Veitingamenn geta fengið allt að 600 þúsund krónur á starfsmann Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2022 20:31 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir lagði frumvarp um mótvægisaðgerðir til veitingahúsa sem þurft hafa að skerða opnunartíma sinn vegna sóttvarnaráðstafana stjórnvalda fram í ríkisstjórn í dag í fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Veitingastaðir sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda geta fengið allt að sex hundruð þúsund krónur upp í laun starfsmanns samkvæmt aðgerðum sem stjórnvöld kynntu í morgun. Hámarks styrkur getur orðið allt að tólf milljónir króna. Ríkistjórnin samþykkti í dag frumvarp fjármálaráðherra um stuðning við veitingastaði sem þurfa að skerða opnunartíma sinn frá desember síðast liðnum fram í mars á þessu ári vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Í fyrri aðgerðum var miðað við að tekjufallið væri að minnsta kosti 40 prósent. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir mælti fyrir málinu á ríkisstjórnarfundi í morgun í fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Í nýjum aðgerðum geta fyrirtæki í veitingarekstri fengið allt að 500 þúsund krónur á hvert stöðugildi ef tekjufallið er á blinu 20 til 60 prósent og allt að sex hundruð þúsund krónur á stöðugildi ef tekjufallið er yfir sextíu prósentum. Hvert fyrirtæki getur að hámarki fengið 10 til 12 milljónir króna fyrir þetta tímabil. Grafík/Rúnar Vilberg „Þetta eru í raun styrkir fyrir aðila í veitingarekstri með vínveitingaleyfi sem hafa orðið fyrir tekjufalli vegna skerts opnunartíma,“ segir Þórdís Kolbrún. Frumvarpið var lagt fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í dag og kemur væntanlega til umræðu fljótlega á Alþingi. Þá kynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hátt í 400 milljón króna viðbótarframlag tím ýmissa sjóða til að bæta sviðslistafólki, eins og tónlistarfólki það tekjutap sem það hefur orðið fyrir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld að auki vera að skoða frekari aðgerðir fyrir ferðaþjónustuna og viðburðafyrirtæki. Munu framlögin í sjóðina koma tónlistarfólki að gagni sem margt hvert hefur orðiðfyrir miklu tekjutapi undanfarin tvö ár? „Það er veriðað hugsa um þennan hóp já. Það er verið að reyna aðbeina fjármunum í ólíka sjóði þannig aðþað gagnist sem flestum,“segir Katrín Jakobsdóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Tengdar fréttir Gripið til aðgerða fyrir veitingahús og tónlistarfólk Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp um aðgerðir til að bæta veitingastöðum tekjutap vegna sóttvarnaaðgerða. Styrkirnir miðaðst við stöðugildi og geta hæstir orðið tólf milljónir króna. Þá eru aðgerðir í undirbúningi vegna tekjutaps fólks í sviðslistum. 18. janúar 2022 13:15 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Ríkistjórnin samþykkti í dag frumvarp fjármálaráðherra um stuðning við veitingastaði sem þurfa að skerða opnunartíma sinn frá desember síðast liðnum fram í mars á þessu ári vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Í fyrri aðgerðum var miðað við að tekjufallið væri að minnsta kosti 40 prósent. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir mælti fyrir málinu á ríkisstjórnarfundi í morgun í fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Í nýjum aðgerðum geta fyrirtæki í veitingarekstri fengið allt að 500 þúsund krónur á hvert stöðugildi ef tekjufallið er á blinu 20 til 60 prósent og allt að sex hundruð þúsund krónur á stöðugildi ef tekjufallið er yfir sextíu prósentum. Hvert fyrirtæki getur að hámarki fengið 10 til 12 milljónir króna fyrir þetta tímabil. Grafík/Rúnar Vilberg „Þetta eru í raun styrkir fyrir aðila í veitingarekstri með vínveitingaleyfi sem hafa orðið fyrir tekjufalli vegna skerts opnunartíma,“ segir Þórdís Kolbrún. Frumvarpið var lagt fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í dag og kemur væntanlega til umræðu fljótlega á Alþingi. Þá kynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hátt í 400 milljón króna viðbótarframlag tím ýmissa sjóða til að bæta sviðslistafólki, eins og tónlistarfólki það tekjutap sem það hefur orðið fyrir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld að auki vera að skoða frekari aðgerðir fyrir ferðaþjónustuna og viðburðafyrirtæki. Munu framlögin í sjóðina koma tónlistarfólki að gagni sem margt hvert hefur orðiðfyrir miklu tekjutapi undanfarin tvö ár? „Það er veriðað hugsa um þennan hóp já. Það er verið að reyna aðbeina fjármunum í ólíka sjóði þannig aðþað gagnist sem flestum,“segir Katrín Jakobsdóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Tengdar fréttir Gripið til aðgerða fyrir veitingahús og tónlistarfólk Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp um aðgerðir til að bæta veitingastöðum tekjutap vegna sóttvarnaaðgerða. Styrkirnir miðaðst við stöðugildi og geta hæstir orðið tólf milljónir króna. Þá eru aðgerðir í undirbúningi vegna tekjutaps fólks í sviðslistum. 18. janúar 2022 13:15 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Gripið til aðgerða fyrir veitingahús og tónlistarfólk Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp um aðgerðir til að bæta veitingastöðum tekjutap vegna sóttvarnaaðgerða. Styrkirnir miðaðst við stöðugildi og geta hæstir orðið tólf milljónir króna. Þá eru aðgerðir í undirbúningi vegna tekjutaps fólks í sviðslistum. 18. janúar 2022 13:15