Laun minna menntaðra hækkað meira en menntaðra Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2021 11:30 Á undanförnum árum hefur verið lögð áhersla á að hækka lægstu laununin við gerð kjarasamninga. Stöð 2/Friðrik Þór Munur á launum þeirra sem einungis eru með grunnmenntun annars vegar og þeirra sem eru annað hvort með starfs- eða framhaldsmenntun eða háskólamenntun hins vegar minnkaði á tíu ára tímabili frá árinu 2009. Aldur ólíkra stétta ræður þó mestu um laun fólks. Í samantekst Hagstofu Íslands yfir launaþróun frá árinu 2009 til 2019 kemur fram að munur á atvinnutekjum einstaklinga á aldrinum 25 til 64 ára eftir menntunarstigi hefur heldur minnkað með árunum. Árið 2009 voru einstaklingar með starfs- og framhaldsmenntun með 19% hærri atvinnutekjur en þeir sem voru eingöngu með grunnmenntun. Árið 2019 var þessi munur kominn niður í 10%. Hér sést þróun launa innan einstakra hópa frá árinu 2009 til 2019.hagstofa íslands Þá fór munur á atvinnutekjum einstaklinga með háskólamenntun og þeirra sem voru með grunnmenntun úr 61% í 39% á tíu árum. Hagstofan segir þó rétt að halda til haga að á þessu tímabili hafi fjölgað hlutfallslega í hópi einstaklinga með háskólamenntun en fækkað í hópi þeirra sem einungis hafi grunnmenntun. Að einhverju leyti má sennilega skýra þessar breytingar með áherslu á hækkun lægstu launa við gerð kjarasamninga á undanförnum árum. Á umræddu tímabili hafa atvinnutekjur þeirra sem eru með grunnmentun hækkað um 39 prósent, þeirra sem hafa starfs- og framhaldsskólamenntun um 28 prósent og háskólamenntun um 20 prósent. Þegar heildartekjur fólks eftir aldri og menntun eru skoðaðar saman í úttekt Hagstofunnar kemur í ljós að aldur ræður mjög miklu um launamun einstakra menntunarhópa. Í yngsta aldurshópnum, sextán til tuttugu og fjögurra ára er ekki mikill munur á launum þeirra sem eru með starfs- og framhaldsmenntun og háskólamenntun en þeir sem eru einungis með grunnmenntun á þessum aldri eru með mun lægri laun en þessir tveir hópar. Hér sést hvernig grunnskólamenntaðir draga mjög á starfs- og framhaldsskólamenntaða þegar komið er í aldurshópinn tuttugu og fimm til fimmtíu og fjögurra ára.hagstofa íslands Þegar komið er í aldurshópinn tuttugu og fimm til fimmtíu og fjögurra ára draga grunnskólamenntaðir mikið á hópinn með starfs- og framhaldsskólamenntun. Þá eru þessir tveir hópar sitt hvoru meginn við fimmhundruð þúsund króna mánaðarlaun en háskólamenntaðir fara í tæpar sjö hundruð þúsund krónur. Þegar lengra kemur á starfsævina, þegar fólk er fimmtíu og fimm til sjötíu og fjögurra ára, síga mánaðarlaun þeirra sem eru með grunnskólamenntun að meðaltali niður í fjögurhundruð þúsund krónur, starfs- og framhaldsskólamenntaðir hækka örlítið yfir hálfu milljóninni en háskólamenntaðir fara að meðaltali í rúmar sjö hundruð þúsund krónur. Þegar fólk er síðan orðið sjötíu og fimm ára eða eldra lækka bæði grunnskólamenntaðir og starfs- og framhaldsskólamenntaðir í tæp fjögurhundruð þúsund annars vegar og fjögurhundruð þúsund slétt að jafnaði hins vegar. En háskólamenntaðir eru enn nokkuð yfir hálfri milljón í mánaðrlaunum. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Í samantekst Hagstofu Íslands yfir launaþróun frá árinu 2009 til 2019 kemur fram að munur á atvinnutekjum einstaklinga á aldrinum 25 til 64 ára eftir menntunarstigi hefur heldur minnkað með árunum. Árið 2009 voru einstaklingar með starfs- og framhaldsmenntun með 19% hærri atvinnutekjur en þeir sem voru eingöngu með grunnmenntun. Árið 2019 var þessi munur kominn niður í 10%. Hér sést þróun launa innan einstakra hópa frá árinu 2009 til 2019.hagstofa íslands Þá fór munur á atvinnutekjum einstaklinga með háskólamenntun og þeirra sem voru með grunnmenntun úr 61% í 39% á tíu árum. Hagstofan segir þó rétt að halda til haga að á þessu tímabili hafi fjölgað hlutfallslega í hópi einstaklinga með háskólamenntun en fækkað í hópi þeirra sem einungis hafi grunnmenntun. Að einhverju leyti má sennilega skýra þessar breytingar með áherslu á hækkun lægstu launa við gerð kjarasamninga á undanförnum árum. Á umræddu tímabili hafa atvinnutekjur þeirra sem eru með grunnmentun hækkað um 39 prósent, þeirra sem hafa starfs- og framhaldsskólamenntun um 28 prósent og háskólamenntun um 20 prósent. Þegar heildartekjur fólks eftir aldri og menntun eru skoðaðar saman í úttekt Hagstofunnar kemur í ljós að aldur ræður mjög miklu um launamun einstakra menntunarhópa. Í yngsta aldurshópnum, sextán til tuttugu og fjögurra ára er ekki mikill munur á launum þeirra sem eru með starfs- og framhaldsmenntun og háskólamenntun en þeir sem eru einungis með grunnmenntun á þessum aldri eru með mun lægri laun en þessir tveir hópar. Hér sést hvernig grunnskólamenntaðir draga mjög á starfs- og framhaldsskólamenntaða þegar komið er í aldurshópinn tuttugu og fimm til fimmtíu og fjögurra ára.hagstofa íslands Þegar komið er í aldurshópinn tuttugu og fimm til fimmtíu og fjögurra ára draga grunnskólamenntaðir mikið á hópinn með starfs- og framhaldsskólamenntun. Þá eru þessir tveir hópar sitt hvoru meginn við fimmhundruð þúsund króna mánaðarlaun en háskólamenntaðir fara í tæpar sjö hundruð þúsund krónur. Þegar lengra kemur á starfsævina, þegar fólk er fimmtíu og fimm til sjötíu og fjögurra ára, síga mánaðarlaun þeirra sem eru með grunnskólamenntun að meðaltali niður í fjögurhundruð þúsund krónur, starfs- og framhaldsskólamenntaðir hækka örlítið yfir hálfu milljóninni en háskólamenntaðir fara að meðaltali í rúmar sjö hundruð þúsund krónur. Þegar fólk er síðan orðið sjötíu og fimm ára eða eldra lækka bæði grunnskólamenntaðir og starfs- og framhaldsskólamenntaðir í tæp fjögurhundruð þúsund annars vegar og fjögurhundruð þúsund slétt að jafnaði hins vegar. En háskólamenntaðir eru enn nokkuð yfir hálfri milljón í mánaðrlaunum.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent