Meistararnir töpuðu gegn einu lélegasta liði deildarinnar Þó svo Golden State Warriors sé á toppi Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni þá misstígur liðið sig reglulega og gerði það heldur betur í nótt. Þá tapaði Warriors fyrir Phoenix sem er með næstlélegasta árangurinn í deildinni. 11.3.2019 07:30
Reykti gras á meðan hann tilkynnti að skórnir væru farnir upp í hillu | Myndband David Irving, leikmaður Dallas Cowboys, tilkynnti í beinni á Instagram í gær að hann væri hættur í boltanum og reykti gras á meðan hann útskýrði ákvörðun sína. 8.3.2019 23:30
Tvö ár frá ótrúlegustu endurkomu allra tíma | Myndband Í dag eru tvö ár síðan Barcelona vann ótrúlegan sigur á PSG í Meistaradeildinni. Endurkoma sem verður líklega aldrei toppuð. 8.3.2019 18:30
Ranieri tekinn aftur við uppeldisfélaginu AS Roma staðfesti nú síðdegis að Claudio Ranieri væri tekinn við sem þjálfari liðsins fram á sumar. Hinn 67 ára gamli Ranieri verður mættur á bekkinn er Roma spilar við Empoli á mánudag. 8.3.2019 15:44
Ramos öskraði á forsetann og sagðist vera til í að hætta Það varð allt vitlaust í búningsklefa Real Madrid í vikunni eftir að liðið hafði fallið úr leik í Meistaradeildinni. Fyrirliði liðsins, Sergio Ramos, reifst þá heiftarlega við forseta félagsins, Florentino Perez. 8.3.2019 14:00
Kolbeinn laus frá Nantes Franska úrvalsdeildarfélagið Nantes tilkynnti í dag að félagið hefði náð samkomulagi við Kolbein Sigþórsson um að rifta samningi hans við félagið. 8.3.2019 11:34
Það VAR rétt að dæma víti á PSG Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem útskýrt er af hverju Man. Utd fékk dæmda vítaspyrnu undir lok leiksins gegn PSG. Vítaspyrnudómurinn þótti umdeildur en United komst áfram í Meistaradeildinni með því að skora úr vítinu. 8.3.2019 11:30
Dæmdur í 80 leikja bann Forráðamenn MLB-hafnaboltadeildarinnar í Bandaríkjunum taka orðið mjög hart á lyfjabrotum innan deildarinnar. 7.3.2019 23:30
Svona klúðraði LeBron leiknum í gær | Myndband Síðasta nótt var söguleg í lífi LeBron James er hann fór fram úr Michael Jordan á stigalista NBA-deildarinnar. Það var þó ekki allt frábært sem gerðist þessa nótt. 7.3.2019 22:45
Lengi getur vont versnað hjá Real Madrid Síðustu misseri hafa verið erfið hjá Real Madrid og til þess að bæta gráu ofan á svart þá verður ungstirni liðsins, Vinicius Junior, lengi frá. 7.3.2019 14:30