Segir engan ágreining ríkja um afstöðu Íslands Utanríkisráðherra segir engan ágreining ríkja um afstöðu Íslands varðandi átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Farsælast væri að Alþingi sameinaðist um þau grundvallargildi sem allir væru sammála um. 6.11.2023 19:27
Vilja seðlabankastjóra burt og neyðarlög um lækkun vaxta Þingmaður Flokks fólksins og formaður VR krefjast þess að seðlabankastjóra verði vikið úr embætti fyrir meint mistök í vaxtamálum sem hafi aukið byrðar heimilanna í landinu. Þá verði stjórnvöld nú þegar að setja neyðarlög sem keyri vextina niður svo heimilin verði ekki ein látin bera ábyrgð á því að koma verðbólgunni niður. 6.11.2023 12:13
Putin lofar leiðtogum Afríku fríu korni Á meðan Rússlandsforseti lætur eldflaugum rigna yfir korngeymslur í hafnarborgum Úkraínu lofar hann leiðtogum Afríku fríu korni og vonast til að geta endurreist alþjóðlega bankastarfsemi með þeim. Á sama tíma skoðar varnarmálaráðherra Rússlands vígreifur vopnasafn einræðisherra Norður-Kóreu. 27.7.2023 19:21
Einar Örn: Hennar framlag var að vera alltaf Sinéad O‘Connor Einar Örn Benediktsson tónlistarmaður segir að Sinéad O'Connor verði helst minnst fyrir að hafa alltaf verið hún sjálf. Hún hafi verið á undan sinni samtíð í gagnrýni á kaþólsku kirkjuna fyrir illa meðferð á börnum og konum og verið refsað fyrir það á sínum tíma. 27.7.2023 12:16
Kevin Spacey létt eftir sýknudóm Hollywood leikarinn Kevin Spacey var í dag sýknaður fyrir dómi í Lundúnum af öllum ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum karlmönnum. 26.7.2023 20:30
Særðum hermönnum bjargað á leynilegu sjúkrahúsi í Úkraínu Læknar á leynilegu hersjúkrahúsi í Úkraínu framkvæma fimmtíu til eitt hundrað skurðaðgerðir á særðum hermönnum á hverri nóttu. Þeir sem eru mest særðir eru sendir af víglínunni á spítalann. 26.7.2023 20:22
Fulltrúi rússneska alræðisins heiðrar einræðisstjórnina í Norður Kóreu Sergei Shoigu varnarmálaráðherra alræðisstjórnarinnar í Rússlandi ásamt sendinefnd heiðraði vini sína í einræðisríkinu Norður Kóreu með nærveru sinni í dag. 26.7.2023 19:30
Sextán manns úr þremur fjölskyldum fórust í Alsír Að minnsta kosti þrjátíu og fjórir hafa farist í skógareldum í Alsír, þar af sextán fullorðnir og börn úr þremur fjölskyldum. Eldar blossuðu óvænt upp í nágrenni Lissabon höfuðborgar Portúgals í gær. 26.7.2023 11:30
Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum. 25.7.2023 19:40
Tuttugu og fimm fórust í skógareldum í Alsír Skógareldar halda áfram að breiða úr sér víða um suður Evrópu og norður Afríku. Þriðja hitabylgjan skall á Grikklandi í dag þegar hitinn fór á ný yfir fjörutíu gráður. Tuttugu og fimm manns hafa farist í skógareldum í Alsír. 25.7.2023 11:17