Heimir Már Pétursson

Nýjustu greinar eftir höfund

Rússar krefjast þess að NATO hverfi frá austur Evrópu

Á sama tíma og rússneski herinn er grár fyrir járnum við landamærin að Úkraínu krefjast Rússar þess að NATO herir megi nánast ekki athafna sig í bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu. Úkraínumenn vilja hins vegar kasta sovéttímanum á öskuhauga sögunnar.

Mikil tækifæri í Norðurslóðahúsi Ólafs Ragnars

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um ráðstöfun lóðarinnar að Sturlugötu 9 í háskólaþorpinu til norðurslóðaseturs sem kennt verður við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands.

Samningar á lokametrum um kaup ríkisins á hótel Sögu

Samningar eru á lokametrunum milli Bændasamtaka Íslands og Háskóla Íslands um kaup þeirra síðarnefndu á hótel Sögu. Formaður Bændasamtakanna segir söluna þó ekki í höfn fyrr en skrifað verði undir samninga.

Bjarni boðar nýtt álagningakerfi á græn ökutæki

Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að innleiða nýtt álagningarkerfi fyrir bifreiðar sem ekki væru drifnar áfram af jarðefnaeldsneyti. Fyrstu skrefin verði vonandi stigin á næsta eða þarnæsta ári. Ríkissjóður geti ekki verið án tekna af umferðinni til að standa undir viðhaldi og uppbyggingu innviða hennar.

Þjóðin beri aldrei aftur skaða af falli viðskiptabanka

Seðlabankinn hefur sett reglur sem eiga að tryggja enn frekar að þjóðin beri aldrei aftur kostnað af falli viðskiptabanka. Þeir eigi að fjármagna sig með innlánum og forðast áhættusækni í eigin lántökum.

Ný brú yfir Fossvog tilbúin eftir um tvö ár

Borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs líst vel á vinningstillögu að brú milli Reykjavíkurflugvallar og Kársness sem kynnt var í dag. Brúin verður eitt fyrsta mannvirkið sem tengist Borgarlínu.

Ráðherrar sagðir hafa friðað og deilt út fé án aðkomu Alþingis

Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma.

Sjá meira