Heimir Már Pétursson

Nýjustu greinar eftir höfund

Veðurofsinn gengur yfir í kvöld og nótt

Millilandaflug fór úr skorðum í morgun vegna vonskuveðurs. Sjö flugferðum var aflýst og sex flugferðum seinkað fram á kvöld. Einnig hefur orðið röskun á innanlandsflugi en spáð er vondu veðri víðast hvar í dag.

Rúmur ára­tugur í Súða­víkur­göng sam­kvæmt á­ætlunum

Innviðaráðherra segir verið að skoða að stofna opinbert félag um jarðgangagerð að færeyskri fyrirmynd. Þannig yrði hægt í samvinnu við aðra að grafa göng á fleiri stöðum í einu með innheimtu veggjalds. Forgangsverkefnin í vegakerfinu séu mörg og brýn.

Willum stefnir á eigið frum­varp um neyslu­skammta

Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni.

„Augljóslega er þetta ekki gott“

Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert.

Súðavíkurgöng verða í næstu samgönguáætlun

Innviðaráðherra segir stefnt að þvi að jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar verði í næstu samgönguáætlun stjórnvalda. Úrbótum í vegakerfinu hafi verið raðað eftir áhættusvæðum og þau svæði væru mörg á Íslandi.

Sakar ríkisstjórn og lífeyrissjóði um andvaraleysi gagnvart þjóðaröryggi

Þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi ríkisstjórnina og lífeyrissjóði harðlega á Alþingi í dag fyrir andvaraleysi í tengslum við sölu Símans á Mílu til erlends fjárfestingafyrirtækis sem enginn vissi hverjir ættu. Þeir sem staðið hafi á bakvið söluna væru ekki þekktir fyrir að bera hag almennings fyrir brjósti.

Líf telur odd­vita­fram­boð Elínar Odd­nýjar ekki beinast gegn sér

Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi Vinstri grænna sem sækist eftir að taka við forystusætinu af Líf Magneudóttur í borgarstjórn vill leggja aukna áherslu á velferðarmálin og stöðu jaðarsettra hópa í borginni. Líf lítur ekki á framboð Elínar Oddnýjar sem sérstakt mótframboð gegn henni.

Veitingamenn geta fengið allt að 600 þúsund krónur á starfsmann

Veitingastaðir sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda geta fengið allt að sex hundruð þúsund krónur upp í laun starfsmanns samkvæmt aðgerðum sem stjórnvöld kynntu í morgun. Hámarks styrkur getur orðið allt að tólf milljónir króna.

Katrín og Sigurður sátt við fjarveru Bjarna

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er væntanlegur heim úr fríi í útlöndum eftir tvo daga. Formenn hinna stjórnarflokkanna telja það ekki koma niður á störfum ríkisstjórnarinnar þótt Bjarni bregði sér af bæ í nokkra daga.

Sjá meira