Skorað á dómsmálaráðherra að segja af sér Lagt var til á Alþingi í morgun að dómsmálaráðherra segði af sér eða yrði látinn segja af sér vegna vinnubragða hans og Útlendingastofnunar í tengslum við umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Þingmenn margítrekuðu óskir um að forseti Alþingis skærist í leikinn. 10.2.2022 13:50
Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9.2.2022 19:21
Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða úrslitum Verðbólga er þrálátari en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir og mun ekki nálgast tveggja komma fimm prósenta markmið hans fyrr en eftir þrjú ár. Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða miklu um hversu mikið vextir þurfi að hækka til viðbótar á komandi misserum. 9.2.2022 13:18
Sólveig Anna kannast ekki við kvartanir frá starfsfólki Sólveig Anna Jónsdóttir segist bjóða sig fram til formennsku í Eflingu á ný vegna fjölda áskoranna jafnvel þótt það gæti kostað átök. Mótframbjóðendur hennar segja að hún hafi ekki tekið á kvörtunum starfsfólks á skrifstofunni undan framkvæmdastjóra félagsins í þess garð en það kannast Sólveig Anna ekki við 8.2.2022 19:21
Bein útsending: Formannsefni Eflingar takast á í Pallborðinu Kosningar til embættis formanns Eflingar og helmings stjórnarsæta hefst í fyrramálið og stendur yfir í viku. Ólöf Helga Adolfsdóttir starfandi varaformaður félagsins, Sólveig Anna Jónsdóttir fyrrverandi formaður og Guðmundur Baldursson stjórnarmaður í Eflingu bjóða sig fram til formanns. 8.2.2022 11:50
Elísabet II hin sprækasta eftir sjö áratugi á valdastóli Elísabet önnur drottning Bretlands og fjórtán samveldisríkja hefur í dag verið drottning í sjötíu ár, lengur en nokkur annar hefur setið í hásæti í Bretlandi. Hún lýsti því yfir í gær að Kamilla eiginkona Karls Bretaprins fái drottningartitil þegar hann tekur við krúnunni. 6.2.2022 20:00
Erlendum ríkisborgurum á Íslandi gæti fjölgað um tæp 30 þúsund á næstu fimm árum Íslendingar fjölga sér ekki nóg um fyrirsjáanlega framtíð til að anna eftirspurn eftir vinnuafli á öllu sviðum samfélagsins. Erlendum íbúum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum til að bæta þetta upp og hlutfall þeirra af mannfjölda landsins á eftir að aukast hratt á næstu árum. 6.2.2022 19:21
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við ítarlega yfir atburði dagsins í leitinni að flugmanni og þremur farþegum TF-ABB sem fórst á fimmtudag. Belgískir fjölmiðlar hafa staðfest að einn þeirra sem fórst sé rúmlega þrítugur áhrifavaldur og hefur hans verið minnst á Instagram reikningi hans í dag. 6.2.2022 18:06
Vilja þyrpingu gamalla húsa í stað íbúðablokkar Eftir mikla andstöðu íbúa við Skúlagötu var fallið frá því að byggja fjölbylishús á um átta hundruð fermetra lóð við hornið á Frakkastíg. Byggingin hefði skert útsýni núverandi íbúa og gjörbreytt götumynd neðri hluta Frakkastígs. 3.2.2022 19:21
Willum vill allar aðgerðir til Íslands Heilbrigðisráðherra segir markmiðið að allir sjúklingar geti farið í nauðsynlegar aðgerðir hér á landi. Nýta þurfi alla þá þekkingu sem til væri hér á landi. Þingmenn gagnrýndu að fólk fengi niðurgreidda þjónustu erlendra einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja en ekki innlendra. 3.2.2022 13:12