Heimir Már Pétursson

Nýjustu greinar eftir höfund

Borgarstjóri og ríkislögreglustjóri í Víglínunni

Borgarstjóri og ríkislögreglustjóri verða gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag til að ræða nýlegar skotárásir á bíl borgarstjórans og skrifstofur stjórnmálaflokka. Áhrif kórónuveirukreppunnar á borgina verða einnig til umræðu ásamt stefnumörkun ríkislögreglustjóraembættisins.

Ýmis ákvæði sóttvarnalaga styrkt og skýrð nánar

Annarri umræðu um breytingar á sóttvarnalögum lauk á Alþingi í gærkvöldi en þær fela í sér styrkingu alls konar heimilda sóttvarnayfirvalda til aðgerða í sóttvarnamálum. Varaformaður velferðarnefndar Alþingis segir brýnt að hefja þegar undirbúning að heildarendurskoðun laganna.

Landsnet getur skert tekjur Orkuveitunnar af raforkusölu til Norðuráls

Landsnet getur skert tekjur Orkuveitu Reykjavíkur af þeirri raforku sem hún selur í tvíhliða samningi til Norðuráls með því að hækka gjaldskrá sína. En opinberun á raforkusamningi Orkuveitunnar við Norðurál leiðir í ljós að hún tekur flutningskostnað orkunnar á sig.

Opinberir aðilar áforma framkvæmdir upp á 139 milljarða í ár

Framkvæmdir opinberra aðila voru mun minni í fyrra en þeir höfðu boðað á útboðsþingi í upphafi þess árs. Mestu munar um stórfelldan samdrátt í framkvæmdum hjá Ísavia. Reykjavíkurborg stóð hins vegar nokkurn vegin við áform sem gefin voru á útboðsþingi í byrjun síðasta árs.

Metár í fjölda nýrra íbúða í Reykjavík

Metfjöldi íbúða var í byggingu í Reykjavík á síðasta ári þegar bygging yfir ellefu hundruð íbúða hófst. Líkur eru á mikili grósku á þessu ári en deiliskipulag liggur fyrir varðandi fjögur þúsund og níu hundruð íbúðir, meðal annars á BYKO reitnum þar sem rísa munu rúmlega áttatíu íbúðir.

Ferðaþjónustan bjartsýn en kallar eftir frekari aðgerðum stjórnvalda

Mikillar bjartsýni gætir meðal ferðaþjónustufyrirtækja en stór meirihluti þeirra ætlar að halda sínu striki samkvæmt könnun KPMG sem unnin var fyrir Nýársmálstofu Samtaka ferðaþjónustunnar, Ferðaklasans og KPMG. Á málstofu klasans kom fram að flest ferðaþjónustufyrirtæki skorti fjármagn til fjárfestinga og að nauðsynlegt væri að byggja upp innviði landsins eins og vegakerfi.

Sjá meira