Mikil tækifæri í Norðurslóðahúsi Ólafs Ragnars Heimir Már Pétursson skrifar 16. desember 2021 19:20 Borgarstjóri og háskólarektor voru hæstánægðir með dagsverkið og binida miklar vonir við Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar í húsinu Norðurslóð Kristinn Ingvarsson Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um ráðstöfun lóðarinnar að Sturlugötu 9 í háskólaþorpinu til norðurslóðaseturs sem kennt verður við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands. Þar verður jafnframt framtíðarheimili Hringborðs norðurslóða, Artic Circle og miðstöð um norðurskautsmál í breiðum skilningi. Borgarstjóri segir að þar geti skapast tækifæri til að gera Reykjavík að alþjóðlegri miðstöð loftslagsrannsókna. Hversu hratt á þetta að rísa? „ Nú veltur þá svolítið á Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar. Fjármögnunin verður að mörgu leyti á hennar hendi. En ég held að allir aðilar málsins hafi fullan hug á því að þetta gerist hratt og vel,“ segir Dagur. „ Já ég tek undir það. Þetta er eiginlega fyrsta skrefið. Lóðin er komin. Þá er bara sett upp áætlun um hvernig þetta getur orðið . Þar á meðal að fá fjárfesta að þessu máli. En ég vil endurtaka að þetta er gríðarlega spennandi tækifæri," segir Jón Atli. „Það er bæði mikilvægt og spennandi fyrir borgina að Hringborð norðurslóða fái heimili í Vatnsmýrinni. Jafnframt skapast tækifæri til að byggja upp klasa rannsókna og nýsköpunar á sviði sjálfbærrar þróunar í nálægð við Vísindagarða, Öskju og nýja stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar,“ segir borgarstjóri. Jón Atli segir mikil tækifæri og samlegð í því að Norðurslóð rísi á svæði Háskóla Íslands í nágrenni við Öskju og Vísindagarða Háskólans. „ Fyrirhuguð starfsemi fellur einkar vel að starfsemi og stefnu Háskóla Íslands. Um er að ræða vettvang fyrir alþjóðlega og innlenda samræðu og samvinnu um málefni norðurslóða og þýðingu þeirra fyrir framtíð jarðarinnar. Jafnframt verður þetta öflugur vettvangur fyrir alþjóðlegt og innlent vísinda- og nýsköpunarsamstarf í þágu norðurslóða, loftslagsmála og sjálfbærrar þróunar. Þetta er því í senn bæði áhugavert og spennandi," segir Jón Atli Benediktsson. Ólafur Ragnar Grímsson Hringborð norðurslóða Reykjavík Háskólar Norðurslóðir Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ekki lengur hrópandinn í eyðimörkinni Lisa Murkowski öldungardeildarþingmaður Republikana fyrir Alaska mætti áhugaleysi og jafnvel efasemdum um raunveruleika loftlagsbreytinganna innan flokksins þegar hún hóf að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Hún hefur sótt Hringborð norðurslóða frá upphafi og segir stöðuna hafa breyst mikið í dag. 16. október 2021 10:00 „Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Sjá meira
Þar verður jafnframt framtíðarheimili Hringborðs norðurslóða, Artic Circle og miðstöð um norðurskautsmál í breiðum skilningi. Borgarstjóri segir að þar geti skapast tækifæri til að gera Reykjavík að alþjóðlegri miðstöð loftslagsrannsókna. Hversu hratt á þetta að rísa? „ Nú veltur þá svolítið á Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar. Fjármögnunin verður að mörgu leyti á hennar hendi. En ég held að allir aðilar málsins hafi fullan hug á því að þetta gerist hratt og vel,“ segir Dagur. „ Já ég tek undir það. Þetta er eiginlega fyrsta skrefið. Lóðin er komin. Þá er bara sett upp áætlun um hvernig þetta getur orðið . Þar á meðal að fá fjárfesta að þessu máli. En ég vil endurtaka að þetta er gríðarlega spennandi tækifæri," segir Jón Atli. „Það er bæði mikilvægt og spennandi fyrir borgina að Hringborð norðurslóða fái heimili í Vatnsmýrinni. Jafnframt skapast tækifæri til að byggja upp klasa rannsókna og nýsköpunar á sviði sjálfbærrar þróunar í nálægð við Vísindagarða, Öskju og nýja stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar,“ segir borgarstjóri. Jón Atli segir mikil tækifæri og samlegð í því að Norðurslóð rísi á svæði Háskóla Íslands í nágrenni við Öskju og Vísindagarða Háskólans. „ Fyrirhuguð starfsemi fellur einkar vel að starfsemi og stefnu Háskóla Íslands. Um er að ræða vettvang fyrir alþjóðlega og innlenda samræðu og samvinnu um málefni norðurslóða og þýðingu þeirra fyrir framtíð jarðarinnar. Jafnframt verður þetta öflugur vettvangur fyrir alþjóðlegt og innlent vísinda- og nýsköpunarsamstarf í þágu norðurslóða, loftslagsmála og sjálfbærrar þróunar. Þetta er því í senn bæði áhugavert og spennandi," segir Jón Atli Benediktsson.
Ólafur Ragnar Grímsson Hringborð norðurslóða Reykjavík Háskólar Norðurslóðir Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ekki lengur hrópandinn í eyðimörkinni Lisa Murkowski öldungardeildarþingmaður Republikana fyrir Alaska mætti áhugaleysi og jafnvel efasemdum um raunveruleika loftlagsbreytinganna innan flokksins þegar hún hóf að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Hún hefur sótt Hringborð norðurslóða frá upphafi og segir stöðuna hafa breyst mikið í dag. 16. október 2021 10:00 „Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Sjá meira
Ekki lengur hrópandinn í eyðimörkinni Lisa Murkowski öldungardeildarþingmaður Republikana fyrir Alaska mætti áhugaleysi og jafnvel efasemdum um raunveruleika loftlagsbreytinganna innan flokksins þegar hún hóf að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Hún hefur sótt Hringborð norðurslóða frá upphafi og segir stöðuna hafa breyst mikið í dag. 16. október 2021 10:00
„Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20