Eiga eftir að ræða hvort orðið verði við ósk Brynjars Kristín Ólafsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 24. nóvember 2020 14:14 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins eigi eftir að ræða hvort skipað verði í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í stað Brynjars Níelssonar, þingmanns flokksins, sem óskað hefur eftir að hætta í nefndinni. Ráðherra segir það jafnframt hárrétt að óvenjulegt sé að þingmaður vilji hætta í nefnd af þeim ástæðum sem Brynjar vísar til. Brynjar sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði óskað eftir því að hætta í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og teldi starf hennar sjónarspil og pólitískan leik. Hann hefur ekki mætt á fundi nefndarinnar í rúman mánuð og kvað fjarveruna eiga sér langan aðdraganda. „Ég hef einfaldlega bara sagt að ég er ekki til í að taka þátt í því sem ég kalla leikþætti og sýndarmennsku í nefndinni,“ sagði Brynjar í samtali við fréttastofu í dag. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var inntur eftir viðbrögðum við málinu eftir ríkisstjórnarfund í dag. Bjarni hló við og kvað hárrétt að það væri óvenjulegt að þingmaður vildi hætta í nefnd af þessum ástæðum. „En hann verður auðvitað að tala fyrir sjálfan sig í því. Við getum hlustað eftir því í þingflokknum hvernig við mönnum nefndir,“ sagði Bjarni. „Mér finnst þetta vera í framhaldi af því að það hefur verið ágreiningur um það hvernig einstaka nefndum hefur verið stýrt og hvaða áherslur eru þar ofan á.“ Gengið upp og ofan Hann benti á að á þingi væri annars vegar stjórnarmeirihluti og hins vegar væri forystu í nefndum þingsins deilt niður eftir þingstyrk. „Það hefur gengið upp að ofan í því, skulum við bara segja.“ Heldurðu að þingflokkurinn láti þetta eftir honum [Brynjari], að skipa einhvern annan í nefndina fyrir hann? „Ja, við eigum eftir að ræða það,“ sagði Bjarni. Brynjar sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði óskað eftir því við þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins að fá að hætta í nefndinni, raunverulega „gert kröfu um það“. Það hefði ekki borið árangur enn þá enda flókið að skipta út nefndarmanni. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins eigi eftir að ræða hvort skipað verði í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í stað Brynjars Níelssonar, þingmanns flokksins, sem óskað hefur eftir að hætta í nefndinni. Ráðherra segir það jafnframt hárrétt að óvenjulegt sé að þingmaður vilji hætta í nefnd af þeim ástæðum sem Brynjar vísar til. Brynjar sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði óskað eftir því að hætta í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og teldi starf hennar sjónarspil og pólitískan leik. Hann hefur ekki mætt á fundi nefndarinnar í rúman mánuð og kvað fjarveruna eiga sér langan aðdraganda. „Ég hef einfaldlega bara sagt að ég er ekki til í að taka þátt í því sem ég kalla leikþætti og sýndarmennsku í nefndinni,“ sagði Brynjar í samtali við fréttastofu í dag. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var inntur eftir viðbrögðum við málinu eftir ríkisstjórnarfund í dag. Bjarni hló við og kvað hárrétt að það væri óvenjulegt að þingmaður vildi hætta í nefnd af þessum ástæðum. „En hann verður auðvitað að tala fyrir sjálfan sig í því. Við getum hlustað eftir því í þingflokknum hvernig við mönnum nefndir,“ sagði Bjarni. „Mér finnst þetta vera í framhaldi af því að það hefur verið ágreiningur um það hvernig einstaka nefndum hefur verið stýrt og hvaða áherslur eru þar ofan á.“ Gengið upp og ofan Hann benti á að á þingi væri annars vegar stjórnarmeirihluti og hins vegar væri forystu í nefndum þingsins deilt niður eftir þingstyrk. „Það hefur gengið upp að ofan í því, skulum við bara segja.“ Heldurðu að þingflokkurinn láti þetta eftir honum [Brynjari], að skipa einhvern annan í nefndina fyrir hann? „Ja, við eigum eftir að ræða það,“ sagði Bjarni. Brynjar sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði óskað eftir því við þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins að fá að hætta í nefndinni, raunverulega „gert kröfu um það“. Það hefði ekki borið árangur enn þá enda flókið að skipta út nefndarmanni.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira