Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður. 25.11.2020 19:20
Forseti ASÍ segir SA vera að gíra sig upp gegn launahækkunum um áramót Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins segir það komoa spánskt fyrir sjónir að laun hafi hækkað mest á Íslandi innan OECD í kórónuveirufaraldrinum. Forseti ASÍ segir atvinnurekendur vera að gíra sig upp í andstöðu við samningsbundnar launahækkanir um áramótin. 25.11.2020 12:22
Fjármálaráðherra segir ganga vel að fjármagna halla ríkissjóðs Eftir hallalaus og hallalítil fjárlög undanfarin ár verður gríðarlegur halli á fjárlögum þessa árs og næstu ára. Hallinn er jafnvel meiri en á árunum eftir bankahrun. Fjármálaráðherra segir hins vegar vel hafa gengið að fjármagna hallann enda er ríkissjóður skuldlítill. 24.11.2020 19:31
Dómsmálaráðherra efast um verkfallsrétt flugvirkja Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar var komin í margra vikna viðhald þegar verkfall flugvirkja Gæslunnar hófst. Hin á að fara í reglubunda skoðun eftir miðbætti annað kvöld sem tekur að minnsta kosti tvo daga og þá verður engin björgunarþyrla til staðar. 24.11.2020 19:21
Eiga eftir að ræða hvort orðið verði við ósk Brynjars Ráðherra segir það jafnframt hárrétt að óvenjulegt sé að þingmaður vilji hætta í nefnd af þeim ástæðum sem Brynjar vísar til. 24.11.2020 14:14
Nýr Landspítali og spilling í Víglínunni Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri uppbyggingar á nýjum Landspítala mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttmanns til að ræða framkvæmdina og hverju spítalinn mun breyta og ekki breyta. Þá verður rætt við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur doktor í þjóðfræði um spillingu en hún gaf nýverið út bók um þau mál. 22.11.2020 16:31
Nýorkubílar rúmlega helmingur nýskráðra bíla Ríflega helmingur allra nýskráðra bíla á þessu ári eru nýorkubílar. Borgarstjóri segir Reykjavík ætla að vera leiðandi í aðgengi almennings að hleðslu rafbíla þannig að það eigi ekki að hindra þróun bílaflotans yfir í græna orku. 20.11.2020 19:31
Fjármálaráðherra segir ekki lausn í kreppunni að fjölga opinberum starfsmönnum Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ekki nóg að grípa til aðgerða vegna fyrirtækja í vanda í kórónuveirufaraldrinum. Nota eigi tækifærið og ráða í störf hjá hinu opinbera þar sem lengi hafi verið skortur á starfsfólki. 19.11.2020 20:00
Seðlabankinn telur kreppu ferðaþjónustunnar standa langt fram á næsta ár Mikið atvinnuleysi og verðbólga vel yfir markmiði Seðlabankans varir lengur samkvæmt nýrri spá peningastefnunefndar en spá nefndarinnar í ágúst gerði ráð fyrir. Ferðaþjónustan taki ekki við sér fyrr en á seinniparti næsta árs. 18.11.2020 20:36
Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17.11.2020 20:01
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent