Opinberir aðilar áforma framkvæmdir upp á 139 milljarða í ár Heimir Már Pétursson skrifar 27. janúar 2021 11:57 Mestu munaði um samdrátt í framkvæmdum Ísavia á síðasta ári. Áætlanir voru uppi um að framkvæma fyrir 21 milljarð en á endanum var framkvæmt fyrir 200 milljónir króna. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir opinberra aðila voru mun minni í fyrra en þeir höfðu boðað á útboðsþingi í upphafi þess árs. Mestu munar um stórfelldan samdrátt í framkvæmdum hjá Ísavia. Reykjavíkurborg stóð hins vegar nokkurn vegin við áform sem gefin voru á útboðsþingi í byrjun síðasta árs. Árlegt útboðsþing Samtaka iðnaðarins fór fram í morgun þar sem fulltrúar stærstu opinberra aðila kynntu áform sín um framkvæmdir og útboð á þessu ári. Kórónuveirufaraldurinn breytti ýmsum áformum ríkis, sveitarfélaga og stofnanna þeirra í fyrra. Þannig var heildarverðmæti framkvæmda á árinu 2020 um 29 prósentum minna en boðað var á útboðsþingi í upphafi þess árs. Árni Sigurjónsson formaður Samtaka iðnaðarins segir sláandi hvað framkvæmdir opinberra aðila reyndust mikið minni á síðasta ári en áætlanir gerðu ráð fyrir.Vísir/Vilhelm Árni Sigurjónsson formaður Samtaka iðnaðarins sagði við setningu útboðsþings að mestu hafi munað um mikinn samdrátt í framkvæmdum Ísavia sem ætlaði að framkvæma fyrir 21 milljarð í fyrran en endaði í 200 milljónum. „Þá voru framkvæmdir framkvæmdir Vegagerðarinnar á síðasta ári 7,6 milljörðum minni en boðaðar framkvæmdir á útboðsþingi í fyrra. Nefna má að nánast engar framkvæmdir voru á vegum Faxaflóahafna og Orku náttúrunnar á síðasta ári. Þetta er býsna sláandi á tímum mikils samdráttar í efnahagslífinu. Við þreytumst ekki á að minna á að fjárfesting í dag sé hagvöxtur á morgun. Þar spila innviðir landsins lykilhlutverk,“ sagði Árni. Reykjavíkurborg boðaði framkvæmdir fyrir 19,6 milljarða króna á útboðsþingi í fyrra auk 2,5 milljarða króna í fjárfestingarátak vegna COVID-19. Heildarverðmæti framkvæmda hljóðaði upp á 21,1 milljarð króna sem var einum milljarði minna en áætlanir ársins gerðu ráð fyrir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina ætla að gefa enn meira í með framkvæmdir á þessu ári en gert var á því síðasta þegar borgin var nokkurn veginn á áætlun meðan flestir drógu úr áætlunum sínum.Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vonar að árið í ár verði gríðarstórt í framkvæmdum undir merkjum græna plansins hjá borginni, en samanlagt áætla borgin og stofnanir hennar að fjárfesta fyrir 34,7 milljarða á þessu ári. „Þar sem við erum að flýta stórum fjárfestingum í grænni framtíð. Grænum innviðum í samgöngum og borginni í heild. Til þess að ýta undir efnahagslega endurreisn og fjárfesta í framtíðar lífsgæðum í borginni,“ sagði Dagur. Þá stefna fleiri stórir aðilar að aukningu framkvæmda. Þannig stefnir Ísavía á að framkvæma fyrir um 13 milljarðasvo eitthvað sé nefnt. En samanlagt boðuðu opinberir aðilar á útboðsþingi framkvæmdir upp á 139 milljarða á þessu ári. Reykjavík Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bein útsending: Útboðsþing Samtaka iðnaðarins Útboðsþing Samtaka iðnaðarins fer fram í beinu streymi í dag og stendur milli klukkan 9 og 10:30. Á þinginu kynna fulltrúar ellefu opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu og má því fá gott yfirlit yfir helstu útboð ársins, að því er fram kemur í tilkynningu frá SI. 27. janúar 2021 08:30 Hlutafé Isavia aukið vegna rekstrartaps í kreppunni Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn. Hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19. 19. janúar 2021 12:26 Vonast eftir aðkomu lífeyrissjóða að Sundabraut Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun kynna skýrslu um gerð Sundabrautar og hvernig hægt verði að fara í þær framkvæmdir. Þetta sagði Sigurður í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þegar hann var spurður um mögulega aðkomu lífeyrissjóða að stórum samgönguframkvæmdum hér á landi. 24. janúar 2021 11:40 Tólf milljarða króna framkvæmdir að hefjast við stækkun Reykjanesvirkjunar HS Orka hefur ákveðið að hefja tólf milljarða króna framkvæmdir við stækkun Reykjanesvirkjunar. Verksamningar við þrjú verktakafyrirtæki, Ístak, Hamar og Rafal, verða undirritaðir næstkomandi föstudag. 12. janúar 2021 22:52 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Árlegt útboðsþing Samtaka iðnaðarins fór fram í morgun þar sem fulltrúar stærstu opinberra aðila kynntu áform sín um framkvæmdir og útboð á þessu ári. Kórónuveirufaraldurinn breytti ýmsum áformum ríkis, sveitarfélaga og stofnanna þeirra í fyrra. Þannig var heildarverðmæti framkvæmda á árinu 2020 um 29 prósentum minna en boðað var á útboðsþingi í upphafi þess árs. Árni Sigurjónsson formaður Samtaka iðnaðarins segir sláandi hvað framkvæmdir opinberra aðila reyndust mikið minni á síðasta ári en áætlanir gerðu ráð fyrir.Vísir/Vilhelm Árni Sigurjónsson formaður Samtaka iðnaðarins sagði við setningu útboðsþings að mestu hafi munað um mikinn samdrátt í framkvæmdum Ísavia sem ætlaði að framkvæma fyrir 21 milljarð í fyrran en endaði í 200 milljónum. „Þá voru framkvæmdir framkvæmdir Vegagerðarinnar á síðasta ári 7,6 milljörðum minni en boðaðar framkvæmdir á útboðsþingi í fyrra. Nefna má að nánast engar framkvæmdir voru á vegum Faxaflóahafna og Orku náttúrunnar á síðasta ári. Þetta er býsna sláandi á tímum mikils samdráttar í efnahagslífinu. Við þreytumst ekki á að minna á að fjárfesting í dag sé hagvöxtur á morgun. Þar spila innviðir landsins lykilhlutverk,“ sagði Árni. Reykjavíkurborg boðaði framkvæmdir fyrir 19,6 milljarða króna á útboðsþingi í fyrra auk 2,5 milljarða króna í fjárfestingarátak vegna COVID-19. Heildarverðmæti framkvæmda hljóðaði upp á 21,1 milljarð króna sem var einum milljarði minna en áætlanir ársins gerðu ráð fyrir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina ætla að gefa enn meira í með framkvæmdir á þessu ári en gert var á því síðasta þegar borgin var nokkurn veginn á áætlun meðan flestir drógu úr áætlunum sínum.Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vonar að árið í ár verði gríðarstórt í framkvæmdum undir merkjum græna plansins hjá borginni, en samanlagt áætla borgin og stofnanir hennar að fjárfesta fyrir 34,7 milljarða á þessu ári. „Þar sem við erum að flýta stórum fjárfestingum í grænni framtíð. Grænum innviðum í samgöngum og borginni í heild. Til þess að ýta undir efnahagslega endurreisn og fjárfesta í framtíðar lífsgæðum í borginni,“ sagði Dagur. Þá stefna fleiri stórir aðilar að aukningu framkvæmda. Þannig stefnir Ísavía á að framkvæma fyrir um 13 milljarðasvo eitthvað sé nefnt. En samanlagt boðuðu opinberir aðilar á útboðsþingi framkvæmdir upp á 139 milljarða á þessu ári.
Reykjavík Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bein útsending: Útboðsþing Samtaka iðnaðarins Útboðsþing Samtaka iðnaðarins fer fram í beinu streymi í dag og stendur milli klukkan 9 og 10:30. Á þinginu kynna fulltrúar ellefu opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu og má því fá gott yfirlit yfir helstu útboð ársins, að því er fram kemur í tilkynningu frá SI. 27. janúar 2021 08:30 Hlutafé Isavia aukið vegna rekstrartaps í kreppunni Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn. Hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19. 19. janúar 2021 12:26 Vonast eftir aðkomu lífeyrissjóða að Sundabraut Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun kynna skýrslu um gerð Sundabrautar og hvernig hægt verði að fara í þær framkvæmdir. Þetta sagði Sigurður í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þegar hann var spurður um mögulega aðkomu lífeyrissjóða að stórum samgönguframkvæmdum hér á landi. 24. janúar 2021 11:40 Tólf milljarða króna framkvæmdir að hefjast við stækkun Reykjanesvirkjunar HS Orka hefur ákveðið að hefja tólf milljarða króna framkvæmdir við stækkun Reykjanesvirkjunar. Verksamningar við þrjú verktakafyrirtæki, Ístak, Hamar og Rafal, verða undirritaðir næstkomandi föstudag. 12. janúar 2021 22:52 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Bein útsending: Útboðsþing Samtaka iðnaðarins Útboðsþing Samtaka iðnaðarins fer fram í beinu streymi í dag og stendur milli klukkan 9 og 10:30. Á þinginu kynna fulltrúar ellefu opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu og má því fá gott yfirlit yfir helstu útboð ársins, að því er fram kemur í tilkynningu frá SI. 27. janúar 2021 08:30
Hlutafé Isavia aukið vegna rekstrartaps í kreppunni Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn. Hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19. 19. janúar 2021 12:26
Vonast eftir aðkomu lífeyrissjóða að Sundabraut Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun kynna skýrslu um gerð Sundabrautar og hvernig hægt verði að fara í þær framkvæmdir. Þetta sagði Sigurður í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þegar hann var spurður um mögulega aðkomu lífeyrissjóða að stórum samgönguframkvæmdum hér á landi. 24. janúar 2021 11:40
Tólf milljarða króna framkvæmdir að hefjast við stækkun Reykjanesvirkjunar HS Orka hefur ákveðið að hefja tólf milljarða króna framkvæmdir við stækkun Reykjanesvirkjunar. Verksamningar við þrjú verktakafyrirtæki, Ístak, Hamar og Rafal, verða undirritaðir næstkomandi föstudag. 12. janúar 2021 22:52