntun eða háskólamenntun hins vegar minnkaði á tíu ára tímabili frá árinu 2009. Aldur ólíkra stétta ræður þó mestu um laun fólks.

Blásið til sóknar í aðgengismálum hreyfihamlaðra

Blásið var til sóknar í úrbótum fyrir aðgengi fólks í hjólastólum að fyrirtækjum og stofnunum með forseta Íslands, forsætisráðherra, borgarstjóra og fórráðamönnum samtaka og fyrirtækja í Iðnó í dag. Stefnt er að samhentu átaki við byggingu hundrað rampa í Reykjavík á einu ári.

Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns

Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti.

Drottningin döpur yfir erfiðleikum Meghan og Harrys

Elísabet Englandsdrottning segir alla konungsfjölskylduna dapra eftir að hafa komist að því til fulls í viðtali Opruh Winfrey við Harry og Meghan hversu erfið síðustu ár hafi reynst þeim. Almenningsálitið í Bretlandi virðist vera á sveif Meghan.

Heimstorg opnað fyrir fyrirtæki í þróunarsamvinnuverkefni

Heimstorg Íslandsstofu var formlega opnað í dag en það er vettvangur fyrir fyrirtæki sem vilja koma að fjárfestingum og þróunarsamvinnuverkefnum í útlöndum. Utanríkisráðherra segir mikilvægt að atvinnulífið fái tækifæri til taka þátt í þróunarsamvinnu og fái aðstoð í samskiptum við stjónvöld annarra ríkja og fjölmarga sjóði sem fyrirtæki geti leitað í.

Allt á suðupunkti í deilum um byggingar á Kirkjusandi

105 Miðborg í stýringu Íslandssjóða hefur ráðið nýjan verktaka til að ljúka framkvæmdum á kirkjusandsreitnum eftir að hafa rift samningi við Íslenska aðalverktaka um byggingu þriggja húsa upp á um tíu milljarða króna.

Sjá meira