Vilja þyrpingu gamalla húsa í stað íbúðablokkar Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2022 19:21 Hér sést hvernig húsin geta myndað littla þyrpingu sem minnir á fyrri tíma í skipulagi Reykjavíkurborgar. Zeppelin arkitektar Eftir mikla andstöðu íbúa við Skúlagötu var fallið frá því að byggja fjölbylishús á um átta hundruð fermetra lóð við hornið á Frakkastíg. Byggingin hefði skert útsýni núverandi íbúa og gjörbreytt götumynd neðri hluta Frakkastígs. Á horni Frakkastígs og Skúlagötu voru uppi hugmyndir um að byggja aðra blokk við hlið þeirrar sem fyrir er. Lóðin er um átta hundruð fermetrar og er í eigu Reykjavíkurborgar. Nú eru komnar fram hugmyndir um að gera allt annað og flytja þangað gömul hús. Orri Árnason arkitekt hjá Zeppelin arkitektum segir að þyrping gamalla húsa færi vel á lóðinni og opnaði leiðina upp Frakkastíg þar sem fyrir væru mörg gömul hús.Stöð 2/Arnar „Við erum að vinna í öðru verkefni þar sem svo vill til að við verðum að flytja gamalt hús af þeirri lóð. Síðan sjáum við þessa lóð sem okkur finnst að mörgu leyti gráupplögð undir gömul hús. Því hérna upp Frakkastíginn er gamalt hús á hverju horni,“ segir Orri Árnason hjá Zeppelin Arkitektum sem vinna að því að koma hugmyndinni á framfæri við borgina. Þannig að þið eruð beinlínis að leggja hvað til? Húsin myndu kúra undir íbúðablokkinni við hliðina og vekja eftirtekt að mati Orra.Zeppelin arkitektar „Að menn flytji hingað gömul hús sem einhverra hluta vegna þarf að flytja. Við sjáum fyrir okkur að hérna megi setja niður fjögur gömul hús á þessari lóð,“ segir Orri. Enginn skortur væri á gömlum húsum sem þyrftu nýtt heimilisfang. Orri segir engan skort vera á gömlum húsum í leit að nýju heimilisfangi.Zeppelin arkitektar Myndu þessi hús ekki einhvern veginn kafna við hliðina á þessum risastóra turni? „Nei, nei. Þau myndu ekki gera það held ég. Þetta væri kanski sérkennilegt. Þetta myndi vekja eftirtekt. Þá bjóða þessi gömlu hús mönnum inn á Frakkastíginn. Það fer vel á þessu. Hérna er náttúrlega gamli franski spítalinn sem gatan (Spítalastígur) ber nafn eftir. Þannig að það færi held ég bara vel á þessu,” segir Orri. Hornið á Skúlagötu á Frakkastíg.Zeppelin arkitektar Hugmyndin væri lögð af stað í borgarkerfinu. Hún hefði verið tekin fyrir hjá skipulagsfulltrúa borgarinnar sem hafi vísað henni til verkefnisstjóra hjá skipulaginu. „Það þýðir að minnsta kosti að menn ætla að skoða tillöguna. Það er jákvæðara en neikvætt.“ Þannig að þið eruð vongóðir? „Við erum vongóðir, já,“ segir Orri Árnason. Skipulag Reykjavík Byggingariðnaður Húsavernd Tengdar fréttir Græn svæði minnka líkur á geðsjúkdómum Græn svæði í nærumhverfi barna þegar þau eru að alast upp minnka líkurnar á því að börnin þrói með sér geðraskanir á fullorðinsárum um 55%. Þetta leiðir umfangsmikil dönsk vísindarannsókn í ljós. 29. ágúst 2019 10:15 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Á horni Frakkastígs og Skúlagötu voru uppi hugmyndir um að byggja aðra blokk við hlið þeirrar sem fyrir er. Lóðin er um átta hundruð fermetrar og er í eigu Reykjavíkurborgar. Nú eru komnar fram hugmyndir um að gera allt annað og flytja þangað gömul hús. Orri Árnason arkitekt hjá Zeppelin arkitektum segir að þyrping gamalla húsa færi vel á lóðinni og opnaði leiðina upp Frakkastíg þar sem fyrir væru mörg gömul hús.Stöð 2/Arnar „Við erum að vinna í öðru verkefni þar sem svo vill til að við verðum að flytja gamalt hús af þeirri lóð. Síðan sjáum við þessa lóð sem okkur finnst að mörgu leyti gráupplögð undir gömul hús. Því hérna upp Frakkastíginn er gamalt hús á hverju horni,“ segir Orri Árnason hjá Zeppelin Arkitektum sem vinna að því að koma hugmyndinni á framfæri við borgina. Þannig að þið eruð beinlínis að leggja hvað til? Húsin myndu kúra undir íbúðablokkinni við hliðina og vekja eftirtekt að mati Orra.Zeppelin arkitektar „Að menn flytji hingað gömul hús sem einhverra hluta vegna þarf að flytja. Við sjáum fyrir okkur að hérna megi setja niður fjögur gömul hús á þessari lóð,“ segir Orri. Enginn skortur væri á gömlum húsum sem þyrftu nýtt heimilisfang. Orri segir engan skort vera á gömlum húsum í leit að nýju heimilisfangi.Zeppelin arkitektar Myndu þessi hús ekki einhvern veginn kafna við hliðina á þessum risastóra turni? „Nei, nei. Þau myndu ekki gera það held ég. Þetta væri kanski sérkennilegt. Þetta myndi vekja eftirtekt. Þá bjóða þessi gömlu hús mönnum inn á Frakkastíginn. Það fer vel á þessu. Hérna er náttúrlega gamli franski spítalinn sem gatan (Spítalastígur) ber nafn eftir. Þannig að það færi held ég bara vel á þessu,” segir Orri. Hornið á Skúlagötu á Frakkastíg.Zeppelin arkitektar Hugmyndin væri lögð af stað í borgarkerfinu. Hún hefði verið tekin fyrir hjá skipulagsfulltrúa borgarinnar sem hafi vísað henni til verkefnisstjóra hjá skipulaginu. „Það þýðir að minnsta kosti að menn ætla að skoða tillöguna. Það er jákvæðara en neikvætt.“ Þannig að þið eruð vongóðir? „Við erum vongóðir, já,“ segir Orri Árnason.
Skipulag Reykjavík Byggingariðnaður Húsavernd Tengdar fréttir Græn svæði minnka líkur á geðsjúkdómum Græn svæði í nærumhverfi barna þegar þau eru að alast upp minnka líkurnar á því að börnin þrói með sér geðraskanir á fullorðinsárum um 55%. Þetta leiðir umfangsmikil dönsk vísindarannsókn í ljós. 29. ágúst 2019 10:15 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Græn svæði minnka líkur á geðsjúkdómum Græn svæði í nærumhverfi barna þegar þau eru að alast upp minnka líkurnar á því að börnin þrói með sér geðraskanir á fullorðinsárum um 55%. Þetta leiðir umfangsmikil dönsk vísindarannsókn í ljós. 29. ágúst 2019 10:15